Golf á Íslandi - 01.06.2017, Page 8

Golf á Íslandi - 01.06.2017, Page 8
Í vor felldi Golfsamband Íslands niður þá rótgrónu kröfu að mót á vegum sambandsins færu fram á 18 holu golfvöllum. Holufjöldi mótsvalla var þar með gefinn frjáls. Í tilkynningu um þá ákvörðun lét ég hafa eftir mér að þarfir kylfinga og annarra sem hafa áhuga á heilnæmri útivist hafi breyst mikið og muni halda áfram að gera það. Ákvörðun GSÍ vakti talsverða athygli á alþjóðavettvangi. Banda­ ríska golftímaritið Links Magazine spurði m.a. í fyrirsögn sinni hvort framtíð golfleiksins væri að finna á Íslandi (e. Will Golf‘s Future Emerge from Iceland?). Í greininni segir m.a: „Uppátæki Golfsambands Íslands breyta venjulega litlu um það hvernig Bandaríkjamenn stunda golfið sitt, en í þessu tilviki gæti frumkvæði landsins haft mikla þýðingu fyrir framtíð golfleiksins.“ Við hvaða annað tilefni gætum við lesið viðlíka umfjöllun um golf á Íslandi í útbreiddu bandarísku golftímariti, þar sem þeirri spurningu er varpað fram, grínlaust, hvort lykilinn að framtíð íþróttarinnar sé að finna á eyjunni fögru? Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Þessi jákvæðu viðbrögð hvöttu okkur til dáða og var lauslega rætt um möguleikann á að halda Íslandsmótið í holukeppni á golfvelli með færri en átján holur í náinni framtíð, enda er holukeppi heppilegasta keppnisfyrirkomulagið fyrir óhefðbundinn holufjölda. Forgjafarútreikningur skiptir engu máli auk þess sem hefðbundin holukeppni er sjaldnast akkúrat 18 holur, henni lýkur yfirleitt fyrr og stundum síðar. Það sama gildir ekki um höggleiksmót og forgjafarreglur standa þessu beinlínis í vegi. Örlögin réðu því að tækifærið gafst fyrr en áætlað var. Íslandsmótið í holukeppni fer fram í Vestmannaeyjum að þessu sinni en eins og flestir vita er völlurinn átján holur. Nokkrar flatir vallarins voru því miður ekki í viðunandi ástandi og vill golfsambandið bjóða sínum bestu kylfingum upp á bestu mögulegu keppnisaðstæður hverju sinni. Upp var því komin snúin staðan, sem í raun getur skotið upp kollinum á hverjum einasta golfvelli landsins, hvort sem það er vegna kals, sjávarseltu eða annarra náttúruástæðna. Þetta þarf ekki að vera eitthvert feimnismál og stundum veitir okkur ekki af meiri auðmýkt gagnvart náttúruöflunum. Mótshaldarar stóðu því frammi fyrir þremur valkostum. Í fyrsta lagi að leika á hinum skemmdu flötum. Í öðru lagi að færa mótið á annan golfvöll og í þriðja lagi að leika færri en átján holur vallarins. Fyrsti kosturinn kom aldrei til greina, því eins og áður segir þá viljum við bjóða upp á bestu keppnisaðstæður hverju sinni. Slæmar flatir falla ekki þar undir. Annar kosturinn krafðist þess að finna hefði þurft annan golfvöll með afar skömmum fyrirvara, sem alls ekki er hlaupið að, auk þess sem kylfingar og golfklúbburinn í Eyjum hefðu orðið fyrir fjárhagstjóni vegna breytinganna. Golfklúbburinn var búinn að fjárfesta mikið í mótinu og margir keppendur búnir að kaupa sér ferðir og gistingu umrædda helgi. Þriðji kosturinn blasti því við og ákveðið var að fækka holunum. Svo því sé haldið til haga þá hefði verið hægt að leika 18 holur, þótt einungis hefðu verið notaðar 13 holur til þess - með því að leika sumar holur tvisvar sinnum. Við ákváðum hins vegar að ganga alla leið í þeim hugmyndum sem við höfðum áður rætt og tókum ákvörðun að Íslandsmótið yrði leikið á 13 holum. Það er ekkert leyndarmál að gripið var til þessa ráðs vegna ástands tiltekinna flata á vellinum og eins og áður segir þarf það ekki að vera neitt feimnismál. Þótt kringumstæðurnar hefðu mátt vera aðrar þá breytir það ekki því að hugmyndin að baki er góð. Það hefur því verið undarlegt að lesa gagnrýni þeirra sem telja hugmyndina um sveigjanlegan holufjölda góða en telja á sama tíma rangt að hrinda henni í framkvæmd vegna vallaraðstæðna. Full ástæða er til að benda á að hugmyndafræðin að baki sveigjanlegum holufjölda snýr einmitt að því að leysa vandamál sem upp geta komið. Það má reyndar segja að ákvörðun um að halda 13 holu golfmót á fullkomnum 18 holu velli sé í raun glórulaus því þá væri hugmyndinni einungis hrint í framkvæmd, hugmyndarinnar vegna. Viðbrögð kylfinga við þessari nýbreytni voru misjöfn og voru nokkrir ósáttir við hugmyndina. Það er vel skiljanlegt. Golfíþróttin hefur verið leikin með íhaldssömum hætti um langa hríð og breytingar geta verið umdeilanlegar og kallað fram sterk viðbrögð. Það er engu að síður áhugavert að horfa til þess að í sögulegu samhengi hefur 18 holu golfleikur einungis verið ríkjandi í um fjórðung af sögu golfíþróttarinnar. Golfsambandið og Golfklúbbur Vestmannaeyja gerðu sitt besta í snúinni stöðu, með skömmum fyrirvara, og ákváðu að breyta vandamáli í tækifæri. Rétt er að velja gæði umfram magn og þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir holufjöldinn ekki öllu máli. Sá kylfingur sigrar, sem best leikur. Haukur Örn Birgisson Forseti Golfsambands Íslands Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi 8 GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.