Golf á Íslandi - 01.06.2017, Page 22

Golf á Íslandi - 01.06.2017, Page 22
– minna mál með 18 holur Vinsæl vara við tíðum þvaglátum SAGAPRO 20% afsláttur í vefverslun SagaMedica fyrir kylfinga með kóðanum Golf2017 Guðmundur Ágúst er aðeins sjöundi íslenski kylfingurinn sem fær tækifæri til þess að keppa á sterkustu atvinnumótaröðinni í Evrópu. Guðmundur Ágúst tryggði sér keppnisrétt á mótinu með frábærum árangri á úrtökumóti sem fram fór á þessum sama velli. „Völlurinn var lengdur um 1000 metra og allir „pinnar“ voru aftast eða á erfiðum stöðum. Brautirnar þrengdar og þetta var allt saman mjög erfitt. Ég lærði mikið að sjá hvernig aðrir keppendur voru að skora völlinn betur en ég og hvernig þeir gerðu það,“ segir Guðmundur Ágúst en hann lék á -5 á úrtökumótinu þar sem þrír keppendur af alls 124 komust inn á Nordea Masters. „Mér fannst gaman að komast inn í hringinn og vera á æfingasvæðinu að vippa við hliðina á Henrik Stenson og slíkt. Ég hitti aðeins á hann en ræddi ekki mikið við hann, fékk eina mynd með honum og lét það nægja. Ég viðurkenni alveg að ég var aðeins stressaður á sjálfu mótinu en ég er búinn að brjóta ísinn og nú er það undir mér komið að komast í þessa aðstöðu aftur,“ sagði Guðmundur Ágúst en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi mótsins. Hann lék samtals á +11 (79-78) en sigurvegari mótsins, Renato Paratore frá Ítalíu, lék á -11 samtals á fjórum hringjum (68-72-71-70). Eins og áður segir er Guðmundur Ágúst er samkvæmt bestu heimildum aðeins sjöundi íslenski kylfingurinn sem leikur á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. Í karlaflokki hafa Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, Heiðar Davíð Bragason, GHD og Björgvin Sigurbergsson úr GK leikið á þessari mótaröð. Björgvin fékk boð um að leika á móti í Malasíu á sínum tíma og Heiðar Davíð fékk boð um að leika á Opna spænska meistaramótinu eftir sigur á sterkasta áhugamannamóti Spánar á sínum tíma. Birgir Leifur er eini karlkylfingurinn frá Íslandi sem hefur öðlast keppnisrétt á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. Þrjár íslenskar konur hafa öðlast keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Ólöf María Jónsdóttir, GK, var fyrsti íslenski kylfingurinn sem náði því. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GKG, var önnur í röðinni og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er þessa stundina með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Guðmundur Ágúst hefur keppt á nokkrum mótum í vetur á Nordic Tour mótaröðinni sem fram fer víðsvegar um Evrópu en er samstarfsverkefni golfsambanda á Norðurlöndunum. „Þetta hefur gengið svona upp og ofan en ég er bjartsýnn á framhaldið. Ég fæ tækifæri á nokkrum mótum í sumar og kem heim í Íslandsmótið. Annars er stóra málið að vera í sem bestu ástandi í haust í úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina,“ sagði Guðmundur Ágúst Kristjánsson. 22 GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.