Golf á Íslandi - 01.06.2017, Side 22
– minna mál með
18 holur
Vinsæl vara við tíðum þvaglátum
SAGAPRO
20%
afsláttur í vefverslun
SagaMedica fyrir kylfinga
með kóðanum
Golf2017
Guðmundur Ágúst er aðeins sjöundi íslenski kylfingurinn sem fær tækifæri
til þess að keppa á sterkustu atvinnumótaröðinni í Evrópu. Guðmundur
Ágúst tryggði sér keppnisrétt á mótinu með frábærum árangri á
úrtökumóti sem fram fór á þessum sama velli.
„Völlurinn var lengdur um 1000 metra
og allir „pinnar“ voru aftast eða á erfiðum
stöðum. Brautirnar þrengdar og þetta var
allt saman mjög erfitt. Ég lærði mikið að
sjá hvernig aðrir keppendur voru að skora
völlinn betur en ég og hvernig þeir gerðu
það,“ segir Guðmundur Ágúst en hann lék
á -5 á úrtökumótinu þar sem þrír keppendur
af alls 124 komust inn á Nordea Masters.
„Mér fannst gaman að komast inn í
hringinn og vera á æfingasvæðinu að vippa
við hliðina á Henrik Stenson og slíkt. Ég
hitti aðeins á hann en ræddi ekki mikið
við hann, fékk eina mynd með honum og
lét það nægja. Ég viðurkenni alveg að ég
var aðeins stressaður á sjálfu mótinu en ég
er búinn að brjóta ísinn og nú er það undir
mér komið að komast í þessa aðstöðu aftur,“
sagði Guðmundur Ágúst en hann komst
ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum
öðrum keppnisdegi mótsins.
Hann lék samtals á +11 (79-78) en
sigurvegari mótsins, Renato Paratore frá
Ítalíu, lék á -11 samtals á fjórum hringjum
(68-72-71-70).
Eins og áður segir er Guðmundur Ágúst er
samkvæmt bestu heimildum aðeins sjöundi
íslenski kylfingurinn sem leikur á mótaröð
þeirra bestu í Evrópu.
Í karlaflokki hafa Birgir Leifur Hafþórsson,
GKG, Heiðar Davíð Bragason, GHD og
Björgvin Sigurbergsson úr GK leikið á
þessari mótaröð. Björgvin fékk boð um
að leika á móti í Malasíu á sínum tíma
og Heiðar Davíð fékk boð um að leika á
Opna spænska meistaramótinu eftir sigur á
sterkasta áhugamannamóti Spánar á sínum
tíma. Birgir Leifur er eini karlkylfingurinn
frá Íslandi sem hefur öðlast keppnisrétt á
mótaröð þeirra bestu í Evrópu.
Þrjár íslenskar konur hafa öðlast
keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni.
Ólöf María Jónsdóttir, GK, var fyrsti
íslenski kylfingurinn sem náði því. Ólafía
Þórunn Kristinsdóttir, GKG, var önnur
í röðinni og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL,
er þessa stundina með keppnisrétt á LET
Evrópumótaröðinni.
Guðmundur Ágúst hefur keppt á nokkrum
mótum í vetur á Nordic Tour mótaröðinni
sem fram fer víðsvegar um Evrópu en
er samstarfsverkefni golfsambanda á
Norðurlöndunum. „Þetta hefur gengið
svona upp og ofan en ég er bjartsýnn á
framhaldið. Ég fæ tækifæri á nokkrum
mótum í sumar og kem heim í Íslandsmótið.
Annars er stóra málið að vera í sem
bestu ástandi í haust í úrtökumótinu fyrir
Evrópumótaröðina,“ sagði Guðmundur
Ágúst Kristjánsson.
22 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Golf á Íslandi