Golf á Íslandi - 01.06.2017, Page 30
Ég hitti Gylfa Þór á hóteli landsliðsins í Reykjavík tveimur dögum fyrir
stórleikinn gegn Króatíu á Laugardalsvelli í júní. Hann brosti breitt
þegar í ljós kom að viðtalið yrði aðeins um golf og það er greinilegt að
atvinnumaðurinn er mikill áhugamaður um golfíþróttina.
Gylfi Þór kynntist golfinu í gegnum föður
sinn, Sigurð Aðalsteinsson, og Ólaf Má
bróður sinn sem var í fremstu röð kylfinga á
Íslandi í mörg ár.
„Ég æfði í raun aldrei golf eins og Óli Þór,
en ég fór á einhver námskeið hjá Keili þegar
ég var yngri. Pabbi og Óli hafa í raun kennt
mér allt sem ég kann en ég ætla mér að ná
betri tökum á þessu og verða betri en þeir
báðir,“ segir Gylfi Þór en hann er ansi lipur
kylfingur og spilar á forgjöf í kringum 3-4.
„Það er alltaf mikil keppni í gangi þegar
við feðgarnir spilum golf saman. Pabbi er
í landsliði eldri kylfinga og er glerharður
keppnismaður. Óli bróðir gefur ekkert eftir
í keppninni gegn okkur en hann er án efa
bestur af okkur þremur. Pabbi æfir líklega
mest af okkur og spilar meira en við báðir
til samans. Við spilum mest höggleik og
reynum að fara 36 holur á dag þegar við
erum saman. Það er ekki margir dagar á ári
sem við fáum í slíkt enda er mikið að gera
yfir vetrartímann hjá mér í fótboltanum.
Við mætum eldsnemma á golfvellina í
ferðum okkar, hitum upp í klukkutíma fyrir
hringinn og síðan er allt lagt í keppnina.“
Golf í sól og blíðu er heillandi
Gylfi Þór velur sér golfdaga þar sem sólin
skín og veðrið er gott. Það rignir oft í
Swansea þar sem hann hefur búið frá árinu
2014 og við þær aðstæður er Gylfi ekki
mikið úti á golfvellinum. „Ég get alveg
spilað í rigningu og roki en mér finnst bara
miklu skemmtilegra að leika í sól og blíðu.
Um leið og sólin fer að skína þá fer ég í
golfgírinn. Golfið reynir gríðarlega mikið
á hugann og einbeitinguna. Ég get alveg
verið pirraður á golfvellinum ef hlutirnir eru
ekki að ganga upp. Ég vil slá rétt og koma
boltanum þangað sem hann á að fara, ef það
er ekki í lagi þá get ég alveg átt það til að
pirra mig á því.“
Stutta spilið er styrkleiki
Gylfa Þórs
Það er ljóst að Gylfi Þór hefur engan
áhuga á því að vera í meðalmennskunni
þegar kemur að íþróttum. „Ég á enn mörg
ár eftir í fótboltanum en þegar ég hætti í
atvinnumennskunni þá fer ég að æfa golfið
af miklum krafti. Ég finn á hverju sumri
að ég næ betri og betri tökum á golfinu
og mig langar að gera meira í framtíðinni.
SKJÁBOÐI
Einföld öryggislausn fyrir vinnustaði
Kynntu þér Skjáboðann og aðrar öryggislausnir fyrir þitt fyrirtæki
securitas.is securitas@securitas.is S: 580-7000
ÖRYGGI Í
EINUM SMELLI
Skjáboðinn er nýr hugbúnaður frá
Securitas sem gerir þér kleift að kalla
eftir aðstoð samstarfsfélaga og
senda boð til stjórnstöðvar Securitas
með einum smelli
Ég æfði í raun
aldrei golf eins
og Óli Þór, en ég fór á
einhver námskeið hjá
Keili þegar ég var yngri.
Pabbi og Óli hafa í raun
kennt mér allt sem ég
kann en ég ætla mér að
ná betri tökum á þessu og
verða betri en þeir báðir
30 GOLF.IS - Golf á Íslandi
„Ætla að verða betri en Óli bróðir“