Golf á Íslandi - 01.06.2017, Qupperneq 32
* Til að DHA skili jákvæðum áhrifum þarf að neyta 250 mg á dag.
OMEGA-3 FYRIR
SJÓN OG AUGU
Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi sem er
einkum ætlað að viðhalda eðlilegri sjón.
Fæst í öllum helstu apótekum landsins.
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
LEYNIVOPN.IS
Omega-3 augu inniheldur lútein, zeaxanþín og bláberjaþykkni.
Ásamt omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og ríblóflavíni (B2 vítamín)
sem stuðla að viðhaldi eðlilegrar sjónar.
FY
RI
R
SJÓ
NOGAUGU
NÝTT
NÝJUNG FRÁ
LÝ
SI
Styrkleiki minn eru högg sem eru 120
metrar og nær. Ég vippa vel inn á flatirnar
og púttin eru oftast góð. Veikleikinn hjá
mér eru upphafshöggin með drævernum, en
ég er alltaf að reyna að laga það,“ segir Gylfi
Þór en hann slær um 230-240 metra á flugi
í upphafshöggunum.
Lék með Adam Scott og Gareth
Bale á Bahamaeyjum
Gylfi Þór fylgist mikið með golfi í sjónvarpi
og þá sérstaklega þegar risamótin fara fram.
„Konan er ekki alltaf ánægð með mig þegar
ég skipti yfir á golfið síðdegis á sunnudegi.
Þetta er fínt sjónvarpsefni á góðum tíma
dagsins. Minn maður í golfinu er Ástralinn
Adam Scott. Ég fékk að spila með honum á
Bahamaeyjum á sínum tíma þegar ég var í
Tottenham. Þar spilað ég með Gareth Bale
og Scott á svæði sem eigandi Tottenham
á. Ég var aðeins stressaður að spila með
svona góðum leikmanni en hann var
rosalega rólegur og yfirvegaður. Þetta var
frábær dagur með Scott. Sveiflan hans er
ótrúlega falleg, alltaf sama tempóið og engin
átök. Hann hafði sigrað á Masters-mótinu
skömmu áður en við hittum hann og í
klúbbhúsinu eftir hringinn var verið að sýna
pútt á lokaholunni á Masters þegar hann
var að tryggja sigurinn. Það var skrýtið að
sitja með honum og horfa á þetta móment á
þessum stað. Ég var með stjörnur í augunum
og fannst þetta magnað.“
Púttkeppni á hótelgöngum í
landsliðsferðum
Það eru töluvert margir í landsliði
Íslands sem leika golf reglulega. Má þar
nefna Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg
Guðmundsson, Kolbein Sigþórsson og
Ögmund Kristinsson. Sá síðastnefndi
er bróðir landsliðskonunnar efnilegu
Ragnhildar Kristinsdóttur úr GR.
„Við reynum að spila saman í landsliðs
ferðunum ef það gefst tími í það. Á EM
í Frakklandi í fyrra var einn frídagur sem
nokkrir nýttu í golf en ég gerði það ekki,
ákvað að hvíla mig. Við erum alltaf með
pútterinn með okkur í ferðunum erlendis
og við útbúum golfbrautir á hótelgöngunum.
Þá er púttað yfir alls konar gólfefni, flísar,
parket og teppi. Það eru heilmikil læti þegar
slíkt er í gangi og margir sem hafa sigrað á
slíkum mótum.“
Margir vellir í uppáhaldi
Hvaleyrarvöllur og Urriðavöllur eru í
uppáhaldi hjá Gylfa Þór hér á landi og
einnig Vestmanneyjavöllur.
„Ég hef alltaf haft gaman af fyrri níu
holunum í Hvaleyrinni í hrauninu.
Sjöunda brautin sem er par 5 hola er
skemmtileg, kannski ekki sú erfiðasta, en
það er hægt að ná góðu skori á henni. Mér
finnst Urriðavöllur skemmtilegur og þar eru
nokkrar holur mjög áhugaverðar, sérstaklega
sú 17. sem býður upp á marga möguleika.
Mér finnst líka mjög gaman og sérstakt að
leika í Vestmannaeyjum. Það er einstakt og
útsýnið af vellinum þar er frábært.“
Gylfi Þór hefur leikið á mörgum golfvöllum
erlendis og TPC Sawgrass völlurinn í
Bandaríkjunum er einn af þeim. „Ég hef
leikið þrisvar sinnum á þessum velli þar sem
Players meistaramótið fer fram árlega. Að
standa á 16. flötinni og horfa yfir á eyjuna
á þeirri 17. er magnað. Áhorfendastúkurnar
voru enn uppi þegar ég lék þar síðast og mér
fannst það gaman. Flatirnar voru reyndar
rosalega harðar og hraðar, og boltinn
skoppaði út af 17. flötinni þegar ég sló með
fleygjárninu. Þær voru aðeins of hraðar fyrir
minn smekk en líklega eru þær svona þegar
Players-mótið fer fram. Ég hef einnig spilað
á Belfry, Royal Porthcawl í Wales þar sem
Opna breska fyrir eldri kylfinga hefur farið
fram, Stoke Park, The Grove og Celtic
Manor. Allt frábærir vellir en ég á eftir að
heimsækja enn fleiri velli í framtíðinni.“
Nákvæmni betri en lengd
Landsliðsmaðurinn í fótbolta er ekki mikill
græjukall þegar kemur að golfkylfum og
öðru slíku.
„Ég var eitthvað að spá í að fá mér nýjan
dræver og lengja mig aðeins. Ég fór í
mælingu en endaði á því að halda mig við
gamla Titleist dræverinn minn. Ég slæ um
230-240 metra á góðum degi en ég vil frekar
vera nákvæmur og hitta brautina í stað þess
að slá aðeins lengra og í kargann. Ég held
mig við það sem virkar fyrir mig.“
Í liði Swansea eru nokkrir góðir kylfingar
og segir Gylfi Þór að það séu ávallt 4-5
leikmenn í hverju liði sem hafi mikinn
áhuga á golfi. „Þetta var svipað hjá
Tottenham þegar ég var þar. Hjá Swansea
erum við 4-5 sem spilum reglulega. Sænski
markvörðurinn Kristoffer Nordfeldt er með
svipaða forgjöf og ég.“
Gylfi Þór var kjörinn íþróttamaður ársins
2016 í annað sinn á ferlinum. Hann fylgist
vel með árangri íslenskra kylfinga og er
sannfærður um að fleiri atvinnukylfingar
frá Íslandi eigi eftir að láta að sér kveða í
framtíðinni. „Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
hefur rutt brautina að undanförnu og gefið
tóninn fyrir aðra. Það er mikilvægt fyrir
yngri kylfinga að sjá að það er hægt að
ná alla leið þótt þú komir frá Íslandi. Það
er nóg af efnilegum kylfingum á Íslandi
sem eiga eftir að fara sömu leið og Ólafía
Þórunn,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
2UNDR herranær buxurnar hafa fengið ótrúlega góðar viðtökur um
allan heim meðal íþrótta manna og þar með talið kylfinga.
Einstaklega þægilegar nærbuxur sem gerðar eru úr hágæða efnum með góðri öndun.
Það eru tvær línur í gangi hjá okkur, Swing Shift og
Gear Shift.
Swing Shift eru hannaðar fyrir golf og til daglegra nota.
Verð 3.400 kr.
Gear Shift henta betur fyrir þá sem stunda „líkamlegri”
íþróttir eins og hlaup, hjólreiðar, fótbolta, handbolta,
körfubolta, fjallgöngur, crossfit og ýmsa líkamsrækt.
Verð 3.900 kr.
BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ Í GOLFI
Joey Pouch er aðalsmerki 2UNDR. Mjúkur og
þægilegur „kengúrupoki” innan á nærbuxunum
sem verðmætin eru sett í. Pokinn heldur utan um
verðmætin og kemur í veg fyrir „skinn við skinn”
núning. Non-Drip-Tip er einstakt rakastjórnunar
lag sem gefur mjúka og kælandi tilfinningu.
32 GOLF.IS - Golf á Íslandi
„Ætla að verða betri en Óli bróðir“