Golf á Íslandi - 01.06.2017, Síða 44
„Þolinmæði í skemmtilegum vindi alla daga
er það sem lýsir þessu móti hjá mér best,“
sagði Berglind en hún ætlar sér stóra hluti í
sumar og haust.
Sigurinn hjá Berglindi var nokkuð öruggur
en Ragnhildur Kristinsdóttir náði aldrei að
setja almennilega pressu á liðsfélaga sinn úr
GR á lokahringnum. Ragnhildur var meidd
á hné í þessu móti og fór ekkert á milli mála
að það háði leik hennar mikið.
„Þetta var nokkuð stöðugt hjá mér og ég
bætti sláttinn jafnt og þétt allt mótið. Ég
er búin að keppa á þremur mótum til þessa
og markmiðið er að keppa eins mikið og
hægt er í sumar. Í haust ætla ég að fara á
úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina. Ég hef
æft vel og mikið í vetur, og í sumar ætla ég
að bæta enn frekar við keppnisreynsluna
með því að keppa eins mikið og hægt er,“
segir Berglind.
Sigurinn á Egils Gull mótinu er sá fimmti
á Eimskipsmótaröðinni hjá Berglindi. Hún
hefur tvívegis sigrað á Hólmsvelli í Leiru
en hún fagnaði sigri á Íslandsmótinu í
holukeppni, KPMG bikarnum, í fyrra.
Verðlaunahafar í
kvennaflokki á Egils
Gullmótinu:
1. Berglind Björnsdóttir, GR
(77-71-74) 222 högg (+6)
2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR
(71-78-76) 225 högg (+9)
3. Saga Traustadóttir, GR
(77 -78-75) 230 högg (+14)
Berglind Björns
dóttir úr GR horfir
hér á eftir upphafs
höggi á 7. teig á
Hólmsvelli í Leiru.
Mynd/seth@golf.is
Berglind sterk í Leirunni
– GR-ingurinn stefnir á úrtökumót fyrir
Evrópumótaröðina í haust
Berglind Björnsdóttir úr GR sigraði í kvennaflokki á Egils Gull mótinu á
Eimskipsmótaröðinni. Berglind lék lokahringinn á 74 höggum eða +2 við
nokkuð krefjandi aðstæður en töluverður vindur var á Hólmsvelli í Leiru á
lokadegi mótsins. Berglind lék hringina þrjá á +6 samtals og var hún þremur
höggum betri en Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sem er stigameistari
Eimskipsmótaraðarinnar 2016.
Ragnhildur Kristinsdóttir horfir
hér á eftir upphafshöggi á 1. teig
á Hólmsvelli í Leiru.
Mynd/seth@golf.is
Menning Svíþjóðar og samfélagsleg vitund hefur mótað gjörðir okkar frá stofnun Volvo árið 1927. Frá upphafi hefur megináhersla verið lögð á fólk sem hefur leitt af sér einstakar öryggisuppfinningar
og áhrifaríkar umhverfisáherslur. Uppfinningar okkar hafa sett Volvo bíla fremsta í öryggi og leitt til lágmarksáhrifa á umhverfið. Við höfum nú sett okkur enn eitt krefjandi markmiðið. Frá árinu 2020
muni enginn slasast alvarlega eða láta lífið í nýjum Volvo. Vertu í fararbroddi og veldu öryggi í fremstu röð og bíl þar sem allt hefur verið gert til að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið.
INNOVATION MADE BY SWEDEN
Brimborg Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6 • Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5 • Sími 515 7050 volvocars.is
Keyrðu burt frá erli dagsins.
Láttu íslenska náttúru endurnæra þig, fylla þig orku.
Á Volvo V90 Cross Country AWD kemstu þangað sem þig langar.
Þú færð tímamóta Volvo öryggi, afl og snjalltækni
í Volvo V90 Cross Country AWD.
Endurnærðu þig, stingdu af á vit ævintýranna.
SKOÐAÐU VOLVOCARS.IS
volvo v90 cross country awd
Volvo V90 CC 210x297 Frjals verslun_20170313_END.indd 1 13/03/2017 11:20
44 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Eimskipsmótaröðin