Golf á Íslandi - 01.06.2017, Side 104
– Jóhannes Guðmundsson sýndi styrk sinn í lok síðasta keppnistímabils
Fyrsti sigurinn
eftirminnilegastur Hraðaspurningar
Jóhannes Guðmundsson náði flottum árangri á síðasta tímabili og sigraði
í fyrsta sinn á ferlinum á Íslandsbankamótaröð unglinga á Hvaleyrarvelli
í Hafnarfirði. Hann varð einnig í þriðja sæti á Honda Classic mótinu á
Eimskipsmótaröðinni á Garðavelli á Akranesi í september. Það er í fyrsta
sinn sem GR-ingurinn nær á verðlaunapall á mótaröð þeirra bestu. Móðir
Jóhannesar skráði hann á golfnámskeið í Mosfellsbæ þegar hann var barn.
Maturinn á námskeiðinu heillaði Jóhannes svo mikið að hann ákvað að
halda áfram að æfa golf.
Hvað er skemmtilegast við golfið?
„Það
sem mér finnst skemmtilegast við
golfið er að keppa.“
Framtíðardraumarnir í golfinu?„
Eiga
árangursríkan feril á PGA-móta
röðinni.“
Hver er styrkleiki þinn í golfi?
„Stutta spilið.“
Hvað þarftu að laga í þínum leik?
„
Síðasta sumar tapaði ég mörgum
höggum í stuttu púttunum. Núna er ég
kominn með pútter sem hentar minni
stroku betur og búinn að vera að vinna
mikið í púttunum.“
Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur
gerst hjá þér í golfi? „
Fyrsti sigurinn
minn á Íslandsbankamótaröðinni.
Hvert er vandræðalegasta atvikið
á golfvellinum hjá þér?
„Síðasta
sumar var ég að keppa á móti á
Íslandsbankamótaröðinni sem var
haldið á Hvaleyrarvelli hjá Keili.
Á öðrum hringnum var rigning og
völlurinn orðinn frekar blautur eftir
fyrsta daginn. Vegna aðstæðna mátti
lyfta og hreinsa boltann á brautunum.
Þegar ég var að spila 15. holuna var ég
kominn að boltanum aðeins á undan
meðspilurunum mínum svo ég ákvað
að nýta tímann í að hreinsa boltann
minn. Eftir að boltinn var kominn á
sinn stað á brautinni fór ég að horfa á
högg hjá einum af strákunum og studdi
mig við kylfuna. Á meðan ég horfði á
eftir boltanum rann kylfan á blautri
brautinni, ég rakst í boltann minn og
datt. Þetta atvik kostaði mig högg og
næstum því sigurinn í mótinu.“
Draumaráshópurinn?
„Bill Murray, Rory
McIlroy og Henrik Stenson.“
Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers
vegna?
„Ég spilaði Bay Hill síðustu
jól sem var frábær upplifun. Bay
Hill er í uppáhaldi vegna þess hve
skemmtilegur völlur er. Þegar ég
spilaði þar var ég með skemmtilegan
kylfusvein og í frábærum félagsskap.
Eftirminnilegasta atvikið kom upp
þegar einn meðspilari frá Kanada átti
misheppnað högg og sagði: „Just like
my son in law, not what I wished for but
it´ll have to do.“
Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi
hjá þér og hvers vegna?
„Mínar
uppáhaldsgolfholur eru 16. á Bay Hill, 18.
á Crooked Cat og 15. á Grafarholtsvelli.“
Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan
golf?
„Ég stunda mikið líkamsrækt og
hef gaman af því.“
Í hvaða skóla og bekk ertu?
„Ég er í
Verzlunarskóla Íslands á þriðja ári.“
Jóhannes lenti í töluverðum vand
ræðum við 18. flötina á Akranesi á
Honda Classic í fyrra, þar sem hann var
frekar pirraður. Hann lýsir því þannig:
„Ég var búinn að spila ágætt golf á
mótinu og var +6 fyrir lokahringinn. Ég
var á parinu fyrir síðustu þrjár holurnar
og fékk svo fugl á 16. og 17. braut. Þegar
ég kom upp á 18. teig vissi ég að holan
væri hægra megin á flötinni og við
glompu. Ég sá fyrir mér þriðja fuglinn í
röð og leið vel með kylfuna sem ég valdi.
Þegar ég sló í boltann vissi ég um leið að
annað hvort yrði ég stuttur á glompuna
eða alveg upp við bakkann. Því miður
endaði boltinn við bakkann og gerði
það að verkum að ég átti mjög krefjandi
högg eftir til þess að koma boltanum
upp úr glompunni. Í fyrstu tilraun tókst
það ekki en það tókst í þeirri seinni,
sem betur fer. Eftir annað höggið úr
glompunni átti ég eftir rétt innan við
tveggja metra pútt, sem ég missti. Í stað
þess að fá fugl eins og ég ætlaði mér
fékk ég skramba og hélt ég væri búinn
að kasta frá mér verðlaunasæti með því
að reyna við holuna.“
Staðreyndir:
Nafn: Jóhannes Guðmundsson.
Aldur: 18 ára.
Forgjöf: 1,1.
Uppáhaldsmatur: Hreindýrakjöt.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn.
Uppáhaldskylfa: Nýi pútterinn,
Bettinardi BB1
.
Ég hlusta á: Hlusta mikið á rokk,
rapp og R&B
.
Besta skor í golfi: 66 högg í
Grindavík.
Besta vefsíðan: kylfingur.is
.
Besta blaðið: Golf á Íslandi
.
Hvað óttast þú mest í golfinu: Það er
ekkert sem ég óttast, en mér líkar
illa við fimm feta pútt fyrir pari.
Dræver: Titleist 913 D2.
Brautartré: Titleist 915
.
Blendingur: Er ekki með blending,
er með Titleist Utility 3-járn
.
Járn: Titleist AP2.
Fleygjárn: SM6 Vokey Wedge.
Pútter: Bettinardi BB1
.
Hanski: Callaway
.
Skór: Ecco Tour Hybrid
.
Golfpoki: Titleist Staff Stand Bag.
Kerra: Clicgear.
16 bitar
4499
krónur
SJÁUMST Á
BJÓÐIÐ
VEISLUPLATTANN
VELKOMINN
Pantið á
veisla@subway.is
eða á þeim stað sem
hentar að sækja.
Nánari upplýsingar eru á
subway.is/veisla.
104 GOLF.IS