Golf á Íslandi - 01.06.2017, Page 152
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
8
03
94
0
6/
16
Aðild að Icelandair Golfers er innifalin fyrir korthafa
Premium Icelandair American Express®
+ Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is
Golfsettið er alltaf innifalið
Björgvin Þorsteinsson úr Golfklúbbi Vestmannaeyja
hefur oftast íslenskra kylfinga farið holu í höggi eða
tíu sinnum alls. Hann fór m.a. holu í höggi tvo daga
í röð á 75 ára afmælisári Golfklúbbs Akureyrar sem
Björgvin er einnig félagi í.
Sexfaldi Íslandsmeistarinn fór holu í höggi
á 11. holu sem var þá níunda draumahögg
hans á ferlinum og hann bætti því tíunda
við daginn eftir á 6. holu Jaðarsvallar sem í
dag er 8. braut vallarins.
Dr. Halldór Hansen var fyrstur til að fara
holu í höggi í golfinu hér á landi svo vitað
sé, árið 1939. Fyrsta konan til að vinna það
afrek var Ólöf Geirsdóttir. Það gerði hún
á Grafarholtsvellinum þann 7. júní 1966.
Afrekið vann hún á holu sem þá var númer
11, á svipuðum stað og 17. brautin er nú
staðsett. Ólöf lét ekki staðar numið þar.
Hún bætti þremur holum í safnið sitt síðar
meir
Margir hafa unnið það afrek að hafa farið
tvisvar holu í höggi á sama leikárinu
en enginn hefur náð því þrisvar. Einn
Íslendingur hefur þó náð því að komast á
spjöld sögunnar og um leið á spjöldin hjá
St. Andrews en þar er haldið utan um margt
merkilegt sem gerst hefur á golfvöllum
víða um heim í gegnum ár og aldir. Ólafur
Skúlason GR, oftast kenndur við Laxalón
sem er við Grafarholtsvöllinn, vann það
afrek að fara tvisvar sinnum holu í höggi
á sama golfhringnum. Það gerði hann á
Grafarholtsvelli árið 1971 og var önnur
holan, sem hann vann afrekið á, par-4.
Hverjar eru líkurnar á holu í höggi?
Mörg merkileg skorkort hafa komið inn
til staðfestingu á holu í höggi. Eitt það
merkilegasta, a.m.k. hvað tölur varðar,
kom af gamla golfvellinum á Akureyri um
1960. Tölurnar sem þar voru litu svona út:
9 – 9 – 8 – 9 – 1 –12. Líkurnar samkvæmt
tölvuútreikningi á að fara holu í höggi á 18
holu hring eru 1 á móti 11.000.
Sló draumahöggið tvo daga í röð
– Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari,
hefur tíu sinnum farið holu í höggi
Þær holur sem Björgvin
hefur farið holu í höggi eru:
6. hola á Jaðarsvelli (tvisvar)
11. hola á Jaðarsvelli
18. hola á Jaðarsvelli
2. hola á Grafarholtsvelli (tvisvar)
9. hola á Korpúlfsstaðavelli
4. hola á Höfn í Hornafirði
13. hola á Esbjerg-velli í Danmörku
13. hola á Monticello-velli á Ítalíu.
152 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Golf á Íslandi