Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Síða 8
Sú grafhvelfing, sem talin er hafa verið gröf Krists.
Næsta dag heimsóttum við marga staði innan
múranna. Við komum að Betesdalaug (Jóh. 5, 2.),
sem nú er aðeins uppþornuð gjá, og gengum inn í
Húðstrýkingarkirkjuna, sem reist er á þeim stað, sem
Jesús var húðstrýktur. Gegnt henni stendur Sak-
fellingarkirkjan, þar sem dómurinn var felldur. Inni
í þessum látlausu kirkjum áttum við hljóðar helgi-
stundir, sem seint munu gleymast. Á leið okkar um
Via Dolorosa, þennan dag, staðnæmdumst við á
ýmsum stöðum, sem tengdir eru frásögnum Biblí-
unnar eða helgisögnum. Við stönzuðum við hornið,
sem kennt er við Símon frá Kyrene, þar sem Jesús
hné niður undir krossinum, og hann var lagður á
herðar Símonar. Við litum inn um dyrnar á húsi
Veróniku, sem sagan segir, að hafi komið með dúk
og þerrað sveitt og blóðugt andlit Jesú, en mynd þess
hafi síðan greypzt óafmáanlega í dúkinn. Okkur var
sagt, hvar Jesús hefði mælt orðin: „Grátið ekki yfir
mér, en grátið yfir sjálfum yður og bömum yð-
ar“. Við sáum Ecco-homo-bogann, og þannig mætti
lengi telja. Síðast var staðnæmzt í kirkjunni, þar sem
katólskir menn telja, að Golgata hafi verið. Það var
þögull hópur, sem inni í þeirri kirkju hlýddi á sr.
Frank lesa frásögnina um andlát Jesú, og við fund-
um eflaust öll, að þama inni áttum við heilaga stund.
Aftur á móti varð ég fyrir miklum vonbrigðum,
er við komum að gröfinni. Þar vora smyrsl og reyk-
elsi til sölu og engin helgi yfir staðnum. Ég reyndi
að hugga mig við, að þetta stafaði af því, að allt væri
svo miklu öðruvísi en ég hafði hugsað mér. Ég hélt,
að Golgata væri utan borgarmúranna, enn ósnortin
af manna höndum, og þá einnig gröfin.
8 Kristilegt skólablaS
Ég á því bágt með að lýsa tilfinningum mínum
er við síðar um daginn fórum til þess staðar, sem
brezki sagnfræðingurinn Gordon telur hina réttu
gröf Krists. Við gengum dáiítinn spöl út fyrir múr-
ana og inn í Grafargarðinn, sem Englendingar kalla
svo. Þar ríkti slíkur friður, að í hjarta mínu var
ég strax fullviss um, að hér hefðu atburðimir gerzt.
Við fengum að koma inn í gröf, sem höggvin var
út í klett. Til hliðar við garðinn var hæð, þar sem
jarðlögin sýndu greinilega hauskúpumynd. Þetta hlaut
að vera hinn rétti Hauskúpustaður, utan við borg-
armúrana. Og þarna var gröfin, hin opna, tóma
gröf. Var nokkuð undarlegt, þó að við hæfum söng-
inn: „Hann Hfir, hann lifir, hann lifir enn í dag,“
og hin brezka gæzlukona tæki undir með okkur?
Þessi tóma gröf talaði sínu sterka máli, flutti hinn
óumræðilega fagnaðarboðskap þeim, sem trúa á upp-
risu Drottins, hverrar þjóðar, sem þeir em og hvaða
tungumál, sem þeir tala.
Næsta dag ókum við til Olíufjallsins, yfir
Kedrondalinn. Frá Olíufjallinu blasir Moríafjall og
Zíonsfjall við augum. Reyndar sýndist okkur Islend-
ingunum þetta ekki vera fjöll, heldur hæðir, en það
skipti minnstu máli. Á Olíufjallinu er spor í klett-
inn: Það er talið síðasta fótspor Jesú á þessari jörð
fyrir himnaförina. Ég hafði fyrir löngu heyrt um
spor þetta talað, svo að það snerti mig ekki mikið,
þó að ég liti það eigin augum. Aftur á móti varð
frásögn LúkasarguðspjaUs lifandi fyrir hugskotssjón-
um mínum: „Og meðan hann var að blessa þá,
skildist hann frá þeim og varð upp numinn til him-
ins.“ (Lúk. 24, 51.). Ég fann svo greinilega á
þessum stað og stund „þann kærleik, sem ennþá þann
boðskap mér ber, að blessandi hendur hans séu yfir
/ (C
mer.
I hlíðum Olíufjallsins, þar sem Jesús kenndi
lærisveinum sínum að biðja, staðnæmdumst við. Þar
stendur kirkja, þar sem bænin „Faðir vor“ er rituð
á tungumálum hinna kristnu þjóða, nema ekki á
íslenzku, því miður.
Síðan lá leiðin niður í Getsemane. Getsemane er
sá staður, sem mér þykir einna vænzt um. Þar var
ákvörðun Jesú tekin og baráttan háð af honum ein-
um, sem átti að bera synd alls heimsins. í kirkju
þeirri, sem ýmsar þjóðir í félagi hafa reist þama í
garðinum og nefnist því „Allra þjóða kirkjan,“ átt-
um við hljóða helgistund. Utan um klettinn, þar sem
Jesús háði hina ströngu baráttu sína, hafa verið
reistar altarisgrindur. Við þær grádur kraup hópur-