Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Qupperneq 10
Fannstu gæfuna í Kristi?
MARGRÉT M'O'LLER,
Verzlunarskóla íslands:
FANNSTU gæfuna í Kristi? Þetta er alvarleg spurn-
ing, sem allir trúaðir menn svara hiklaust játandi. En
hver er þessi gæfa? Jú, það er mikil gæfa að fá náð
til að þekkja Guð og vilja
hans, koma til hans með all-
ar sínar syndir og öðlast fyr-
irgefningu þeirra.
Hann auðsýndi okkur
mönnunum svo mikinn kær-
leika að hann sendi sinn ein-
getinn son, Jesúm Krist, til
jarðarinnar, til að vera frið-
þæging fyrir syndir vorar og
til þess að við mættum eign-
ast trú á hann og hljóta
eilíft líf að lokum. Hann dó á krossi fyrir mig og fyrir
þig. Blóð hans rann á Golgata vegna synda okkar,
sem við höfðum til unnið. Þess vegna verðum við að
koma fram fyrir hann með allar okkar syndir og
draga ekkert undan, því að þá er hann trúr og rétt-
látur. Því að Drottinn er góður, miskunn hans varir
að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns(Sálm. 100,
5).
Ég heyrði kall Drottins fyrst, þegar ég fór að
sækja fundi í K.S.S., en ég vildi ekki hlýða því.
Mér fannst gott að mega koma til hans með allar
mínar áhyggjur, þegar eitthvað bjátaði á, eða eitthvað
gekk illa. En svo laukst það upp fyrir mér, að Jesús
vill enga hálfvelgju. A einum stað í ritningunni
stendur: „Því er það, af því að þú ert hálfvolgur,
og ert hvorki heitur né kaldur mun ég skyrpa þér
út af munni mínum.“ Þá var það að ég gafst upp
fyrir honum og gafst honum á vald. „Komið til mín
10 Kristilegt skólablað
allir þér, sem erfiðið og þunga eru hlaðnir, og ég mun
veita yður hvíld.“ Ég kom til hans eins og ég var,
og hann tók við mér. Jesús Kristur gefur okkur
mönnunum náð til þess að velja á milli sín og glöt-
unarinnar. 1 hans orði stendur, að hver, sem komi
til hans, muni hann alls ekki burtu reka. Hann leyf-
ir okkur að velja hvort við viljum ganga í ljósinu
eða í hinu eilífa myrkri. Með því að lesa Biblíuna
fáum við andlega næringu og lærum að þekkja
hann og vilja hans, sem er okkur fyrir beztu. Jesús
Kristur er vegurinn, sem liggur til lífsins, hjá hon-
um færð þú allt, sem þú þarfnast. Er hann knýr á
hjartadyr þínar, skalt þú svara honum með því að
koma til hans og gefast honum á vald, því að þú
munt aldrei sjá eftir því. Jesús Kristur er grund-
völlur, sem gott er að byggja líf sitt á. Hann er það
bjarg, sem bifast ekki þó á reyni. Gefi hann þér náð
til að velja veginn rétta.
GUÐMUNDUR INGI LEIFSSON,
Kennaraskóla íslands:
ÞESSARI SPURNINGU get ég ekki svarað nema á
einn veg, játandi, og ég gæti bætt við, já svo sann-
arlega.
Ég leitaði gæfu eins og
allir unglingar, sem eru að
halda út í lífið, allir vilja
verða gæfusamir menn. Og
nú hefur þessi leit mín borið
árangur, ég hef fundið gæfu,
sanna lífshamingju. Og
vegna þess, að ég hef orðið
þessarar gæfu aðnjótandi,
langar mig til þess að benda
þér á, hvar hana er að
finna.