Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Side 11
Ég leitaði fyrst, þar sem flestir byrja að leita, á
dans- og skemmtistöðum. En ég þekkti vilja Guðs með
mig, og rödd hans hljómaði sífellt í eyrum mér á
þessa leið:
Gœfan, sem leitar þú ákaft að,
andartak stendur við.
Krossinn fær opnað þér í þess stað
eilífa gleði og frið.
Já, gæfan, sem ég leitaði að á þessum stöðum, stóð
aðeins andartak við. En svo fékk ég að reyna það,
að við kross Krists var hina einu sönnu gæfu að finna,
þar hafði hann dáið fyrir mínar syndir, og því gat ég
eignazt frið. Guð sagði: „Eg þekki þær fyrirætlanir,
sem ég hefi í hyggju með yður, fyrirætlanir til heilla,
en ekki til óhamingju“.
Þetta vil ég leyfa mér að benda einnig þér á, vegna
þess að ég veit af eigin reynslu, að sanna gæfu er ekki
annars staðar að finna. Hann hefur einnig fyrirætlanir
í hyggju með þig, fyrirætlanir til heilla, en ekki til ó-
hamingju. Hann vill, að þú verðir aðnjótandi sannrar
gæfu, gæfu, sem hann hefir fyrirbúið þér með kross-
dauða sínum, og hún er eilíft líf með Honum.
Að lokum vil ég svo benda þér á söng, sem séra
Friðrik hefur þýtt, þar sem talað er um leitina að
gæfunni:
Ei gæfu þú finnur, þótt dansirðu dátt
við dillandi slátt;
hún flýr þig, — en gœlir og glitrar,
þú grípur, en rasar og titrar.
Þú finnur í eymd þinni, að allt
er valt.
Þú gœfuna finnur, ef krýpurðu á kné
við krossins tré;
hún gripur þig fallinn, sem grœtur
og grátinn þig reisir á fœtur.
Þá nemur þú lofsöngsins lag
þann dag.
„Neniið staðar við vegina og litist um, og spyrjið um
gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo
að þér finníð sálum yðar hvíld.“ — Jer. 6,16
MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR,
Kennaraskóla íslands:
KÆRI LESANDI, þessari spurningu get ég með
fögnuði í hjarta svarað játandi.
Þá gæfu, sem varir, fann ég, fyrst þegar ég mætti
Jesú Kristi og tók við hon-
um sem lausnara mínum,
persónulegum endurlausn-
ara.
Því hver getur orðið meiri
gæfu aðnjótandi en þeirri að
vita að Guð elskaði okkur
svo mikið að hann gat látið
einkason sinn líða kvöl og
dauða á krossi, til þess að
við, þú lesandi minn og
ég, gætum öðlazt eilíft líf.
Hann var ekki einungis viljugur að deyja fyrir okkur,
heldur var hann, sem var heilagur, gerður að synd-
okkar vegna.
Hvernig tökum við svo þessu boði, sem hann býð-
ur okkur, að öðlast eilíft líf? Segjum við já við kalli
hans og fylgjum honum eða snúum við við honum
bakinu og þá um leið við gæfunni? Eða erum við
hlutlaus, það finnst þér kannski vera það bezta. Þá
segirðu ef til vill sem svo: Ég læt þetta bara alveg
afskiptalaust, mér kemur þetta ekkert við.
En það er bara ekki rétt, einmitt þér kemur þetta
við. Biblían segir, að enginn geti þjónað tveimur
herrum, annað hvort erum við á móti honum eða
með honum. Lesandi minn hvorum megin stendur þú?
í Matt. 6. 33. stendur: „En leitið fyrst ríkis
hans og réttlætis og þá mun allt þetta veitast yður
að auki“.
Það er einmitt þetta, sem ég hef fengið að reyna.
Áður fyrr vildi ég stjórna lífi mínu sjálf, og mér
fannst ég vel geta það, en ég fann engan tilgang með
lífinu, ég hafði ekkert takmark að steína aö. En
þegar ég tók þessi orð í Matt. 6. 33. til mín, öðlað-
ist líf mitt tilgang.
Á hverjum degi get ég komið til hans með allt, sem
mér liggur á hjarta, bæði í gleði og sorg, og ég veit
að hann leysir úr öllum mínum málefnum eins og
mér er fyrir beztu.
Einnig þrengingar eru mér til góðs, því að ég veit
að Drottinn leggur ekki meira á mig en það, sem
(Framh. á bls. 33).
Kristilegt skólablað 11