Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Qupperneq 13
aði hann sig í einkennisbúningi,
sem að vísu var svo slitinn, að
hann var öllu líkari betlara heldur
en bardagamanni. — Þessum
stjúpföður Mei-li bauð kristnboð-
inn kvöld nokkurt heim til sín.
Hann langaði gjarnan til að vita
meira um Mei-li. Ég hugsa, að
það sé ekki auðvelt að heyra
skringilegri samrœður en þœr, sem
þá fóru fram. Það eru kristniboð-
inn og stjúpfaðir Mei-li, sem tala
nú saman:
„Er Alci-li dóttir þín?“ „Já.“
„En af hverju er hún þá svona
vestrœn í útliti?“ — „Jú, móðir
hennar er útlendingur“. „Hvað-
an er móðir Mei-li?“ „Ég kvæntist
franskri nunnu í Changhua.“
„Það kæmi ekki fyrir, án þess að
við fréttum af því. Ég veit um
enga hvíta nunnu í Chnghua,
sem hefur gifzt Kínverja“. „Ó
nei! Þetta er vitleysa. Það var
ensk kona.“ „Nei, það stenzt ekki.
Við kristniboðarnir mundum líka
frétta af því“. „Minni mitt er mjög
lélegt í dag. En, þegar ég hugsa
mig vel um, þá man ég, að í Hong-
Kong kvœntist ég rússnesk-banda-
rískri konu, og hún er móðir Mei-
li“ „Það er heldur ekki rétt, því í
Hong-Kong höfum við kristni-
boðsstöðvar, og við fréttum alltaf,
þegar hvít kona giftist útlending“.
„Já, en ég segi þó sannleikann“.
„Hvernig stendur þá á þvi, að þú
átt son, sem er iafngamall Mei-
li?“ „Hann átti ég með fyrstu konu
minni.“ „Eftir ártölunum að
dæma, hlýtur þú að hafa átt þrjár
konur í einu, því að svo er for-
móska konan“. „Já, en áílt, sem ég
hef sagt er satt. Líttu bara í skil-
ríkin mín. Þarna stendur nafn-
ið hennar skrifað. Hún tilheyrir
mér, og enginn getur gert tilkall
til hennar.“ Hann var rólegur, en
augu hans gneistuðu af reiði. An
þess að mæla meira, gekk hann út
úr húsinu og út í myrkrið.
Mei-li var hans eign. Hann
hafði fengið hana í hendur, og
með hana hafði hann ýmsar áœtl-
anir. Hún yrði verðmætari eftir
því, sem hún stœkkaði, og kristni-
boðinn skildi gæta þess að sletta
sér ekki fram í áform hans.
Konan, sem Mei-li hélt að vœri
mamma hennar, var í raun og
veru frœnka hennar. Hennar rétta
móðir var götustúlka, en, er Mei-
li fœddist, hafði þessi frænka
hennar farið með hana heim til
sín. Þegar Mei-li var sex ára gift-
ist frœnka hennar manninum frá
Changhua.
Hin rétta móðir Mei-li var, eins
og áður er sagt, vœndiskona í
Chilung. Hún hafði aðsetursstað
í útlendingahverfi við höfnina.
Faðir Mei-li var því sennilega ein-
hver bandarískur sjóliði. Nú var
móðirin orðin of gömul til að
stunda sína fyrri iðju, og hafði
hún fengiö vinnu við að slœgja
fisk á hafnarbakkanum. Frænka
Mei-li flutti sig fljótlega burt með
hana frá Chilung, þvi hú.n var
hrœdd um, að móðir Mei-li reyndi
að draga hana síðar út í það líf,
sem hún lifði, þar eð hún hafði
gert nokkrar tilraunir til að lokka
hana til sín.
Mei-li, sem nú var orðin tvítug,
var komin aftur eftir nokkurra
ára fjarveru, en állt bar merki um
það líf, sem stjúpfaðir hennar
hafði leitt hana út í. — Dag nokk-
urn kemur Mei-li til kristniboðans
og segir honum, að faðir hennar
hafi útvegað henni úrvals atvinnu
í herstöð. Mei-li veit ekki, að í
nœsta þorpi er vœndishús fyrir
herinn. Kristniboðinn segir henni
þetta í nokkrum hnitmiðuðum orð-
um. Þar sem þegar var búið að
undirrita samninginn, var eina
leiðin fyrir Mei-li til að brjótast
undan valdi stjúpföðurins að
hrópa á hjálp á járnbrautarstöð-
inni, því þá, mundi lögreglan
grípa í taumana, og Mei-li fengi
þá tœkifœri til að segja sögu sína
á œðstu stöðum, já meira að segja
sjálfri forsetafrúnni. Þannig eru
kínversku lögin. En svo langt fór
málið þó aldrei. Stjúþfaðirinn
varð enn einu sinni að sjá hvíta
kristniboðann kollvarpa fyrirœtl-
unum sínum. Mei-li og frœnka
hennar fluttust nú til annars
þorps, þar sem Mei-li gat gengið
í skóla og komizt undan áhrifa-
valdi stjúpföðurins.
Mei-li hefur nú verið í sumar-
búðum með kristnum ungmenn-
um. Hún hrífst með og játar synd-
ir sínar og vill skírast. Nú gengur
í hönd undirbúningsnámskeið hjá
kristniboðanum fyrir skírnina, en
það gengur hœgt. Tímum saman
lætur hún ekki sjá sig, og kristni-
boðinn er órólegur, en svo skýtur
hún upp kollinum, segir ekki mik-
ið, en er glöð og brosmild. Um
tíma starfar hún sem miðasölu-
stúlka í sporvagni, en menn, sem
Kristilegt skólablað 13