Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Blaðsíða 21

Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Blaðsíða 21
stöðvarinnar. Klukkan rúmlega ótta að kvöldi þessa dags ótti ég leið fram hjd skólanum. í smöskoti fyrir framan fyrsta- bekkjarstofuna sat einhver og grét. Það var Kússía. Hann rakti raunir sínar og spurði síð- an, hvort engin von væri um hjölp. Næsta morgun fékk hann svolítið korn, og hann var einn þeirra, sem fengu hjölp til skóla- göngu. Strax á fyrsta öri sýndi Kússia góða nömshæfileika. Það, sem gladdi okkur þó enn meira, var, að hann fékk mikinn óhuga á að læra kristinfræði og virtist mjög hugsandi í þeim efnum. Seinni hluta skólaórsins var haldið skírnarnámskeið fimm kvöld í viku. Kússía var með þeim fyrstu, sem kcmu. Um vor- ið var hann áscmt nokkrum öðrum skírður. Veturinn eftir sýndi Kússía enn mikinn áhuga á náminu, og var ákveðið að leyfa honum að flytjast upp í þriðja bekk og sjá hvernig hon- um gengi. Hann lagði hart að sér og si'óð sig með prýði. Er Kússía hafði lokið við fjórða bekk, bað hann um að fá að fara í bib^íuskóla. Haustið 1964 var hann og þrír aðrir sendir íil norskrar kristniboðsstöðvar, þar sem biblíuskóli er starfandi. Einnig þar gekk honum mjög vel. Er Kússía kcm heim, fékk hann starf hja söínuðinum sem kennari og prédikari í heima- þorpi sínu. Söfnuðurinn hafði haft starf í Nagúllí í tvö ár, áður en Kússía byrjaði þar. Er hann hóf starf sitt í þorpinu, kom í Ijós, að þorpsbúar voru mjög hrifnir af því, að einn af þeirra eigin ungu mönnum var fær um að kenna. Var sjálfur faðir hans þar fremstur í flokki. Þegar þeim var sagt, að hugmyndin væri, að Kússía byrjaði með dagskóla og kenndi námsefni fyrsta bekkjar, var því vel fekið. Yfir 50 nem- endur sótiu skólann. Húsakynn- in eru ekki önnur en allstór strá kofi, og flestir nemendanna sitja á steinum. Mér fannst hrífandi að koma í heimsókn og sjá, hve glaðir og ánægðir þeir voru. Andlit Kússía Ijómaði, og var ekki skiljanlegt, að pilturinn væri svoiítið hreykinn? Á kvöldin hafði hann skóla fyrir þá, sem ekki gátu komið að degi til. Nemendur kvöldskólans urðu allfoí margir fyrir einn kennara, eða rúmlega 100. Kússía var hinn rólegasti, og undarlegt vannst mér að sjá og heyra, hve allt fór vel fram. Kofinn var lýst- ur upp með tveim olíuluktum, en ef vel átti að vera hefði þurft fjóra eða fimm lampa. Á sunnu- dagsmorgnum safnast fólk sam- an í stóra kofann. Söngurinn hljómar kröftuglega, og Kússía ílytur þeim orð Guðs um náð og miskunn í Jesú Kristi. Mcrgir hafa þegar tekið við boðskapn- um og snúið sér frá heiðn: og öllu því illa, sem henni fyigir. Nýít líf hefst, líf í samfélagi við Krist, sem veitir þe:m öryggi í lífi og dauða. Saga Kússía er stuttur þáttur í kristnisögu Konsóþjóðflokksins. Þessi ungi maður er einn þeirra, sem verið hafa og eru sínu fólki til hjálpar og blessunar. Við erum þakklát fyrir hvern þann, sem sannreynt hefur cro- in og flytur þau áfram til anri- arra, orðin: „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Þetía er hann Dinote, sem var e!zt- ur þeirra 190 nemenda, er hófu nám í skólanum haustið 1965. Hann er um fertugt og á fyrir fjöltkyldu að sjá. I september árið 1960 var haldið þriggja daga mót á kristniboðsstöð- inni. Þátttakendur voru bæði frá Konsó og Gídole, sem er næsta kristniboðsstöð við Konsó. 1200-1300 manns komu tii sunnudagsguðsþjón- ustunnar. Kristilegt skólablaÖ 21

x

Kristilegt skólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.