Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Page 26
Ólafur Ólafsson, kris'nihobi:
vern segja
mannssonmn
menn
vera?
„Tómas svaraði og sagði við hann:
Drottinn minn og Guð minn“. — Jóh. 20, 28.
íIANN STOÐ fyrir framan grádurnar í hópi
margra fermingarbarna. Og honum fannst það augna-
blik ákaflega alvarlegt, þegar hann gaf prestinum
hönd sína upp á það — alveg eins og hinir krakkarnir
— að hann hefði gengið Krisd á hönd sem leiðtoga lífs
síns.
Honum var þó alls ekki ljóst, hvað í því felst, að
Kristur sé leiðtogi lífs okkar. Til þess vissi hann of
lítið um Krist og þekkti heldur ekki sjálfan sig nógu
vcl. Helzt hafði honum skilizt, að það aö kjósa Krist
sér að leiðtoga þýddi blátt áfram, að maður vildi líkj-
ast honum, taka hann sér til fyrirmyndar.
Er það ekki það, sem Pétur á við, þegar hann skrif-
ar í fyrra bréfi sínu: „Kristur eftirlét yður fyrirmynd
til þess að þér skylduð feta í hans fótspor?“
Það hafði honum verið sagt, fermingardrengnum.
Að Pétur skrifaði ýmislegt fleira um Krist, var honum
ekki eins vel kunnugt, eins og til dæmis: „Helgið
Krist sem konung í hjörtum yðar.“ Og ennfremur:
„Ekki er hjálpræði í neinum öðrum, því að eigi er
heldur annað nafn undir himninum, er menn kunna
að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða“. —
Post. 4,12.
—I fermingarveizlunni um kvöldið var sungið:
26 Kristilegt skólablað
„ . . . frjálsa og glaða lífið, það kjósum vér“. — Það
skildi hann betur.
„Lítilsvirðum ekki litla byrjun.“
2.
Fyrstu lærisveinar Jesús, sem síðar urðu postular
hans, gerðu sér alls ekki grein fyrir hverjar afleið-
ingar það mundi hafa, að þeir kusu hann sér að leið-
toga, hlýddu kalli hans: Fylg þú mér.
Þeir hlýddu kalli hans. Það var upphaf lífs þeirra
í fylgd með Jesú, lífs í hlýðni við hans kærleiksríka,
heilaga vilja.
Adam og Eva óhlýðnuðust Guði. Afleiðing þess var
fráhvarf og andlegur dauði. Hlýðni við boð Frelsarans
er afturhvarf til lífssamfélags við Guð.
Lærisveinarnir höfðu litla hugmynd um, hvað
þeirra beið í fylgd með hinum nýja leiðtoga frá Nazar-
et. Þeir vissu, að hann var rabbí, frábær kennimaður.
En ekki vissu þeir fremur en Nikódemus, að þá skorti
ekki svo mjög meiri lærdóm eða að komast í kynni við
nýjar kenningar, heldur nýtt líf. „Enginn getur séð
Guðs ríki nema hann endurfæðist“, öðlist lífssamfélag
við Guð. Það voru orð Jesú.
Um þetta fræðir frelsarinn lærisveina sína enn í
dag, í orði sínu og votta sinna: „Það eru misgjörð-
ir yðar, sem skilnað hafa gjört milli yðar og Guðs
yðar.“ — Jes. 59,2. „Laun syndarinnar er dauði,
en náðargjöf Guðs er eilíft líf fyrir samfélagið við
Krist Jesúm, Drottinn vorn.“ — „Vér erum því erind-
rekar í Krists stað . . . látið sættast við Guð.“ — Róm.
6,23 og II. Kor 5.20.