Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Page 27
Þetta kenndi Jesús og hans vottar þeim, sem vildu
fylgja honum og vera lærisveinar hans í raun og sann-
leika.
3.
Ekkert áttu lærisveinar Jesú jafn erfitt með að
nema hjá honum og það, að hann væri sá, er nafn
hans benti til, frelsari mannanna.
Enginn þeirra gat trúað því fyrr en undir lok sam-
veru þeirra með honum og fæstir ekki fyrr en eftir
upprisu hans frá dauðum.
En þá varð það samróma vitnisburður þeirra allra,
sem Páll orðar þannig, í upphafi Rómverjabréfsins,
(hér í nýrri norskri þýðingu):
„ . . . evangeliet om hans sönn .. . som etter hellig-
hetens Ánd er Guds veldige Sönn, slik det blev slátt
fast da han stod opp fra de döde: Jesus Kristus, vár
Herre. Ved ham har vi fátt náde og apostelkall, for
at vi til ære for hans navn skal skape troens lydighet
blant alle hedningefolk.“
Skiptir það nú miklu máli, hvort því er trúað eða
afneitað, að Kristur hafi verið Guðs einka Sonur,
„sannur Guð, fæddur af föðurnum frá eilífð“, eins
og kristin kirkja hefur játað á öllum öldum?
Sé því ekki trúað, þá fer að verða ástæða til að
setja spurningarmerki við ótal margt af því, sem haft
er eftir Kristi og um hann er sagt í Nýja testament-
inu okkar, en aðrar heimildir um hann eru ekki til, —
enda er það óspart gert af þeim, sem hafna guðdómi
hans.
Hann segist vera „ljós heimsins“, kominn til þess
að eyða myrkri vanþekkingar þessa mannkyns á Guði
sínum. Hann segir: „ . . .eigi gjörþekkir nokkur Föður-
inn nema Sonurinn og sá er Sonurinn vill opinbera
Hann. Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga
eruð hlaðnir . . .“ — Matt. 11.28. Og ennfremur segir
h.ann: ..Ef þér hafið Jækkt mig, munið þér og þekkja
Föður minn. Og héðan í frá þekkið þér hann og hafið
þegar séð hann“. — Jóh. 14.7.
Af ótal mörgum orðum Krists í sömu átt skulum
við minnast Jóh. 17.3: „En í Jrví er hið eilífa líf
fólgið, að þeir þekki þig, hinn eina sanna Guð, og
þann, sem þú sendir, Jesúm Krist“.
Og loks í kristniboðsskipuninni: „ . . . skírið þá til
nafns Föðurins, Sonarins og Heilags Anda“. — Minn-
ir þetta ekki á orð hans: „Ég og Faðirinn erum eitt“?
4.
Að vonum gera þeir menn, sem hafna sjálfsvitnis-
burði Jesú og boðskap postulanna um guðdóm hans,
lítið úr þekkingu trúaðra manna á Guði. Og vitan-
lega hiyllir þá við vitnisburði Jóhannesar skírara:
„Sjá GuSs larnbið, er ber synd heimsins“. Því bera
þó frumvottarnir, þeir, sem fyrstir manna kusu Jesúm
að leiðtoga lífs síns, ótvírætt vitni, að hann hafi ekki
dáið á krossi líkt og óteljandi píslarvottar hafa gert
heldur sem endurlausnari fallins mannkyns. „Það var
Guð, sem í Kristi sætti heiminn við sig. -—■ Vér biðjum
í Krists stað: „Látið sœttast við Guð“— II. Kor. 5.
Þegar fjöldinn sneri baki við Jesú og hafnaði hon-
um, af því að þeir voru ekki ánægðir með hann eins og
hann er, þá spurði hann lærisveinana: „Hvern segið
þér mig vera“?
Pétur svaraði fyrir hönd þeirra — og undir það svar
hafa kristnir menn tekið allt til þessa dags: „Þú ert
Kristur, Sonur hins lifanda Guðs“!
Fékk hann ávítur fyrir það svar?
Jesús svaraði og sagði: „Sæll ert þú Símon Jónas-
son, því að hold og blóð (þ.c. mannleg vizka) hefur
eigi opinberað þér það heldur Faðir minn í himninum.
— Þú ert Pétur, og á þessum kletti mun ég byggja
söfnuð minn“.
Þegar Pétur játaði trú sína á Frelsarann á fyrsta
hvítasunnudegi, varð til kristinn söfnuður, kristin
játningakirkja, sem hefði fyrir löngu liðið undir lok,
væri hún ekki byggð á þessum grundvelli heilagrar
játningar:
Þú ert Kristur, Sonur hins lifanda Guðs!
5.
I sálmabók íslenzku kirkjunnar eru 56 sálmar „um
upprisu Krists og tign og náð Guðs Sonar“. Engir
sálmar bókarinnar eru meira sungnir en þessir 56. En
síðasta vers þeirra er: „Son Guðs ertu með sanni. . . “
Á að hætta að syngja það? — „Hvern segið þér mig
vera“?
Ein er sú bók, sem alþjóð á, öðrum bókum fremur,
—■ Passíusálmarnir. Þeir eru sungnir og lesnir í út-
varpinu á 50 kvöldum ár hvert. En efni þeirra er frá
upphafi til enda „umþenking guðrækileg Herrans
Jesú pínu og dauða“. Vei mér, gæti ég ekki tekið
undir lokavers þeirra:
Dýrð, vald, virðing og vegsemd hœst,
vizka, makt, speki og lofgjörð stærst
sé þér, Ó, Jesú, Herra hár,
og heiður klár.
Amen, amen um eilíf ár.
Kristilegt skólablað 27