Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Side 28
hvað þá?
BENEDIKT STEINGRÍMSSON,
Menntaskólanuni í Reykjavík:
ÞAÐ fer ekki hjá því, að við veltum því oft fyrir okk-
ur hvað verði um okkur eftir dauðann. Oft á tíðum
verða þessar vangaveltur til lítils gagns, þar sem þær
skoðanir, sem uppi eru, eru
það misjafnar, að erfitt er að
greina bæði haus og hala á
þeim. En er eitthvert svar
við þessari spurningu? Ég
persónulega var í miklum
vafa um það, hvort svo væri,
þangað til fyrir örfáum ár-
um, að ég tók trú á Jesúm
Krist, þá skildist mér, að það
er satt, sem stendur í Bibl-
íunni, að „svo elskaði Guð
heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að
hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft
líf“, eða eins og sr. Hallgrímur Pétursson segir í Pass-
íusálmunum:
En með því út var leiddur
alsœrður lausnarinn,
gjörðist mér vegur greiddur
i Guðs náðar ríki inn
og eilíft líf annað sinn.
Blóðskuld og bölvan mína
burt tók Guðs sonar þína.
Dýrð sé þér, Drottinn minn.
En eins og sést af þessu, öðlumst við aðeins eilífa líf-
ið fyrir trúna á Jesúm Krist og því hvet ég þig
til að koma til Hans og fylgja honum. Hann lét
28 Kristilegt skólablað
VILBORG RAGNARSDÓTTIR,
Fóstruskóla Sumargjafar:
HVAÐ ER EILÍFÐIN í augum mínum, er hún eitt-
hvað, sem ég kvíði fyrir eða hlakka ég til hennar? Ég
hlakka svo sannarlega til hennar, vegna þess að ég
trúi því, að Jesús Kristur
hafi dáið á Golgata til þess,
að ég gæti komist inn í him-
ininn og lifað þar um eilífð.
Hann sagði, þegar hann
hékk á krossinum: „Það er
fullkomnað/1 og fortjaldið
rifnaði í tvennt, og öllum var
greiddur vegur til himins,
því Jesús sagði: „Ég er veg-
urinn, sannleikurinn og lííið11
(Jóh. 14.6). Ef við viljum
eignast hamingju í eilífðinni, sem hefst að þessu lííi
loknu, þurfum við að komast til himins, og Jesús sagði:
„Enginn kemur til Föðurins nema fyrir mig.“ (Jóh.
14.6). Ég hef komið til Jesú og fengið fyrirgefningu
synda minna hjá honum og fyrirheit um eilíft líf með
Guði, ef ég stend stöðug allt til enda. Þess vegna
hlakka ég til eilífðarinnar, af því að Jesús hefur gefið
mér loforð, sem hann mun ekki svíkja. Þá, þegar ég
kem heim til Guðs, en þar eigum við heima (Fil. 3.
krossfesta sig aðeins til þess að ég og þú gætum öðlazt
eilíft líf. Er hægt að slá á útrétta hjálparhönd Guðs?
Vilt þú eiga reiði Guðs yfir þér? Komdu heldur til
Krists. Það hef ég sjálfur gert, og ég hef reynt, hve
lífið öðlast meiri tilgang við það. Komdu nú. A morg-
un getur það verið of seint.