Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Blaðsíða 29
GUNNAR SANDHOLT,
Menntaskólanum í Reykjavík:
OLL æðstu trúarbrögð mannanna eru sammála um,
að til sé líf eftir dauðann. Hvað tekur við eftir andlát
okkar? Hamingja, óhamingja, gleði eða sorg? Getum
við unnið sálu okkar eilífa
sælu með meinlæta lifnaði
eða góðverkum?
Nútímamaðurinn gerir
reyndar lítið úr hvers konar
trú. „Vísindin hafa sannað,
að eilift líf og Guð séu ekki
til“, segja sumir í fáfræði
sinni. En vísindin hafa ekki
og munu ekki sanna neitt
um tilveru Guðs. En menn-
irnir hafa komizt að raun
um ,að cimsnvggja nútímans fullnægir ekki þörfum
sálarinnar.
Hvernig getum við þá vitað nokkuð með vissu um
eilífðina? Biblían, Guðs orð, lætur okkur í té nægar
uppl/singar um eilífðina. Hún talar ákveðið um að-
eins tvennt, sem á sér stað eftir þetta líf. Eilíft líf og
eilífa glötun.
20), fæ ég að sjá Jesúm eins og hann er og byrja nýtt
líf með honum, hamingjuríkt og fullkomið hf, sem
varir að eilífu. Hér gagna engin góðverk, til þess að
koma okkur til himins, eða þróun sálarinnar á æðri
tilverustigum. Aðeins ein leið er til himins, eins og
stendur í sálminum: „Þú, —Jesús, ert vegur til him-
insins heim.“ — Hvað segir Drottinn svo um þá, sem
ekki eignast dýrðina á himni? Þeirra bíður eilíf glöt-
un, eilífar þjáningar, án nærveru Guðs (Jóh. 3.16).
Hvílík hörmung. Jesús hefur aldrei sagt, að eftir dauð-
ann bjóðist okkur aftur tækifæri til þess að snúa okk-
ur til hans, eins og sumir segja. Þess vegna, lesandi
góður, ef þú deyrð, án þess að hafa fengið fyrirgefn-
ingu synda þinna hjá Jesú og fullvissu um eilíft líf
með honum, hlýtur þú að lifa fjarri Guði um eilífð,
því, hví skyldi hann vilja þig hjá sér, ef þú vilt ekki
vera hjá honum? Hvenær þú deyrð, veit Guð einn.
Þess vegna skaltu snúa þér til hans, áður en það er
um seinan. Guð þráir að fá að bera áhyggjur þínar
og veita þér frið, en hann hefur gefið þér frjálsan
vilja. Hvað ætlar þú að gera við hann?
Er þá nokkuð að marka Biblíuna í þessum efn-
um? Hvernig get ég verið viss um, að hún sé Guðs
orð? Jú, skrif Biblíunnar eru þannig, að hver, sem
rannsakar hana, kemst að raun um, að meira er
bak við en mannlegur máttur. Og þann sannleika,
sem hún flytur um huggun iðrandi syndurum til
handa, hef ég fengið að reyna. Þess vegna trúi ég,
að Biblían segi okkur sannleikann um eilífðina.
Þegar Jesús talar um dómsdag í 25. kafla Matt-
eusarguðspjalls, talar hann aðeins um tvo hópa, sinn
hvorum megin við hásæti Drottins. Hann segir líka:
„Þá munu tveir vera á akri, annar tekinn hinn skil-
inn eftir“. (Matt. 24, 40).Af þessu sjáum við, að
aðeins er um tvennt að velja í sambandi við eilífð-
ina. Eitt sinn kom ungur maður til Jesú og spurði:
„Hvað á ég að gera til að erfa eilíft líf.“ Jesú sagði
honum að fylgja sér. Jesú sagði líka: „Ég er vegur-
inn, — enginn kemur til föðurins nema fyrir mig“.
Jesús er eina leiðin til eilífs lífs og til sannrar lífsham-
ingju.
Hugsaðu um sálarheill þína, meðan tími er til
þess. Þér virðist ef til vill nægur tími eftir dauðann,
en þá er það OF SEINT. (Lestu Hebreabréfið 9, 27).
Lestu Biblíuna og lærðu að þekkja Guð, því að
Jesús sagði: „í því er hið eilífa líf fólgið, að þeir
þekki þig, hinn eina sanna Guð, og þann, sem þú
sendir, Jesúm Krist.“
STJÓRN K.S.S. 1965-66
Formaður: Jón Dalbú Hróbjartsson
Verzlunarskóla Islands.
Ritari: Sævar Berg Guðbergsson
Kennaraskóla íslands
Gjaldkeri: Friðrik Ól. Schram
Verzlunarskóla íslands
Meðstjórnendur: Elín Einarsdóttir
Kennaraskóla ísíands
Grímur Friðgeirsson
Iðnskólanum
Fulltrúi K.S.F., K.F.U.M. og K.:
Sigurður Pólsson, kennari
RITNEFND KRISTILEGS SKÓLABLAÐS
Ritstjóri: Friðrik Ól. Schram
Benedikt Steingrímsson
Guðmundur Guðlaugsson
Margrét Möller
Sigríður Pétursdóttir
Menntask. í Rvk.
Menntask. í Rvk.
Verzlunarsk. ísl.
Verzlunarsk. Isl.
Kristilegt skólablað 29