Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Side 33

Kristilegt skólablað - 01.09.1966, Side 33
vilja ekki viðurkenna Son hans Jesúm Krist. Þeir skilja ekki, að einungis í honum birtist dýrð Guðs dauðlegu auga. Kristnum mönnum hefur hingað til orðið lítið ágengt í viðureigninni við islam. Skyldi það ekki vera af því, að við höfum litið á þá með fyrirlitningu og skilningsleysi? Það er óþarft að lítilsvirða minningu þeirra um þann mann, sem í auðnum Arabíu leitaði sannleikans, en fann aðeins lítið brot, af því að hann þekkti ekki Orð Guðs. Þeir verða aðeins að mæta Guði í Jesú Kristi, honum, sem einn frelsar synduga menn og gefur eilíft iíf. Þegar það verður, munu mikil undur gerast meðal þeirra hundruð milljóna, sem í dag játa islam. Danskur maður, sem mikið hefur rannsakað það, sem Biblían hefur að segja um Gyðinga og Araba, bendir í þessu sambandi á sög- una um Jakob og Esaú, sem allir kannast við. Jakob er talinn ættfaðir Gyðinga, en Esaú er aftur á móti einn af ættfeðrum Araba. Jakob hfði í stöðugum ótta við Esaú bróður sinn og hefnd hans, alveg eins og Gyðingar í dag óttast Araba. En þegar Jakob hafði glímt við Guð og unnið sigur, gat hann einnig sætzt við bróður sinn. Þá sagði Jakob við Esaú: „Eg bið þig, að þú þiggir gjöf mína, sem þér var færð, því að Guð hefur verið mér náðugur og ég hefi alls- nægtir.“ Þannig, segir þessi gamli Dani, munu ísraelsmenn sættast við bræður sína Arabana, þeg- ar þeir sjálíir hafa glímt við Guð sinn og meðtekið þá blessun, sem þcir hafa fariö á mis við á hðnum öldum. Þá munu þeir gefa bræðrum sínum hlut í sömu blessun. Þá mun undrið gerast. Játendur Allah falla fram til bænar. Fannstu gæfuna í Krísti? (Framh. af bls. 11). ég er fær um að þola. Fyrir því fel ég honum vegu mína og treysti honum og hann mun vel fyrir sjá. Hann er kærleiksríkur og miskunnsamur faðir, sem elskar okkur synduga menn, og veitir okkur ríkulega af náð sinni. Og sú mesta gæfa, sem ég get hugsað mér, er að fá að vinna verk fyrir hann. Finna, að hann vill nota mig í sinni þjónustu og leyfa mér að vera lítil grein á stofni hans. Þess vegna get ég sagt, að ég hafi fundið gæfuna í Kristi. Því að allt, sem hann gefur mér og allt, sem ég geri eftir hans vilja, er til þess að fylla hf mitt hamingju. Og þá get ég af hjartans sanníæringu sagt með Páli: „Því að lífið er mér Kristur og dauðinn ávinningur.“ Guð gefi þér, lesandi minn, náð til þess að ganga inn á þessa gæfubraut. Hraðferð um helgcír slóðlr (Framh. af bls. 9). Ég hefi hér aðeins stiklað á stóru. Freistandi væri að bregða ser líka yfir til ítahu, þó að ekki væri til annars en að heimsækja katakompurnar. En rúms- ins vegna verð ég að sleppa þeirri ferð. Að lokum vil ég aðeins minnast á þá sjón, er blasti við augum, er við að kvöldlagi ókum heim til Jerú- salem frá sandsteinsborginni Petru. Við höfðum ekið hundruð kílómetra yfir sandauðnina, þegar við sáum sólina hníga til viðar, stóra og rauða, og hta himininn með geisladýrð sinni. Þegar myrkrið var að detta á, eins og það gerir þama suður frá, sáust þrír úlfaldar, langt úti í sandauðninni, bera við rauðgullinn himin í rökkrinu. Þetta var hrífandi mynd. Mér varð ósjálfrátt hugsað til jólakortanna með myndum af vitringunum, sem komu frá Austurlöndum til að færa hinum nýfædda Drottni gjafir sínar. Hér voru ekki austurlenzkir gestir á ferð, heldur íbúar landsins kalda, langt í norðvestri. Hvaða gjafir færðum við þeim Drottni, sem fæddist í þennan heim okkar vegna, hfði og dó í okkar stað? Hvaða gjöf kysi hann helzt sjálfur? í Guðs orði stendur: „Son minn, gef mér hjarta þitt.“ (Orðskv. 23, 26.) Það er sú gjöf, sem hann þráir, að bæði þú og ég færam honum. Kristilegt skólablað 33

x

Kristilegt skólablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.