Skák - 15.06.1949, Síða 15
okkar. Ef Iiann lifði nú og hefði alltaf haft
góða heilsu, ekki þurft að herjast við
hvíta dauðann, en fengið að berjast við
okkar beztu skákmeistara við skákborðið,
þá væri hann efalaust búinn að vera Skák-
riieistari fslands, og ef til vill oftar en í
eitt skipti. Þegar hann varð að hætta að
tefla, var hann húinn að vinna sér þátt-
tökurétt í landsliði. Sigurður var mjög
góður í hraðskák, hann var svo fljótur að
leika, að maður átti erfitt með að fylgjast
með, þegar liann lék, og útlendingar, sem
sáu liann tefla hraðskák stóðu undrandi,
þeir höfðu aldrei séð þvílíkan hraða og
þó lék hann oftast mjög vel.
Sigurður var einnig ágætur námsmaður.
Hann átti skammt eftir til að Ijúka lög-
fræðiprófi, þegar hann varð að fara á
Vífilstaðahæli, og hætta námi. 1 sínurn
hópi var Sigurður hrókur alls fagnaðar.
Hann var gæddur skemmtilegri kímnigáfu,
kom oft félögum sínum í gott skap með
græskulausu gamni. Hann gat einnig verið
nijög alvörugefinn og rætt um þjóðmálin
og ýms pólitísk vandamál, var rökfastur
en mildur í dómum sínum. Um þau mál
talaði hann lielzt er við vorum tveir einir,
að minnsta kosti heyrði ég hann lítt minn-
ast á þau mál annars.
Sigurður, þú ert fluttur frá okkur, en
við kunningjar þínir munum geyma minn-
ingu þína, minnast glaða og góða drengs-
ins, sem við áttum svo margar skemmti-
legar stundir með við skákborðið.
Blómið unga
blöðin felldi
um morgun miðjan.
Þú, okkur kvaddir
alltof snemma,
Siggi, vertu sæll.
Aðalsleinn Halldórsson.
t
UeScfl ^&iðmundsson
Nýlátinn er Helgi Guðmundsson læknir
frá Keflavík. Þrátt fyrir erfitt og umfangs-
mikið læknisstarf, var liann áhugasamur
skákmaður og góður liðsmaður í félagi
sínu, en vegna atvinnu sinnar gat hann
ekki tekið þátt í opinberum skákmótum.
— Síðuslu árin dvaldi hann sem sjúklingur
að Vífilstöðum, og gat þá gefið sig meir
að skákiðkunum, enda varð hann brátt
lvftistöng skáklífs þar og lengstum formað-
ur Taflfélagsins á staðnum. — Helgi er
hróðir Steingríms Guðmundssonar, skák-
meistara.
LeiSrétting:
Lesendur hlaðsins eru beðnir afsökunar
á prentvillu, er slæddist inn í skák þeirra
Guðmundar Ágústssonar og Ásmundar
Ásgeirssonar, (skák nr. 219), en þar vant-
aði inn í 30. leik lijá hvítum, en 29. hjá
svörtum. Leikjaröðun verður því svona:
29. Kgl—lil, De3—e2; 30. Hfl—gl,
Rel—d3; 31. Hgl—bl, Rd3—el!
7 /7 kaupenda blaðsins.
Áskrifendur eru vinsamlega beðnir að
tilkynna blaðinu bústaðaskipti.
S K Á K 11