Skák - 15.06.1949, Blaðsíða 30
Fræðsla, sem bæfir
úr brýrnii þörf
íslenzka skákmenn skortir tilfinnanlega
fræðslu um skákbyrjanir og almenna skák-
„strategí“ (hernaðarfræði). Ennþá liefur
engin bók kornið út á íslenzku um þessi
efni, og hafa margir áhugasamir skákmenn,
sem vilja „studera“, kvartað yfir þessu. Er
þessi skortur því bagalegri sem það er
vitað, að flestum skákmönnum er þörf
meiri eða minni þekkingar í hyrjunum og
skákfræði lil þess að ná góðum árangri
og þroska í skáklistinni.
„Skák“ hefur leitazt við að bæta úr
þessu með því að gefa nokkrar undirstöðu-
reglur (sbr. aðallega I. árg.), og þótt það
hafi náð skammt, liefur það verið vel
þegið af lesendum, en nú mun þessi fræðsla
verða tekin fastari tökum. Mun blaðið
birta greinaflokk, þar sem allar algengustu
skákbyrjanirnar eru teknar til allræki-
legrar athugunar, og birtist fyrsta greinin
í þessu blaði.
(Full ástæða væri til að gera skák
„strategíunni“, sörnu skil hér í blaðinu og
verður það tekið til atliugunar þegar
greinaflokki þessum lýkur og máske fyrr.
Að sjálfsögðu gera ýtarlega útskýrðar og
lærdómsríkar skákir mikið gagn í þessa
átt. Til þess að koma nokkuð til móts við
lesendur að þessu leyti, mun blaðið fyrst
um sinn velja til birtingar í hverju blaði
a. m. k. eina slíka skák. Fyrsta skákin í
þessu augnamiði birtist einmitt í þessu
blaði: Fine-Horowitz, New York 1948).
Greinaflokk þennan um skákbyrjanir
hafa þeir félagarnir D. A. Yanofsky og
R. G. Wade nýlega samið fyrir „Skák“,
þannig að ein grein birtist í liverju blaði.
26
Kóngspeðs-byrjanirnar eru fyrst teknar
til meðferðar og þeirra fyrst sú veigamesta,
Spánski leikurinn (Ruy Lopes), og nær
hann yfir þrjár greinar, en hinum kóngs-
peðs-byrjunum eru gerð skil í einni grein
hverri. Spánski leikurinn er flókin og við-
sjál bvrjun og þess vegna nokkuð þung
fyrir byrjendur að glíma við, en af ýmsum
ástæðum fer bezt á því að láta þessa byrjun
korna þegar í upphafi. Þeir sem vildu
kynna sér einfaldari byrjanir fyrst (t. d.
Caro-Kann vörn og sum afbrigði í Franskri
vörn) verða því að láta það bíða síns
tíma.
Eins og sézt á fyrstu greininni, er lögð
mikil áherzla á að útskýra markmið byrj-
unarinnar, en minna gert að því að greina
frá tilgangi hvers einstaks leiks, enda er
þess ekki alltaf þörf og einnig reiknað með
því, að lesandinn skilji, að hverju beri að
stefna í hyrjun taflsins. Eins og fyrr var
sagt, hefur nokkur tilsögn liér að lútandi
verið gefin hér í blaðinu áður, og skal
vísað til þess, en þessar meginreglur skulu
ítrekaðar: 1) að leika mönnunum sem
fyrst út á borðið (m. ö. o. sem örasta útrás)
og 2) að bafa a. m. k. jafnmikil yfirráð
yfir miðborðinu (reitunum e4, d4, e5 og
d5) og andstæðingurinn.
Höfundar greinaflokksins, þeir félagarnir
Yanofsky og Wade, eru íslenzkum skák-
mönnum að góðu kunnir. Skákför þeirra
hingað til lands vorið 1947 er okkur í
ferskti minni (um komu þeirra og skák-
mót, sjá „Skák“, marz-apríl 1947). Hafa
þeir borið íslendingum og íslenzku skák-
Kfi vel söguna í skákblöðum erlendis. Auk
þess að vera snjallir og samvizkusamir
skákmenn, eru þeir lærðir vel í þessum
efnum og fylgjast vel með öllum nýjungum.
Ætti lesendum „Skákar“ að vera fyllilega
óhætt að fylgja leiðsögn þeirra félaga á
hinum hálu vegum skákbyrjananna.
Lesendur góðir! „Skák“ væntir þess, að
þið gefið greinaflokki þessum verðugan
S K A K