Skák - 15.06.1949, Page 28
líbS—d7
þar komu fjórir til greina, þeir Euwe, Pilnik,
Kramer og Horowitz. í síðustu umferð tefldu
saman þeir Fine og Horowitz, og Fine hefur
auðsýnilega ekki viljað hætta á neitt, því hann
bauð jafntefli í 13. leik í ágætri stöðu. En
Horowitz hafnaði, þar sem hann hafði mögu-
leika á þriðja sætinu, ef hann ynni. — Hér
er þessi skák þeirra, sem er all-lærdómsrík,
með skýringum eftir Fine sjálfan (þýtt úr
„Chess Review“).
Skák nr. 278.
Hvítt: R. Fine. Svart: I. A. Horowitz.
Drottningarbragö hafnaö.
1. d2—d4 Rg8—fG 3. Rgl—f3 d7—d5
2. c2—cl e7—e6 4. Rcl—g5 —
Ennþá er það óútkljáð, hvort þessi leikur
er skákfræðilega betri en 4. Rc3, sem gefur
svörtum jafnt tafl eftir 4. — c5; 5. cxd, Rxd.
4. — c7—c6
Svartur sneiðir hjá hinu þrautkannaða
Vínar-afbrigði: 4. — Bb4f; 5. Rc3, pxp. Eftir
skákina Fine—Euwe, AVRO 1938, hefur af-
brigði þetta verið mikið rannsakað og er nú
talið gefa jafnt tafl. Aðalleiðin er 6. e4, c5;
7. Bxp, pxp; 8. Rxp, Dc7!; 9. Da4f, Rc6; 10.
BxR, pxB; 11. Bb5, Bd7; 12. BxR, BxRf; 13.
pxB, BxB með jöfnu tafli. En margar gildrur
er hér að varast, t. d. ef svartur leikur 8. —
Da5 (í stað 8. — Dc7) fær hvítur betra tafl
eftir 9. BxR, BxRf; 10. pxB, Dxpf; 11. Kfl,
DxBf; 12. Kgl, Rd7!; 13. Hcl!
5. e2—e3 —
Með 5. Rc3 hefði ég stefnt að hinni flóknu
leið, sem Botvinnilc hefur stundum teflt með
góðum árangri, en sá árangur er fremui' getu
hans að þakka en sjálfri byrjuninni. Þessi
leið er þannig: 5. Rc3, pxp; 6. e4, b5; 7. e5,
h6; 8. Bh4, g5; 9. Rxg5, pxR; 10. Bxg5, Rb
—d7. Bezta framhald hvíts er nú 11. pxR,
Bb7; 12. Df3! Db6; 13. 0—0—0, 0—0—0; 14.
De3 með aðeins betra tafli á hvítt. En þar
sem leið þessi felur í sér hættulega og flókna
möguleika og ég þurfti ekki nema jafntefli til
að tryggja mér efsta sætið, kaus ég öruggara
framhald.
5. —
Svartur hefur e. t. v. í huga að tefla Cam-
bridge Springs-vörnina (6. Rc3, Dað). I bók
minni, „Practical Chess Openings", held ég
því fram, að bezta leiðin til að hindra þessa
vörn sé uppskipta-afbrigðið (6. pxp), sem og
annars er eitthvert bezta framhaldið fyrir
hvítan í drottningarbragði.
6. c4 X d5 e6 X d5 7. Rbl—c3 Bf8—d6
Svartur teflir á tvær hættur. Eðlilegt fram-
hald er 7. — Be7 til að afleppa riddarann,
þó hvítur geti komið svörtum í erfiðleika með
minnihluta sókninni: 7. — Be7; 8. Bd3, 0—0;
9. Dc2, He8; 10. h3, Rf8; 11. Bf4, Bd6; 12.
BxB, DxB; 13. 0—0, De7; 14. Ha—bl, Re4;
15. b4, Rg5; 16. RxR, DxR; 17. Kh2, Rg6;
18. f4! og hvítur vann. (Reshevsky—Smyslov,
Moskvu 1939).
8. Bfl—d3 0—0 9. 0—0 —
Öllu nákvæmara er 9. Dc2 strax til að knýja
fram 9. — h6, sem veikir peðastöðu svarts.
9. — Hf8—e8 10. Ddl—c2 Rd7—f8
Með þessu getur svartur komizt hjá því að
leika peðinu. Hvítur hefur nú um tvær leiðir
að velja:
1) að undirbúa e3—e4, fylgt eftir með sókn
kóngsmeginn.
2) minnihluta sókn drottningarmegin, með
b2—b4—b5 (með minnihluta sókn er átt við
að tvö peð hvíts (a- og b-peðið) sæki á þrjú
peð svarts, (a-, b- og c-peðið) í þeim tilgangi
að eftir nauðsynleg peðakaup verði eitt svarta
peðið einangrað og berskjaldað fyrir árás). —
Eg kaus fyrri leiðina til þess að geta notfært
mér að kóngsbiskup svarts stendur illa.
11. Hfl—el —
Hótar 12. e4, því eftir 12. — pxp; 13. Rxp,
Be7; 14. BxR, BxB; 15. RxBf eru peð svarts
tvístruð.
11. — Bc8—g4 12. Rf3—d2 Bg4—e6
í þeim tilgangi; að leika — Bxh2f og —
Rg4f
13. Rd2—fl —
24
S K A K