Skák


Skák - 15.06.1949, Blaðsíða 32

Skák - 15.06.1949, Blaðsíða 32
D. A. Yanofsky, R. G. Wade: FYRSTA GREIN S KÁKBYRJAN I R Markmið og leiðir SPÁNSKUR LEIKUR (Ruy Lopes) 1. e2—ei e7—e5 2. Rgl—f3 Rb8—c6 3. Rfl—b5 Af öllum kóngspeðs-byrjunum er spánski leikurinn mest notaður nú á dögum, og liggja til þess góðar og gildar ástæður. Hvítur gefur í skyn frá upphafi, að harin sé ákveðinn í að reyna að vahla svörtum erfiðleikum, sem komi í veg fyrir, að hann geti staðsett menn sína vel. Lykillinn að flestum vörnum gegn kóngspeði er leikur- inn d7—d5 (eða dó—d5), þó því aðeins, að svartur liafi nægilega marga menn til taks til að mæta hverju áhlaupi og til að berjast um yfirráðin yfir miðborðsreitun- um. í þessari byrjun veitist svörtum þetta eigi svo auðvelt, nema hvítur tefli veikt eða revni að sækja í ótíma. Hvítur teflir með þrjú aðal-markmið í huga: 1. Að bvggja upp sterkt miðborð, sem hindrar hreyfanleik svörtu mannanna. 2. Að koma í veg fyrir, að svartur fái frjálst tafl með því að liindra peðsleiki, sem létta á stöðu hans. 3. Að staðsetja sína eigin menn þar sem þeir hafa sem mest áhrif. Ef hvítur fylgir þessum reglum í byrjun- inni, getur verið, að hann dragist aftur úr svörtum með að leika mönnum sínum út á borðið. T. d. tekur það hvítan stundum fjóra leiki að koma drottningar-riddara sínum í gott spil: Rbl—d2—fl—e3—f5 eða d5. Þetta brýtur að vísu í bága við þá reglu, að eyða sem minnstum tíma í að koma mönnunum út, en hér þarf það ekki alltaf að koma að sök, vegna þess hve svartur á erfitt með að opna taflið sér í hag (með d7—d5). En hvítur verður samt að vera vel á verði gegn ýmsum fórnar- afbrigðum, þar sem svartur reynir að not- færa sér hina hægfara en hnitmiðuðu út- rás1) hvítu mannanna. Nú skal sýnt hvernig fer, ef svartur gerir sig ánægðan með að byggja upp trausta varnarstöðu eins og í STEINITZ-VÖRN (3. — d7—d6). 3. — d7—d6 4. d2—d4 Þetta er bezti leikur hvíts, liótar að vinna mann (d4—d5) eða peð á e5. Skársta vörn fvrir svartan er í því fólgin 1) OrðiiV „útrás“ verður hér og eftirleiðis látið' tákua hugtakið að leika manni (eða mönnum) út á borðið (á ensku: development, dönsku: ud- vikling). 28 5 K A K

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.