Bautasteinn - 01.05.2005, Síða 4

Bautasteinn - 01.05.2005, Síða 4
Það er ljóst að vorið er skammt undan þegar útsendarar Bautasteins aka austur yfir heiði, í átt að Hveragerði þar sem Aðalsteinn Steindórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri skipu- lagsnefndar kirkjugarða, hefur komið sér notalega fyrir ásamt konu sinni, Svanlaugu Guðmundsdóttur. Aðalsteinn gegndi embætti sínu í þrjátíu ár, eða allt frá því að fyrst þótti ástæða til að fá mann sérstaklega í að halda utan um viðhald og upp- byggingu kirkjugarða og annarra grafreita á Íslandi, árið 1964. Í ferðinni er, auk blaðamanns, maðurinn sem tók við embætti Aðalsteins, þegar tími var kominn til að fara að hægja ferðina. Sá heitir Guðmundur Rafn Sigurðsson og er mikill vinskapur á milli þessara samstarfsmanna. Við vild- um komast sem næst því hvað væri gamla meistaranum efst í huga þegar hann horfði til baka yfir farsæla starfsævi. Mannleg samskipti eru allt Þessir þrír áratugir eru tími mikilla breytinga og þróunar í samfélaginu öllu. Bylting hefur riðið yfir í samgöngum sem aug- ljóslega hefur aukið mikið þægindi þeirra sem stöðugt eru á þeytingi um landið. Það er þó annað og stöðugra verkfæri sem var og verður góðum embættismanni mikilvægast tækja, sér í lagi þeim sem þarf að sjá um það hvernig hinu jarðneska eftirlífi skal háttað. Það er hæfileikinn til að eiga góð samskipti við ann- að fólk. „Menn tóku því nú misvel að fá heimsóknir frá yfirvald- inu. ,Þú hefur ekkert við okkur að tala’ sagði sóknarformaður í gegnum sáluhliðið, sem var kirfilega bundið aftur með gulum baggaböndum. Jú, sagði ég. Ég hef nú allt við ykkur að tala, en það getur hinsvegar verið að það sé þýðingarlaust. Ég reyni aft- ur eftir fimmtán ár, sagði ég. Þegar ég reyndi næst að eiga við þá, var búið að skipta um stjórn.“ Þegar Guðmundur Rafn spyr þennan eina forvera sinn í starfi að því hvað honum hafi nú þótt skemmtilegast og hvað erfiðast við starfið, upphefst hlátur mikill meðal þeirra félaga, þótt mað- urinn með segulbandið skilji ekki alveg hvað sé svona sniðugt. „Ég skil nú ekkert í þér að spyrja svona,“ segir Aðalsteinn að lok- um, og það er augljóst að þetta er efni sem þeir hafa rætt áður. Og svarið við báðum spurningum liggur í mannlegum samskipt- um. Þegar menn koma utanfrá inn í lítil samfélög, þar sem fólk er vant að hafa hlutina á ákveðinn hátt, og ætla að fara að breyta því allra heilagasta, þá er betra að koma rétt að mönnum. „Vand- inn er að koma hlutunum þannig fyrir að þegar maður fer, þá haldi verkið áfram. Þá þurfa heimamenn að vilja gera það sem á að gera, því annars gerist ekki neitt. Það þýðir ekkert að koma inn og segja mönnum hvernig hlutirnir eigi að vera, því það eru heimamenn sem sjá um framkvæmdir, og þegar að þeim kemur er það viljinn sem drífur þær áfram. Stundum þurfti maður að læða hugmynd þannig inn að rétti maðurinn héldi að hann hefði fengið hana sjálfur. Það gat verið eina aðferðin til að koma hlut- unum í verk. Eins gagnaðist vel að fá upp keppnisskapið í mönn- um, og benda á að þessi og þessi sókn væri nú búin að fram- kvæma hitt eða þetta. Það dugði oft til að koma mönnum í gír- inn.“ Byrjaði vegna bakmeiðsla Það varð eiginlega fyrir slysni að Aðalsteinn tók þetta starf að sér upphaflega. „Þetta borgaði 7000 kr. á mánuði, sem var það sama og biskupsritari hafði fengið fyrir verkefnið sem auka- vinnu. Það var svo skilgreint sem fullt starf, og maður var nátt- úrlega með fjölskyldu, fimm börn heima, og skuldir eins og gengur. Það var það versta. Ég hefði aldrei byrjað á þessu ef ég hefði ekki fengið illt í bakið. En svo lagaðist þetta, eftir því sem Kirkjugarðasjóður varð öflugri. Mörgum fannst þetta skrýtið starf og mér er það minnisstætt þegar ég kom að Möðrudal á 4 „Hvers vegna er svona stór og myndarlegur maður í þessu bölvuðu snatti?“ Kirkjan að Möðrudal á Fjöllum. Aðalsteinn er sestur í helgan stein í Hveragerði.

x

Bautasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.