Bautasteinn - 01.05.2005, Blaðsíða 10

Bautasteinn - 01.05.2005, Blaðsíða 10
10 Það vekur almennt athygli erlendra gesta, og þá sérstaklega norrænna sem koma í Hólavallagarð, hve margar lág- myndir Bertels Thorvaldsens prýða leg- steina í garðinum. Á tímabilinu frá því um 1880 og fram yfir 1920 var slíkum lág- myndum komið fyrir á meirihluta leg- steina í garðinum. Algengustu lágmynd- irnar eru Dagur og Nótt og svo mun það einnig vera erlendis. Er þær að finna í mörgum stærðum og á flestum svæðum garðsins en munu þó flestar vera í óskipu- lagða hluta hans. Í Hólavallagarði má þó auk Dags og Nætur sjá tíu aðrar lágmynd- ir Thorvaldsens. Þær eru oft á tíðum fá- gætar, sjaldnast til nema eitt til tvö eintök í garðinum. Ekki gefst hér rúm til að leggj- ast djúpt í lýsingu eða greiningu á mynd- máli þeirra heldur verður hér einungis um yfirlit að ræða. Vera má að færi gefist síðar meir á þessum vettvangi til að fjalla nánar um hvert myndefni fyrir sig. Til að auðvelda lesendum þessa grein- arkorns að virða lágmyndirnar fyrir sér skulum við leggja af stað í ímyndaða gönguferð um garðinn og þræða breiðar götur og mjóa stíga. Ferð okkar hefst við Suðurgötu, við enda hellulagða stígsins sem er norðarlega fyrir garðinum miðjum og sker hann frá austri til vesturs. Horft er til klukknaportsins. Fáeinum metrum fyrir framan okkur, á vinstri hönd, er leið- ið P 515. Á legsteini Jóns Hjaltalín land- læknis (d. 1882) er ein þeirra lágmynda sem aðeins eitt eintak er til af í garðinum. Þetta er lágmyndin Hygea gefur slöngu Asklepíosar næringu, öðru nafni Heil- brigði. Hér hefur verið vel hugað að tákn- fræðinni við frágang minningarmarks Jóns og á þetta einkar vel við á legsteini landlæknisins. Við snúum okkur til suð- urs og göngum eftir stígnum meðfram Suðurgötu. Nokkru áður en komið er að gryfjunni syðst í garðinum er reitur K 515. Þar eru tveir háir grágrýtisvarðar á vönd- uðum sökkli. Á syðri steininum, sem er yfir Jón Árnason bókavörð og þjóðsagna- safnara (d. 1888), má sjá stóra útgáfu af lágmyndinni Degi og á legsteini Katrínar konu hans (d. 1895) er verkið Nótt. Þessi verk mótaði Thorvaldsen í Róm árið 1815 og urðu þau eftirsóttustu verk hans. Það er því ekki tilviljun að afsteypur þeirra skuli vera algengustu lágmyndirnar á leg- steinum hérlendis. Á verkinu Nótt líður hin líkingarfulla (allegóríska) kventákn- mynd næturinnar um himininn og í faðmi hennar sofa börn hennar Svefn og Dauði. Fugl næturinnar, uglan, hnitar hringi þar um kring. Ef grannt er skoðað hefur kven- myndin valmúaknappa í hárinu og eru þeir algengt tákn svefnsins langa. Á mynd- inni Degi líður Áróra um loftið og sáir rós- um dagrenningar yfir jörðina. Vængjaður hollvættur styður sig við væng hennar og heldur á lofti kyndli sem lýsir um heim all- an. Við höldum nú göngu okkar áfram og fetum stíginn þar til við komum að gryfj- unni í suðausturhorni garðsins. Þar beygj- um við til hægri og höldum um þrjátíu metra til vesturs upp stíginn. Þar fáeinum metrum frá okkur á hægri hönd er reitur- inn I 404. Á lágum grásteini yfir Guðbjarti Kristjánssyni (d. 1915) er lágmynd úr röð- inni Æviskeiðin - árstíðirnar og sést hér verkið Æska og sumar en verkið gerði Thorvaldsen í Róm árið 1836. Þetta er eina eintakið af þessu myndverki í garðin- um. Nú færum við okkur aftur út á stíginn og göngum hann til enda. Þegar við nálg- umst kirkjugarðsvegginn við Ljósvalla- götu er reitaröðin E 10 okkur á hægri hönd. Þar beygjum við til hægri og göng- um röðina á enda. Þar verður á vegi okkar á vinstri hönd leiðið E 10 1. Á legsteinin- um sem þar er undir grenitrénu er að finna lágmyndina Spilandi englar sem meistarinn gerði í Róm 1833. Héðan höld- um við í norður að þjónustuhúsinu og það- an suður hellulagða stíginn að enda sýn- ingarreitsins. Hér bregðum við út af horn- réttum leiðum og tökum stefnuna á stóra minnisvarðann á franska reitnum. Um fimmtán metra þaðan í hásuður er leg- steinn Alexíusar Árnasonar lögregluþjóns (d. 1883) og Sesselju konu hans (d. 1884) á leiði N 115. Á legsteininum má sjá stóra gerð af verkinu Jólafögnuður á himnum. Myndin er algerlega óskemmd, vel föst í Gunnar Bollason sagnfræðingur skrifar: Lágmyndir Thorvaldsens í Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Hygea gefur slöngu Asklepíosar næringu (Heilbrigði). Nótt. Dagur. Æska og sumar.. Úr myndaröðinni Æviskeiðin - árstíðirnar. Spilandi englar.

x

Bautasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.