Bautasteinn - 01.05.2005, Qupperneq 21
21
Fré t t i r a f f ramkvæmdum
Á sjómannadaginn, þann 6. júni 2004,
var minningarreitur vígður við kirkjugarð-
inn í Ólafsvík. Er hann helgaður minningu
þeirra sem farist hafa við störf sín á sjó en
eftir hið hörmulega sjóslys í desember
2001, þegar þrír menn frá Ólafsvík fórust
með Svanborgu SH, var ákveðið að ráðast
í framkvæmd þessa.
Formaður sóknarnefndar, Baldvin Leif-
ur Ívarsson, flutti ávarp við vígsluna og
þar útskýrði hann undirbúningsferlið að
gerð minningarreitsins. Sagði hann þar
m.a. að lengi hefði verið þörf á stað helg-
uðum minningu þeirra sem farist hefðu
við störf sín til sjós, stað sem rúmaði
minningar og sorg en einnig trú og von. Í
samráði við Guðmund Rafn Sigurðsson,
framkvæmdastjóra kirkjugarðaráðs, var
haft samband við Pétur Jónsson lands-
lagsarkitekt og í samvinnu við sóknar-
prest og sóknarnefnd Ólafsvíkurkirkju
hófu þeir undirbúning að framkvæmdum.
Sigurður Guðmundsson listamaður hafði
hannað minnisvarða sem þótti henta vel
aðstæðum í Ólafsvík og var haft samband
við hann. Fjármögnun gekk vel þar sem
fengist hafði myndarlegt framlag frá fjár-
laganefnd Alþingis. Auk þess gáfu fyrir-
tæki, félagasamtök, bæjarfélagið og
heimamenn rausnarlega til framkvæmd-
anna. Baldvin Leifur þakkaði sérstaklega
gott samstarf við forsvarsmenn bæjarfé-
lagsins, starfsmenn Snæfellsbæjar og
skrúðgarðyrkjufélagið Lystigarðar ehf.
„Verkið og umgjörðin hér munu án efa
laða til sín fjölda fólks,“ sagði Baldvin Leif-
ur einnig. „Hér er staður til að heiðra
minningu ástvina, reitur fyrir okkur öll;
heimafólk, gesti og gangandi. Hér eru það
minningarnar, listin og náttúran sem fá að
tala - okkar er að njóta og láta hreyfa við
okkur. Með því að prýða þetta svæði er
líka verið að hefja á ný til virðingar hjarta
bæjarins sem var, því eins og flestir kann-
ast við þá stóð hér skammt frá gamla
Ólafsvíkurkirkjan. Á grunni hennar er nú
búið að setja upp söguskilti eins og sjá
má“.
Vígslubiskup, sr. Sigurður Sigurðarson
og sóknarpresturinn, sr. Óskar Hafsteinn
Óskarsson önnuðust vígsluathöfn að á-
varpinu loknu. Eftir söng kirkjukórsins
lögðu þau Krista Hrönn Héðinsdóttir og
Erlingur Sveinn Sæbjörnsson blómsveig
að steini til minningar um sjómennina
sem fórust með Svanborgu SH.
Að því loknu flutti höfundur minnisvarð-
ans í minningarreitnum, Sigurður Guð-
mundsson, ávarp þar sem hann skýrði frá
tilurð verksins sem er úr graníti. Undir
minnisvarðanum er graníthella, eins og
tár í laginu. Listamaðurinn lagði áherslu á
að hver og einn ætti að lesa sjálfur út úr
verkinu. Sjálfur upplifði hann að þar sem
stórt gat væri á steininum, sem hægt væri
að horfa í gegn um, væri sem eitthvað
vantaði í steininn: „að það hafi verið tekið
úr honum stykki sem ætti þar heima“. En
einnig að ef horft væri í gegnum steininn,
þá sé útsýni út Breiðafjörðinn sem ný
framtíð þeirra sem misst hefðu ástvin.
Það gekk svo sannarlega eftir sem Bald-
vin Leifur Ívarsson sagði við vígsluávarp
sitt að verk Sigurðar og umgjörð minning-
arreitsins myndu án efa laða til sín fjölda
fólks því heimsóknir bæði heimamanna
og ferðafólks að minningarreitnum voru
gríðarlega margar s.l. sumar og reiturinn
einn helsti viðkomustaður í Ólafsvík.
Minningarreitur vígður við
kirkjugarðinn í Ólafsvík