Bautasteinn - 01.05.2018, Qupperneq 14

Bautasteinn - 01.05.2018, Qupperneq 14
14 Séra Geir segir að þegar ákveðið var að ráðast í endur- bætur á Reykholtskirkjugarði hafi snemma verið ákveðið að nota hleðslugrjót til afmörkunar kirkjugarðinum. Og grjót var ekki langt að sækja. Kirkjan í Reykholti átti löngum ítök í nálægum jörðum og í Reykholtsmáldaga er getið um að kirkjan ætti „sálds sæði niður fært og torfskurð í Steindórsstaðajörð“. Steindórsstaðir í Reyk- holtsdal eru á forna vísu mikil kostajörð með góða sumarhaga á fjalli, slægjur og torfristu í dalnum neðan bæjarins sem stendur undir Steindórsstaðaöxlinni. Þessu ítaki undu þeir Steindórsstaðamenn um aldir eða allt til ársins 1908 þegar því var mótmælt. Er ekki vafi á að þetta voru Reykholtsstað mikilvæg hlunnindi á öldum áður þegar helsta byggingarefnið var torf og grjót. „Við fengum leyfi Einars Pálssonar bónda á Steindórs- stöðum til að sækja hleðslugrjótið í Búrfell og var það auðsótt. Að grjótinu var mikið torleiði og þegar verkinu var lokið varð Einari að orði: „Það gæti þá komið að nokkru leyti upp í torfskurðarítakið!“ Garðurinn reyndist stærri Árið 2002 hófst fornleifauppgröftur í suðurhluta Reyk- holtskirkjugarðs þar sem eldri kirkjur höfðu staðið lengi eða þar til núverandi timburkirkja var reist 1886. Kirkjan sem síðast stóð þar var byggð árið 1835 og var hún 10,9 metrar á lengd og 4,7 metrar á breidd. Inni í kirkjunni fundust nokkrar grafir, sumar yngri en sjálf kirkjan en aðrar eldri. „Þessar rannsóknir í garðinum stóðu yfir í mörg ár og leiddu m.a. í ljós grafir austan garðs sem staðfestu að garðurinn hafi náð lengra í þá áttina á öldum áður. Þetta kallaði á breytt mörk og í samráði við eigendur hótelsins í Reykholti, sem liggur við austurhlið kirkjugarðsins, var ákveðið að stækka garðinn í þá áttina og hlaða tæplega 90 metra langan og um 100 cm háan grjótvegg í gras- brekkuna milli kirkjugarðsins og hótelsins. Þar var bætt í jarðvegi og fengum við rými fyrir allmörg grafarstæði meðfram allri austurhliðinni og er nú verkinu að mestu lokið. Þessi myndarlega steinhleðsla að austanverðu ber hleðslumönnum vitni um gott handbragð þeirra og kunnáttu og ég tel víst að hún muni standa um langan aldur. Að því verki komu hagleiksmenn eins og fyrr- nefndur Unnsteinn Elíasson og föðurbróðir hans, Ari Jóhannesson. Þá vann Þorsteinn Guðmundsson frá Húsafelli að jarðvegsvinnu auk efnisöflunar á grjóti. Er Reykholtskirkugarður nú þannig afmarkaður á allar hliðar nema að sunnanverðu þar sem er torfgarður eins og mun hafa verið til forna. Steinhleðslurnar setja svip á garðinn og eru að mínu mati sannkölluð staðarprýði á þessum menningarstað,“ segir séra Geir Wage að lokum. Nýhlaðinn veggur með austurhlið Reykholtskirkjugarðs er sannkölluð staðarprýði. Reykholtskirkjugarður hefur nú allgott rými til austurs og norðurs. Lengst til hægri á myndinni er útilistaverkið „Triarchy II“ eftir Jóhann Eyfells.  Ljósm. Guðlaugur Óskarsson.

x

Bautasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.