Bautasteinn - 01.05.2018, Side 27

Bautasteinn - 01.05.2018, Side 27
27 Margt góðra muna Bíldudalskirkja er úr steini með viðar innréttingu. Í yfirborð útveggja eru grópaðar fúgur í líki steinhleðslu. Kirkjuturninn er steyptur upp fyrir kórþak með átt- strendum timburturni efst. Krossmarkið efst á turninum er í 17,5 metra hæð. Fjórir víðir bogadregnir gluggar eru á hvorri hlið hússins. Upphaflega var kirkjan með skorstein á vestari enda gengt turni. Í kirkjunni er rúmgott söngloft undir bogalaga hvelfingu, sett bláum reitum og gyllt stjarna í hverjum reit. Bogi er yfir altari. Tæplega 200 manns fengu sæti innan kirkjumúranna þannig að vel fór um þorpsbúa við guðsþjónustur. Múrarar við kirkjuna voru Þorkell Ólafsson í Reykjavík og Þorsteinn Guðmundsson og Finnbogi Jóhannsson, báðir frá Bíldudal. Trésmiðir voru Björn Jónsson, Kristinn Grímur Kjartansson og Valdimar Guðbjartsson, allir frá Bíldudal. Í Bíldudalskirkju eru ýmsir merkir gripir, m.a. prédikunar- stóll frá 1699 og skírnarfontur með mynd af skírn Jesú. Eins má nefna tvær altaristöflur. Sú eldri var í Otradals- kirkju, gerð 1737 og sýnir heilaga kvöldmáltíð. Aðalalt- aristaflan er frá 1916, máluð af Þórarni B. Þorlákssyni listmálara og sýnir Maríu við gröfina. Taflan er gjöf frá Hannesi B. Stephensen og bróður hans, Þórði Bjarnasyni frá Reykhólum. Á 50 ára afmæli kirkjunnar árið 1956 gáfu börn prestshjónanna er fyrst þjónuðu á Bíldudal, sr. Jóns Árnasonar og Jóhönnu Pálsdóttur, kirkjunni að gjöf forkunnarfagra muni eftir Unni Ólafsdóttur kirkjulista- mann; hökul og altiarsklæði úr hör sem ræktaður var á Bessastöðum og hvort tveggja skreytt steinum er lista- konan hafði týnt úr fjörusandinum í Glerhallavík. Hér má sjá Jón Kr. Ólafsson og Þóru Kristjánsdóttur listfræðing við minningamark frú Unnar Ólafsdóttur listamanns. Hún vann einstaka muni er prýða Bíldudals- kirkju. Unnur lést árið 1983 og er jarðsett í Gufuneskirkju- garði. LÍKKISTUR – HVÍTAR OG SPÓNLAGÐAR Stígandi framleiðir vandaðar líkkistur, bæði hvítar og spónlagðar í þeirri viðartegund sem kaupandi óskar eftir. Stígandi framleiðir vandaðar líkkistur, bæði hvítar og spónlagðar í þeirri viðartegund sem kaupandi óskar eftir. Sendum hvert á land sem er. Húnabraut 29 - 540 Blönduósi - Sími 452 4123 gummi@stigandihf.is - www.stigandihf.is /FAGMENN Í TRÉVERKI SÍÐAN 1947

x

Bautasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.