Bautasteinn - 01.05.2018, Side 29
29
Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri sig andvígan staðsetning-
unni og taldi eðlilegra að það risi við Landakirkju. Rök
hans voru m.a. þau að ekki væri fýsilegt að hafa þetta
„merki dauðans“ fyrir sjónum fólks í önnum dagsins
heldur væri eðlilegri staðsetning við guðshúsið í bænum.
Varð það og niðurstaðan. Minnismerkið er af sjómanni í
stakk og er hann 2,55 metrar á hæð en með fótstalli 4,65
metrar. Styttan er steypt í kopar svo og skreyting á stalli
en hann sjálfur gerður úr blágrýti úr fjöllum eyjanna.
Afhjúpun minnismerkisins við Landakirkju fór fram í
blíðskaparveðri sunnudaginn 21. október 1951 eftir
messu í Landakirkju þar sem sóknarpresturinn, séra
Halldór Kolbeins prédikaði. Að lokinni messu sneru
kirkjugestir, og raunar ýmsir fleiri, sér að minnismerkinu
utan kirkjudyra þar sem fulltrúar sjómannasamtakanna í
bænum stóðu heiðursvörð. Páll Oddgeirsson hafði
skipulagt athöfnina og að sjálfsögðu flutti hann aðal-
ræðuna. Þórdís Guðjónsdóttir á Svanhóli afhjúpaði
merkið. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri flutti einnig ávarp
og gat þess sérstaklega að hér væri um að ræða fyrsta
minnismerkið í Vestmannaeyjum og það því mikilsverður
minnisvarði hinna föllnu auk þess að vera mikil bæjar-
prýði.
Og það er hún svo sannarlega enn þann dag í dag.
Í verki Harðar var gert ráð fyrir grafarstalli og minninga-
töflum innandyra.
Svona sá Hörður Björnsson húsasmíðameistari minningar-
kapelluna fyrir sér.
FALLEGIR LEGSTEINAR
Á GÓÐU VERÐI
Innifalið: áletrun og uppsetning á höfuðborgarsvæðinu
Frír sendingarkostnaður í stað uppsetningar út á land
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029
www.bergsteinar.is