Bautasteinn - 01.05.2018, Side 28
28
Í Vestmannaeyjum er varði við Landakirkju til minn-
ingar um „drukknaða við Vestamannaeyjar – hrapaða
í björgum – og þeirra sem látið hafa lífið í flugferðum
millum Vestmannaeyja og Reykjavíkur“ eins og hann
heitir formlega. Hver er saga þessa myndarlega líkneskis
sem afhjúpað var í Eyjum haustið 1951?
Ríflega 80 ára saga
Það var á Þjóðhátíð Vestmannaeyja þann 2. ágúst árið
1935 sem Páll Oddgeirsson athafnamaður flutti minni
sjómanna og vakti þar máls á því að reisa ætti drukkn-
uðum sjómönnum við Vestmannaeyjar og hrapaðra í
björgum, veglegan minnisvarða. Mætti þessi hugmynd
hans fyrst í stað misjöfnum skilningi meðal almennings
en Páll lét ekki standa við orðin ein heldur stofnaði hann
strax sjóð sem hann nefndi „Minnismerkissjóð druknaðra
sjómanna við Vestmannaeyjar“. Páll var frá byrjun
formaður sjóðsstjórnar og með honum í stjórninni framan
af þeir Þorsteinn Jónsson skipstjóri, Kr. Linnet bæjarfógeti
og Gísli Wíum kaupmaður. Við brottför Kr. Linnets frá
Vestmannaeyjum settist Runólfur Jóhannsson skipa-
smíðameistari í hans stað í stjórn sjóðsins. Þrátt fyrir elju
Páls Oddgeirssonar, sem alla tíð var forvígismaður þessa
verkefnis, liðu 16 ár áður en draumsýn hans varð að
veruleika. Páll andaðist 24. júlí 1971.
Háleitar hugmyndir
Sjóðsstjórn efndi haustið 1940 til hugmyndasankeppni
um fyrirhugað minnismerki. Fimm tillögur bárust. Í apríl
1941 er kynnt verðlaunatillaga Harðar Björnssonar
húsasmíðameistara að um 25 m2 minningarkapellu er
væri um 9 m há að turni. Auk hans hlutu tveir aðrir
þáttakendur viðurkenningar, arkitektarnir Þór Sandholt
og Ágúst Pálsson. Tillaga Harðar gerði ráð fyrir hring-
myndaðri byggingu með spísslaga turni. Ytra fleti hennar
var skipt í 8 reiti og skyldu myndastyttur vera í fjórum
þeirra en steindir gluggar og dyr í hinum fjórum. Hörður
sá fyrir sér að stytturnar væru af sjómönnum í fullum
sjóklæðum sem þar stæðu með drúpandi höfuð. Yfir
dyrum gerði hann ráð fyrir krossmarki sem fest væri að
neðan með tveim krosslögðum akkerum. Að baki þess risi
upplýstur spísslaga turn, sleginn járnþynnum. Innandyra
gerði hann ráð fyrir grafarstalli með kransa- og blóma-
stæðum en á veggjum sá hann fyrir sér upphleyptar töflur
milli glugga er nöfn hinna látnu manna skyldu letruð.
Það er ljóst að hér hugsuðu menn stórt en mörg ljón
reyndust í veginum. Eftir nokkurra ára vinnu við að halda
hugmyndinni til streitu játuðu stjórnarmenn sig sigraða
og viðurkenndu að minnismerkissjóðnum væri „ofvaxið
fjárhagslega“ að reisa þetta minnismerki. Þess í stað var
árið 1950 leitað til eins ástsælasta myndlistarmanns
Íslendinga á þeirri tíð, Guðmundar Einarssonar frá
Miðdal sem skilaði tillögu sem fékk einróma lof sjóðs-
stjórnar og almenna viðurkenningu þeirra sem hlut áttu
að máli. Ákveðið var að ganga til samninga við Guðmund
og var minnismerkinu að lokum valinn staður andspænis
kirkju bæjarins. En það hafði þó ekki verið upphaflega
hugmyndin.
Deilt um staðsetningu
Þegar Guðmundi frá Miðdal hafði verið falið að vinna
verkið ákvað sjóðsstjórnin að minnismerkinu skyldi
valinn staður á Skansinum. Strax og þetta vitnaðist lýsti
Til minningar um
drukknaða og hrapaða
Minnismerki Guðmundar frá Miðdal er af sjómanni í
stakki, steypt í brons á háum stalli úr bergi Eyjanna.
Minningarmarkið