Bautasteinn - 01.05.2018, Side 4
4
Á undanförnum rúmum tveimur áratugum, sem ég
hef unnið að málefnum kirkjugarða, hef ég fundið
að Íslendingar, ungir sem gamlir, vilja almennt að
um kirkjugarða sé vel hugsað. Almenningur vill sýna
hinum látnu virðingu með því að hirða vel um kirkjugarða
og að garðarnir séu samfélaginu til sóma, sannkallaðir
menningarspeglar. Þetta er reynsla okkar sem lengi
höfum starfað á þessum vettvangi. Fólk skynjar almennt
að kirkjugarðar eru fyrir alla án tillits til trúar- eða
lífsskoðana. Allar fjölskyldur þurfa á þjónustu kirkju-
garða að halda og þar er ekki farið í manngreinarálit og
þar ráða ekki pólitískar skoðanir því hvernig aðstand-
endur og hinir látnu eru þjónustaðir.
Við, sem störfum hjá kirkjugörðum, höfum undanfarin ár
verið að ræða við og skrifa ráðherrum fjármála og
dómsmála um nauðsyn þess að leiðrétta framlag ríkisins
til kirkjugarða. Því miður höfum við fundið að þar er
áhugi fyrir málaflokknum mun minni en hjá þjóðinni sem
hefur stutt þá til valda og raunar stefnir skeytingarleysi
þeirra rekstri kirkjugarða í voða. Spyrja má hvert
þjóðfélag okkar sé komið, þegar einn eða tveir einstakl-
ingar, sem kosnir eru til ábyrgðarstarfa, geta lagt skolla-
eyru við málaflokki, sem þeir hafa ekki áhuga fyrir, en
þjóðin í heild ber fyrir brjósti? Hér er reyndar ekki aðeins
um áhugaleysi þessara ráðherra að ræða heldur einnig
vanefndir þeirra við þjónustusamning sem forverar
þeirra gerðu árið 2005 og er enn í gildi að því leyti að
samkomulaginu hefur ekki verið sagt upp.
Árið 2005 var undirritað samkomulag milli ríkisins og
kirkjugarðaráðs um fjárveitingar til kirkjugarða. Sam-
komulagið byggði á gjaldalíkani sem er tæki til að nálgast
raunverulega þörf garðanna til lögbundins reksturs.
Útbúið var einingaverð umhirðu, greftrana og til lík-
brennslu. Þetta einingaverð átti samkvæmt samkomu-
laginu að þróast í samræmi við verðlag og kaupgjald.
Fyrstu fjögur árin (2005-2008) var unnið þokkalega í
samræmi við samkomulagið en eftir efnahagshrun tók
annar veruleiki við. Góður skilningur var innan mála-
flokksins á sambærilegri skerðingu og aðrar stofnanir
þurftu að þola en það sem forráðamenn kirkjugarðamála
höfðu ekki skilning á var sú aðferðafræði fjármálaráðu-
neytisins að skerða einingarverðið allar götur frá árinu
2009 til 2016. Vitanlega átti að reikna upp einingarverðið
á hverju ári og skerða síðan þá upphæð sem út kom til
samræmis við aðrar stofnanir. Nú er svokölluðum
„hagræðingarkröfum ríkisstjórna“ hætt en kirkjugarðar
sitja uppi með ónýtt gjaldalíkan sem reiknar vart meira
en 50% af fjárþörf þeirra á síðustu árum. Skerðingin er
því varanleg.
Stjórn Kirkjugarðasambands Íslands (KGSÍ) hefur á
undanförnum árum (2011-2016) látið gera og knúið á um
úttekt á rekstrarskilyrðum kirkjugarða, sjá nánar á
vefslóðinni: gardur.is/kgsi.php. Allar þessar úttektir voru
samhljóma um það að rekstrarskilyrði kirkjugarða væru
komin langt niður fyrir þau mörk sem sett voru með
samkomulaginu frá 2005. Ríkisstjórnum, ráðherrum,
stjórnmálamönnum og embættismönnum hefur jafn
óðum verið kynntur þessi veruleiki en ekkert er gert til
að leiðrétta framlagið.
Nú er svo komið að ekki verður lengur hægt að bíða eftir
viðbrögðum. Allar upplýsingar liggja fyrir og hafa gert
undanfarin ár. Flestir af stærri kirkjugörðum landsins
voru reknir með halla árið 2016 og eru Kirkjugarðar
Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) þar á meðal, þrátt fyrir
mikinn niðurskurð í ráðningu sumarstarfsmanna,
endurnýjun véla og tækja og viðhald húsnæðis. Meðal
stórra verkefna, sem KGRP hafa annast í áratugi, en eru
ekki lögbundin, eru rekstur líkhússins í Fossvogi og
athafnarýma þar. Framkvæmdastjórn KGRP og forsjóri
hafa á fundum sínum rætt rekstur líkhússins og athafna-
rýma í tengslum við sífellt minnkandi framlag frá ríkinu.
Framkvæmdastjórn KGRP ásamt forstjóra hafa lifað í
Aðfaraorð
„Þjóðin vill það“
Þórsteinn Ragnarsson,
formaður KGSÍ
og forstjóri KGRP
Útgefandi: Kirkjugarðasamband Íslands Ritstjórn: Guðmundur Rafn Sigurðsson, Sigurjón Jónasson, Albert Eymundsson, Þórsteinn Ragnarsson (ábm.)
Umsjón með útgáfu: Athygli ehf. / Valþór Hlöðversson Forsíðumynd: Úr kirkjugarðinum í Vík í Mýrdal. Ljósm. Guðmundur Rafn Sigurðsson.
Prentun: Litróf ISSN 1670-2395
UM
HVERFISMERKI
Prentsmiðja
141 912