Bautasteinn - 01.04.2003, Blaðsíða 2
Það verður komið sumar þegar aðal-
fundur Kirkjugarðasambands Íslands
(KGSÍ) verður haldinn í Keflavík, þann
31. maí n.k. Fundurinn verður haldinn í
safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, sem er
stórglæsileg nýbygging er tengist gömlu
kirkjunni. Þar verður margt til umræðu
enda dagskrá fundarins fjölbreytt.
Auk venjulegra aðalfundastarfa eru eftir-
farandi málefni á dagskránni:
• Saga Hvalsneskirkjugarðs.
• Framkvæmdastjóri Kirkjugarðaráðs
segir frá helstu verkefnum Kirkju-
garðasjóðs á yfirstandandi ári.
• Sagt verður frá því hvaða móttökur
gjaldalíkan fyrir kirkjugarða hefur
fengið hjá stjórnvöldum.
• Sagt verður frá undirbúningi nor-
rænnar ráðstefnu um málefni kirkju-
garða og bálstofa sem verður í Reykja-
vík í ágúst 2005.
• Gardur.is - hvernig gengur?
• Heimsókn skólabarna til KGRP.
• Góður tími verður nú gefinn í almenn-
ar fyrirspurnir.
Makar fundarmanna verða boðnir í
kynnisferð um Suðurnesin og sameigin-
leg skemmtun verður um kvöldið.
Aðildarfélagar eru minntir á að svara
útsendum gögnum vegna herbergjapant-
ana sem fyrst. Nánari upplýsingar fást
hjá Sigurjóni Jónassyni í síma 585-2710.
3
Aðildarfélagar KGSÍ vilja breyta
tekjukerfi kirkjugarða
NÆSTI AÐALFUNDUR
Útgefandi:
Kirkjugarðasamband Íslands
Ábyrgðarmaður:
Þórsteinn Ragnarsson
Afgreiðsla:
Skrifstofa KGRP, Fossvogi
Sími: 585 2700, Fax: 585 2701
www.kirkjugardar.is
BAUTASTEINN Útgefandi: Kirkjugar›asamband Íslands 1. tölubla› 8. árgangur apríl 2003
Menningargersemi í Mi›dal – vi›tal vi› Rannveigu Pálsdóttur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .bls. 4
Hli› – minnisvar›i um horfna eftir listakonuna Rúrí . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .bls. 10
Fer›ast um tímann – kirkjugar›urinn vi› Su›urgötu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .bls. 11
Lucinduvar›inn á Spákonufelli eftir Björn Th. Björnsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .bls. 12
Framkvæmdir í Hólmsbergskirkjugar›i í Keflavík . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .bls. 16
Kirkjan í Hjar›arholti fló›l‡st á óvenjulegan máta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .bls. 20
Forsíðumyndin
er frá Hjarðar-
holti í Dölum.
Ljósm. Rafn
Sigurbjörnsson.
NÝJUNGAR
Bentzen A.s.
Við erum stærsta heildsala Noregs með tæki og búnað fyrir kirkjugarða
og útfararstofnanir. Við viljum gjarnan senda ykkur fjölbreyttan vörulista okkar.
Hafið samband við okkur í síma: 00 47 69 244940 eða fax: 00 47 69 244944.
Hér eru nokkur sýnishorn úr vörulistanum okkar:
STUÐNINGSRAMMI ÚR STÁLI MEÐ SINKHÚÐ
Nauðsynlegt tæki þar sem jarðvegur er laus og hætta á hruni.
Hæð 30 sm.
Innanmálslengd 217 sm.
Stillanleg breidd 60–100 sm.
Mjög hagstætt verð.
Biðjið um tilboð.
Við bjóðum upp á fleiri gerðir stuðningsramma.
Rafknúið sigtæki sem hægt er að hlaða, auðvelt í notkun,
vegur aðeins 34 kg, stillanleg breidd.
Á myndinni er sigtæki fyrir kistur, lagt á grafarumgjörð úr
trefjaplasti. Mjög sterkt hrufótt yfirborð gerir rammann
staman.
Við erum einnig með handsnúið sigtæki.
VÖKVALYFTA FYRIR
PERSTORP SORPTUNNUR
Vegur 45 kg.
Engin líkamleg átök.
5 mismunandi hæðarstillingar.
Sniðið fyrir Perstorp sorptunnur 140, 190
og 380 lítra.
Einföld og þægileg lausn til að fjarlægja sorp og
annan úrgang frá heimilum, verksmiðjum
og iðnaðarhúsnæði.
Félagsfundur KGSÍ
Á félagsfundi KGSÍ, sem haldinn var
á Hótel Loftleiðum mánudaginn 10.
mars sl., samþykkti mikill meirihluti
aðildarfélaga að fela stjórn að fylgja
eftir skýrslu um fjármál kirkjugarða en
þar er gerð grein fyrir gjaldalíkani fyrir
kirkjugarða sem kollvarpar núverandi
tekjukerfi þeirra. Einnig eru ýmsar til-
lögur í skýrslunni, t.d. er lagt til að
sameina innan prófastsdæma allar
kirkjugarðsstjórnir sem stýra kirkju-
görðum sem hafa færri gjaldendur en
500. Ef sú breyting gengi eftir fækkaði
kirkjugarðsstjórnum um rúmlega 200 á landinu.
Skýrsla um fjármál kirkjugarða
Skýrsla um fjármál kirkjugarða var samin að frumkvæði
Kirkjugarðasambands Íslands (KGSÍ) sem skipaði vinnuhóp til
að fara ofan í saumana á fjármálum kirkjugarða, rýna í lög-
bundnar skyldur þeirra og athuga hvaða kostnaður hlýst af því
fyrir samfélagið að uppfylla þessar skyldur. Skýrslan er í tveim-
ur hlutum, fyrst er gerð grein fyrir gerð gjaldalíkans fyrir
kirkjugarða og síðan er upptalning allra þeirra kirkjugarða,
sem voru teknir inn í líkanið. Rekstrarliðir þeirra eru sundur-
liðaðir og niðurstöður birtar fyrir hvern kirkjugarð. Vinnuhóp-
ur KGSÍ hefur verið að störfum frá því seint á árinu 2000 fram
að útgáfu skýrslunnar í febrúar 2003.
Niðurstöður gjaldalíkansins
Niðurstaða líkansins sýnir að fjárþörf kirkjugarða samkvæmt
gjaldalíkaninu er 16,9% hærri en rauntekjur árið 2000.
Kirkjugarðasjóður þarf um 18% hækkun til að sjá sómasam-
lega um verkefni sem honum eru falin. Samtals er hækkunar-
þörfin á verðlagi 2000 um 91 milljón eða rétt 17%, þegar litið er
til kirkjugarða í heild og verkefna Kirkjugarðasjóðs.
Kirkjuráð og kirkjugarðaráð munu á næstu vikum taka
skýrsluna til athugunar og verður hún síðan lögð fram fyrir
embættismenn í fjármálaráðuneyti og kirkjumálaráðuneyti þar
sem óskað verður eftir viðræðum um efni hennar.
Gjaldalíkanið er í heild sinni á slóðinni:
http://www.kirkjugardar.is/kgsi
Þórsteinn Ragnarsson
Þórsteinn Ragnarsson
formaður Kirkjugarða-
sambands Íslands.
Ritstjórn:
Benedikt Ólafsson
Guðmundur Rafn Sigurðsson
Sigurjón Jónasson
Umsjón:
Hulda G. Geirsdóttir
Umbrot og prentun:
GuðjónÓ - vistvæn prentsmiðja