Bautasteinn - 01.04.2003, Blaðsíða 15

Bautasteinn - 01.04.2003, Blaðsíða 15
Karl Jóhann Jónsson hélt nýlega athygl- isverða sýningu á portrettmálverkum í Hafnarborg í Hafnarfirði. Karl Jóhann er menntaður myndlistarmaður, en á náms- árunum starfaði hann hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur á sumrin og líkaði vel. Svo fór því að hann ílengdist í starfinu og hef- ur nú starfað við garðyrkju hjá kirkju- görðunum í tíu ár. Hann segir ýmsar á- stæður fyrir því að hann hafi slegið fram- haldsnámi á frest, en fyrst og fremst hafi honum líkað starfið afskaplega vel. „Garð- yrkjustarfið rímar vel við myndlistina og hjá görðunum vinnur líka margt sómafólk sem ég lít á sem vini mína. Þetta er ákaf- lega persónulegur og mannvænn vinnu- staður og hér er gott að vera,“ segir Karl Jóhann. Hann segir á- huga sinn á port- rettmyndum hafa verið meðfæddan því þegar hann var strákur teikn- aði hann manns- andlit á meðan aðrir guttar teikn- uðu bíla. „Eftir að ég lauk námi hef- ur myndlistin þró- ast frá því að vera algerlega abstrakt yfir í það að nálg- ast mikið raunsæi. Ég hef yfirleitt átt auð- velt með að ná svip af fólki og hef fengist við að mála portrett í aðra röndina. Starf mitt við garðyrkjuna hefur hins vegar víkkað áhugasvið mitt og tré þykja mér mjög áhugaverð, litur þeirra, áferð og vaxtarlag. Einnig finnst mér eitthvað fal- legt við þá hugmynd að tré sem vaxa í kirkjugarði séu eins konar táknmynd þeirra sem í garðinum hvíla, jafnvel um- breytt portrett. Engin tvö tré eru eins og bera með sér ólíka „karaktera“ en það er einmitt „karakterinn“ eða þetta einstaka sem ég vil fanga,“ segir þessi hæfileika- ríki listamaður að lokum og eins og myndirnar hans sýna er hægt að mála jafnt portrett af tré sem af manneskju og „karakterinn“ skín í gegn. 15 Garðyrkjan rímar vel við myndlistina Portrett af reynitré. Karl, bifvélavirki kirkjugarðanna með fram- andlegan vélarhlut. 14 Í JURTAGARÐI HERRANS Ekki getur friðsælli eða unaðslegri reit á byggðu bóli en gróinn kirkjugarð eða „jurtagarð Herrans“ eins og Hallgrímur nefnir hann í útfararsálmi sínum, og þá einkum sólarmegin við kirkjuna á björtu og hlýju sumri. Nokkru fyrr þetta sama sumar mátti sjá lítið tjald á sléttum bletti milli leiða sunnanvert við Spákonufellskirkju. Fyrir utan það sat þreklegur maður á litlum þrífæti með segldúk í setu og hafði upp- háan, flatan og tilhöggvinn stein milli hnjánna. Maðurinn var eng- inn annar en sá víðfrægi steinsmiður Sverrir Runólfsson, nýkom- inn frá því mikla verki, að hlaða upp veggi Þingeyrakirkjunnar nýju úr höggnu grjóti. Fram á næsta leiðið lá félagi hans fram á lappir sínar og horfði aðdáunaraugum á mikilmennið, húsbónda sinn. Sá hét Magnús berfættur, svartur á feldinn og afar stór, en með ljósar eða gulleitar lappir. Sverrir Runólfsson hafði engu glatað af útilegu- mannatrú bernsku sinnar, enda hafði hann auglýst eftir ungum og ódeigum mönnum til að fylgja sér inn í óbyggðir landsins og fara með stríði á hendur þessari hálfmennsku þursaþjóð sem rændi og át feitustu sauðina frá bændum landsins, en drap erindamenn á ferðum sínum, og það jafnvel á vegum biskupa eða annarra höfð- ingja. Þegar hann brýndi nauðsyn slíkrar herfarar fyrir þeim ber- fætta og hófst mjög upp í svip og rómi, þá sleikti Mangi út um, því þá vissi hann að nú færi húsbóndinn að fá sér slurk og sjálfum honum góðan bita til samlætis. Ekki leyndi sér þrekið þegar steinhöggvarinn stóð upp af þrí- fætinum, hóf stóra steinhelluna upp á bringu og lagði hana flata á nálægt leiði, þar sem hann ætlaði að höggva í hana letrið. Meistarinn lá á bakinu inni í tjaldinu, eins langt og það tók, en Magnús til fóta og með trýnið sívökult út um tjaldskörina. Eftir hænublund reis meistarinn á fætur og fálmaði um sig. -Hvar í fjandanum er breiði blýanturinn minn og blaðmiðinn? Magnús sneri að honum hausnum og blíndi vinstra megin við öxl hans. Þá þreifaði húsbóndinn ofan í vestisvasann og dró upp hvorttveggja, rauðan smiðsblýantinn og samanbrotna blaðið. -Já, Mangi minn, alltaf hefur þú á réttu að standa. En komum okkur nú að verki. Enn leitaði meistarinn eftir papparæmunni sem hann notaði fyrir reglustiku og var með réttum 90 gráða skurði til end- anna. Með hana, blýant og blaðmiðann settist hann á spegilfágað- an steininn og dró fínlega línu yfir um þvert, en byrjaði síðan að marka stafina: LUCINDA AUGUSTA JOSEPHA HILLEBRANDT FÖDT - THOMSEN F. 16. AUG. 1852 D.20. JANR. 1877 AUGUST HILLEBRANDT F. 20. JANR. D. 21. JANR. 1877 -Nú verð ég víst að finna sjónarkverið mitt, því eitthvert verður að vera á þessu krúsið, Mangi minn. Rétt í því sem meistarinn ætlaði inn í tjaldið eftir uppdráttarkverinu, rak Magnús upp glað- legt spangól. Já, það var ekki um að villast: Kaupmaðurinn sveigði hestum sínum upp að sáluhliðinu og kom stórstígur með vænan poka yfir um leiðin. -Jæja nú, gúdda, herra Hildibrandur, mælti Sverrir. Hvernig gengur nú að rýja fátæklingana? -Helvítis úsla fátæklingerne á ekki lengur ein króna, svaraði sá mektugi. En hér er próvíantinn handa ykkur báðum. Með þeim orðum tók hann í sigggróna krumluna á Sverri Runólfssyni, sem kreisti fast, og lagði pokann við tjaldskörina. Magnús berfættur flýtti sér til þess að rannsaka innihald pokans með glaðlegum nösum, gaf frá sér ánægjulegt bofs og lagðist með framlappirnar ofan á fenginn. -Nú fer ég að meitla letrið og dálítið ris fyrir ofan það, og upp úr helginni verðum við Mangi minn tilbúnir að sigla. En þá eigum við eftir að gera upp, Brandur minn karlinn. Helgi þeirra félaga í tjaldinu varð ein samfelld veizla, nema hvað Magnúsi var sýnilega ekkert vel við klukknasláttinn á sunnudagsmorguninn, enda alinn upp í rammri heiðni en ekki postullegri trú. Á mánudagsmorguninn, þegar verulega var farið að lækka í seinni pyttlunni Sverris og Magnús var kominn inn að beini á lær- inu góða, komu þrír menn frá Hólanesi til þess að hlaða og tyrfa upp leiðið, en hjálpuðu steinsmiðnum loks að koma fullhöggnum legsteininum og varðsteinunum á sinn rétta stað. Allir dáðu þeir handaverk Sverris og sögðu engan mann á landinu ráða við slíka smíð nema hann einan. Helför Sverris og Magnúss berfætts Um hádegisbilið á tíunda degi mánaðarins felldu þeir tjaldið og undu það í göndul upp á stengurnar, en gengu síðan rösklega nið- ur í þorpið, að uppsátrunum. Þar lá bátur Sverris, skekta eða lítið tveggja manna far, spölkorn uppi í sandinum. Ekki vildi ógnvaldur öræfanna lítillækka sig með því að biðja nokkurn mann um að setja fram með sér, en gerði það einn og sjálfur. Þegar skektan kenndi vatns, fór hann um borð og stakk mastrinu niður um gatið á fremri þóftunni, lagaði seglgopann til á ránni og sagði forvitnum nærstöddum að hann ætlaði að sigla sveiginn fyrir Flóann, til Sig- urðar Sverrissonar frænda síns, sýslumanns í Bæ í Hrútafirði. Til er frásögn sjónarvotta um það sem næst gerðist: „Þegar Sverrir steig upp í bátinn til brottferðar, lúpaðist hund- urinn og vildi ekki fara upp í hjá honum. Sverrir leit fast á hann og spurði af mikilli alvöru: -Eigum við þá að skiljast hérna, Mangi? Það stóðst seppi ekki og skreið upp í, þó nauðugur væri.“ (M. Bj.: H.H. 242, neðanmáls). Aldrei komu þeir félagar síðan lifandi fram, en hundinn og bátsflakið rak upp á Vatnsnesinu. En minning steinsmiðsins frá- bæra, Sverris Runólfssonar, lifir enn í verkum hans, steinhlöðn- um byggingum, höggnum minningarmörkum, svo sem hörpu- steininum yfir Sigurði Breiðfjörð skáldi í Hólavallagarði og varð- anum tignarlega yfir meyna Lucindu í Spákonufellsgarði. *Á stöku stað í undanfarinni frásögn er gripið til óprentaðrar skáldsögu höfundarins um náskyld efni. Ljósm.: Magnús Reynir Jónsson. Ásdís Halla Braga- dóttir, bæjarstjóri í Garðabæ. Sjálfsmynd af listamanninum með nýfædda dóttur sína. Eiríkur Smith, listmálari.

x

Bautasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.