Bautasteinn - 01.04.2003, Blaðsíða 21
20
Forsíðu þessa blaðs prýðir falleg mynd
af kirkjunni í Hjarðarholti í Dölum að
kvöldlagi. Rafteikning hf. sá um hönnun
flóðlýsingarinnar á kirkjunni og í samtali
við Guðjón L. Sigurðsson, ljósahönnuð,
kom fram að um einstaka lýsingu væri að
ræða.
Ekki er um beina lýsingu að ræða úr
ljóskösturum á kirkju, heldur er köstur-
unum beint að hlemmum sem endurkasta
svo ljósinu á kirkjuna. Guðjón segir það
hafa verið tilviljun hvernig lýsingin varð
til: „Við vorum í Hjarðarholti ásamt
heimamönnum að gera tilraunir með lýs-
inguna og vorum með nokkra kastara.
Kastararnir eru þannig að þeir eru tölu-
vert lengi að hitna ef maður slekkur á
þeim þannig að oft snýr maður þeim nið-
ur eða undan þegar ekki er verið að nota
þá. Við höfðum snúið einum kastaranum
frá okkur svo hann lýsti á grindverkið í
kringum kirkjuna og endurkastaði fallegri
og mildri birtu til baka á kirkjuna sjálfa.
Við tókum eftir þessu og urðum öll mjög
hrifin og þar kviknaði hugmyndin.“
Ljóst var að ekki yrði hægt að notast
við grindverkið í þessum tilgangi þar sem
það myndi skapa gloppótta birtu og valda
glýju fyrir vegfarendur í nágrenninu
þannig að farið var í að finna lausn á mál-
inu. Keyptir voru stórir hlemmar, eins og
skálar í laginu, sem notaðir eru í þessum
tilgangi. Slíkir hlemmar eru þó vanalega
hengdir upp í staur og endurkasta birtu
niður á jörðina, t.d. á bílastæðum og í
görðum. Í Hjarðarholti er í fyrsta sinn ver-
ið að nota þessa hlemma á þennan hátt,
þ.e. þeim er stillt upp á hlið og ljósinu
endurkastað á byggingu. „Hlemmarnir
safna birtunni saman ef svo má að orði
komast og „fókusera“ hana á kirkjuna.
Þetta er afskaplega falleg birta, endur-
kastið af hvíta fletinum er miklu mildara
en hefðbundin kastaralýsing og okkur
finnst þetta mjög skemmtileg útfærsla,“
segir Guðjón. „Eina vandamálið sem við
höfum átt við er að stærð hlemmanna er
kannski fullmikil og þeir því nokkuð áber-
andi, en ætlunin er að gróðursetja í kring-
um þá og fella þá þannig betur inn í um-
hverfið. Við höfum líka hugsað okkur að
lækka þá aðeins og þá held ég að þeir
muni falla vel að. Einnig er eftir að vinna
betur úr lýsingunni á kirkjuturninn og er
stefnt að því að gera það fljótlega. Þá verð-
ur þetta enn fallegra,“ segir Guðjón. Hann
segir almenna ánægju með verkið, ábú-
endur og heimamenn hafi lýst því yfir að
birtan sé mild og góð og trufli hvorki ná-
granna né vegfarendur.
Mild og falleg lýsing
21
Nýlega tók gildi reglugerð um dreifingu
á ösku látinna einstaklinga. Reglugerðin
er gefin út af Dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu og í henni kemur fram að heimilt
er að sækja um leyfi til dreifingar ösku til
ráðuneytisins á þar til gerðu eyðublaði.
Eyðublöð þessi er að finna á heimasíðu
ráðuneytisins á slóðinni www.doms-
malaraduneyti.is.
Skilyrði fyrir leyfisveitingu
Skilyrði fyrir leyfisveitingunni eru að
fyrir liggi skrifleg beiðni eða samþykki
hins látna fyrir dreifingu öskunnar eða
a.m.k. skrifleg staðfesting aðstandenda
um að það hafi verið vilji hins látna að láta
dreifa öskunni. Aðeins er heimilt að dreifa
ösku látinna yfir haf og óbyggðir, en með
því er verið að koma í veg fyrir að ösku sé
dreift yfir byggð, væntanlega byggð eða
stöðuvötn. Ekki er heimilt að setja upp
neins konar minnisvarða á þeim stað sem
öskunni hefur verið dreift eða í næsta ná-
grenni hans.
Þegar askan hefur verið afhent úr lík-
húsi til dreifingar er óheimilt að geyma
hana og ber þeim sem leyfið hefur fengið
að dreifa öskunni á samþykktan stað. Að
dreifingu lokinni skal duftkeri tafarlaust
skilað til bálstofunnar í Reykjavík.
Sé sótt um leyfi til að dreifa ösku ein-
hvers sem nú þegar hvílir í kirkjugarði,
skal afla samþykkis biskups Íslands og
héraðslæknis, sbr. lög nr. 36/1993, áður
en unnt er að framkvæma öskudreifing-
una.
Skila þarf inn staðfestingu
Eftir að dreifing ösku hefur farið fram
þarf sá sem fengið hefur leyfi til dreifing-
arinnar að skila inn skriflegri staðfestingu
um að dreifing hafi farið fram. Staðfesting-
in skal berast ráðuneytinu eigi síðar en
einu ári eftir að leyfið var veitt og skal skil-
ast á þar til gerðu eyðublaði og vottuð af
tveimur einstaklingum. Þegar staðfesting-
in hefur borist dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu upplýsir ráðuneytið legstaðaskrá
Kirkjugarðasambands Íslands um hvar
öskunni hefur verið dreift.
Nú þegar hafa fjórar umsóknir verið af-
greiddar og hefur dreifing gengið greið-
lega. Í einhverjum tilfellum var óskað eftir
dreifingu á stöðum sem ekki falla undir
haf eða óbyggðir og urðu aðstandendur
að breyta þeim óskum í samræmi við
reglugerðina.
Nöfn hinna látnu verða færð inn á leg-
staðaskrána gardur.is og þar verður dreif-
ingarstaður ösku tilgreindur.
Síðastliðið sumar fór fram námskeið
fyrir umsjónarfólk kirkjugarða í Múla-
og Austfjarðarprófastsdæmi þar sem
fjallað var um ýmis mál er lúta að um-
hirðu og rekstri kirkjugarða.
Námskeiðið fór fram í Kirkjumiðstöð
Austurlands á Eiðum og stóð yfir í tvo
daga. Rætt var um umhirðu, legstaða-
skráningu og gjaldalíkan kirkjugarða.
Einnig lagfæringar og stækkun á görð-
um sem og lagfæringar á leiðum og leg-
steinum. Þá var vefurinn gardur.is
kynntur sem og starfsemi Kirkjugarða-
sambands Íslands. Að lokum var svo
farið í skoðunarferð um kirkjugarða á
Austfjörðum í einmuna veðurblíðu, en
hitinn var slíkur að malbikið hreinlega
losnaði af vegunum. Almenn ánægja var
með námskeiðið, en leiðbeinendur voru
Smári Sigurðsson, Guðmundur Rafn
Sigurðsson og Þorgrímur Jörgensson.
Lampinn er frá ítalska framleiðandanum iGuzzini og heitir „Nuvola“, umboðsaðili GH heild-
verslun í Garðabæ. Ljósmyndir: Rafn Sigurbjörnsson.
Þátttakendur á námskeiði fyrir umsjónarfólk kirkjugarða á Austurlandi.
NÁMSKEIÐ Á AUSTURLANDI
Reglugerð um dreifingu ösku utan kirkjugarðs
-eingöngu leyfileg yfir haf og óbyggðirKirkjan í Hjarðarholti.