Bautasteinn - 01.04.2003, Blaðsíða 11

Bautasteinn - 01.04.2003, Blaðsíða 11
Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma efndu árið 2001 til samkeppni um gerð minnisvarða um horfna. Eftir vandlega skoðun ákvað KGPR að velja þrjá mynd- listarmenn til að gera tillögur að minnisvarða og fyrir valinu urðu myndlist- armennirnir Helgi Gíslason, Sigurður Guðmundsson og Rúrí. Dómnefnd sam- keppninnar skipuðu Björn Th. Björnsson, Guðmundur Rafn Sigurðsson og Steinunn Þórarinsdóttir. Verk Rúríar, sem hún kallar „Hlið“, var valið í samkeppninni, en það er í senn hlið og opinn skáli sem stendur í miðju stein- stéttar. Stéttin er í formi völundarhúss og snúa hvor tveggja eftir höfuðáttum. Hug- myndin er að verkið myndi stílhreina og látlausa heild og miðli tilfinningu fyrir styrk og jafnvægi og stuðli þannig að því að skapa fallega og kyrrláta umgjörð um minningu hinna týndu. Völundarhús, krossgötur og hlið milli vídda Rúrí segir erfitt að útskýra hvernig hugmyndin að verkinu hafi orðið til en hún var stödd í Kína þegar boð um þátt- töku í samkeppninni barst. „Ég hafði ekki mikinn tíma til að vinna tillöguna, en þessi hugmynd sótti á mig. Völundarhús hefur margs konar táknræna merkingu fyrir innri leit mannsins, t.d. leitina til upp- runans, þ.e. skaparans og það á vel við í þessu samhengi. Það táknar líka leitina og leiðina til aukins þroska, en hann er undirstaða þess að menn nái sambandi við það guðlega og hið upprunalega.“ Munstrið sem stuðst er við í stéttinni er ævafornt og var m.a. notað í evrópskum kirkjum á miðöldum. Verkið er úr graníti sem er flutt frá Kína, en meðfram minnis- varðanum verða svo settir upp slípaðir steinar sem á verða letruð nöfn hinna týndu. Raflýsing verður í verkinu sem mun mynda ljóssúlu er lýsir upp í gegnum þak- ið og einnig út til hliðanna og segir Rúrí ljósið vísa óbeint til vita. „Skálinn getur verið allt í senn, hlið á leið vegfaranda, hlið á milli tilvistarsviða eða vídda og nokkurs konar opin kapella, en í miðju skálans stendur lítill steinstallur eða alt- ari. Verkið vísar einnig óbeint til sælu- húsa á heiðum, skipbrotsmannaskýla og vita. Þá má segja að verkið minni á marg- an hátt á krossgötur, en við lendum öll á krossgötum einhverntíma í lífinu og þurf- um stöðugt að velja.“ Langt komið Verkið er um 13 m að þvermáli og rúm- ir þrír metrar að hæð og verður reist í sér- stökum reit í Gufuneskirkjugarði í Grafar- vogi. Ætlunin er að koma þar fyrir bekkj- um svo fólk geti tyllt sér niður og átt kyrr- láta stund við minnisvarðann. Gert er ráð fyrir að hægt verði að setja afskorin blóm við nöfn hinna týndu, en ekki er gert ráð fyrir kertaljósum, heldur verður raflýsing í kringum stéttina. Verkið er langt komið í vinnslu og er stefnt að því að reisa það í sumar. 1110 Þjóðminjasafn Íslands og Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) gerðu með sér samning sumarið 2000 um skráningu minningarmarka eldri en 100 ára í Hólavallagarði, kirkjugarðinum við Suðurgötu og kostuðu KGRP framkvæmd- ina. Mörg þessara minningarmarka lágu undir skemmdum, en öll mannanna verk sem eru eldri en eitt hundrað ára teljast samkvæmt Þjóðminjalögum til fornleifa. Skráningin mikilvæg Gunnar Bollason, sem þá starfaði hjá Þjóðminjasafninu, hóf verkið og segir það hafa verið mjög mikilvægt að hefja skrán- inguna í garðinum vegna hins mikla fjölda minningarmarka sem þar er að finna. „Þarna eru flestar gerðir minning- armarka sem reist voru á 19. öld og eru formgerðir þeirra fjölmargar. Járnkrossar úr steypujárni eru algengir, t.d. er þar stærsti járnkross sem ég hef rekist á í kirkjugörðum landsins, settur yfir frú Guðrúnu Oddsdóttur sem var fyrst allra grafin í garðinum árið 1838 og kallast því vökumaður hans. Svo eru einnig einkenn- andi fyrir garðinn háir legsteinar úr Reykjavíkurgrágrýti og þar er líka að finna svokallaða púltsteina sem eru þrí- hyrndir steinar með plötu úr marmara eða graníti á framhliðinni, auk fjölda ann- arra gerða yngri minningarmarka.“ Skráningarverkinu var skipt í þrjá hluta, þ.e. fyrst skyldu elstu minningar- mörkin skráð, þá 35 önnur yngri sem tal- in voru sérstök að einhverju leyti og að lokum var gerð skýrsla. Við skráninguna var horft til fjölmargra atriða, s.s. hverrar gerðar minningarmarkið væri, úr hvaða efni, yfirborðsáferð lýst og áletrun skráð. Getið var um ástand þesss og það mælt nákvæmlega upp. Einnig var hvert minn- ingarmark ljósmyndað. Gunnar segir skráningunni hafa verið lokið á aðventu árið 2000 og hófst þá úrvinnsla gagna sem síðan var birt í skýrslunni „Hólavalla- garður, kirkjugarðurinn við Suðurgötu: Skráning og rannsókn minningarmarka“ sem kom út í röð rannsóknarskýrslna Þjóðminjasafns árið 2002. Skýrslan leiðir í ljós að ástand minning- armarkanna er á heildina litið nokkuð gott, þó sum þeirra þurfi mikilla lagfær- inga við. Helsta verkefnið er að hreinsa steinana og huga að forvörslu á pott- járnskrossunum. Einnig eru grindverk úr steypujárni oft illa farin, en minjarnar úr steypujárninu eru með þeim merkari í garðinum og hefur KGRP gert mikið átak undanfarið í að lagfæra pottjárnsverkin. Gönguferðir og fræðsla Gunnar segist hafa kynnst garðinum vel við þessa vinnu og hann hafi snemma gert sér grein fyrir því hversu merkilegur garðurinn er. „Ég hef stundum sagt að gönguferð á milli minningarmarkanna sé eins og að ferðast um tímann. Fólk kynn- ist bæði stefnum í arkitektúr, list- og tákn- fræði, persónusögu sem og ættfræði. Garðurinn er auk þess einstaklega gróinn og plöntutegundir á annað hundrað.“ Þegar skráningunni lauk kviknaði áhugi hjá KGRP og Þjóðminjasafninu á því að efna til göngu um garðinn fyrir almenn- ing og leiddi Gunnar nokkrar slíkar árið 2001. Áhugi borgarbúa var mikill og mættu t.d. 80 manns í fyrstu gönguna. Með nýjum Þjóðminjalögum frá 2001 færðust þessi verkefni, og Gunnar með, til nýrrar stofnunar sem heitir Fornleifa- vernd ríkisins. Sú stofnun tók að sér að flokka öll minningarmörk í garðinum eftir minjagildi og er nú unnið að því verkefni sem er mjög umfangsmikið og tengist deiliskipulagi garðsins sem nú er verið að vinna að. Þá ætla KGRP að koma upp skiltum í garðinum með fræðslu fyrir vegfarendur, auk þess sem unnið er að hellulagningu göngustíga sem gerir garðinn opnari og skemmtilegri fyrir gesti. „Til stendur að efna til fleiri gönguferða um garðinn því kynning og aukin þekking á garðinum er lykillinn að því að borgarbúar kynnist bet- ur þessari perlu í miðborginni eins og ég kýs að kalla garðinn,“ segir Gunnar að lokum. Listaverk eftir Rúrí reist í Gufuneskirkjugarði Ferðast um tímann -Hólavallagarður, kirkjugarðurinn við Suðurgötu Úr kirkjugarðinum við Suðurgötu. Mynd: Fornleifavernd ríkisins/Gunnar Bollason Tillaga að verðlaunaverkinu „Hlið“ eftir Rúrí. Rúrí á vinnustofu sinni með sýnishorn af kínverska granítinu og handsmíðaðan kín- verskan hamar sem notaður er til að hamra steininn. Ljósm.: HGG.

x

Bautasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.