Bautasteinn - 01.04.2003, Blaðsíða 23
22
Flotkarmur/lok
Léttkarmur/lok
Graskarmur/lok
Hellukarmur/lok
Öll framleiðsla er efnagreind í fullkomnu efnagreiningartæki sem tryggir að efnisgæði
uppfylla kröfur ISO staðla.
MÁLMSTEYPA
Þorgríms Jónssonar ehf.
Miðhraun 6 • 210 Garðabær
Sími 544 8900 • Fax 544 8901
MÞJ - 120 í malbikaðar götur fyrir 40 tonna álag
MÞJ - 130 í malbikuð plön fyrir 25 tonna álag
MÞJ - 134 í gróðurreiti fyrir 25 tonna álag
MÞJ - 136 í hellulagnir fyrir 25 tonna álag
Niðurfallshólkar/ristar, margar gerðir fyrir götur, plön, gróðurreiti o.fl.
P
re
nt
B
jö
rg
5
33
4
94
9
Stílhreint útlit - Slitmeiri lok - ISO staðlar
Legsteinalundur í Fossvogskirkjugarði
Fimmta október sl. vígði biskup Íslands, Hr. Karl Sigurbjörnsson, legsteinalundinn í Fossvogskirkjugarði þar sem sjá má
frumgerðir legsteina úr samkeppni meðal listamanna sem fjallað var um í Bautasteininum á síðasta ári. Í lundinum er að finna tíu
frumgerðir nýrra legsteina auk fimm eldri steina. Reiturinn er hinn glæsilegasti og þar má tylla sér niður og njóta umhverfisins
og skoða úrval af nýjum legsteinum.
Danir heimsækja
íslenska kirkjugarða
Von er á góðri heimsókn frá Dan-
mörku, en þann 4. apríl nk. kemur til
landsins 15 manna hópur danskra kirkju-
garðaforstjóra ásamt mökum. Erindið eru
fundahöld, auk þess sem ætlunin er að
skoða kirkjugarða í Reykjavík og á Suður-
landi. Hópurinn heimsækir kirkjugarða
Reykjavíkur þann 8. apríl
og hefst dagskráin með
heimsókn í Fossvogs-
kirkju, en síðan verða
Fossvogskirkjugarður,
Hólavallagarður og Gufu-
neskirkjugarður skoðaðir
undir leiðsögn. Dagskrá-
in stendur allan daginn
og halda Danirnar svo
heim á leið þann níunda.
Ljósm.: Jóhann Ísberg
Líkflutningabíll Eyvindar Árnasonar, sá fyrsti á Íslandi Chrysler 1931.
Assistens kirkjugarðurinn í Kaupmannahöfn.