Bautasteinn - 01.04.2003, Blaðsíða 6
Ný lota í umhverfismálum
Þegar þarna var komið töldu heimamenn
að framkvæmdum við garðinn væri lokið,
en svo reyndist alls ekki vera. Að sögn
Rannveigar leið aðeins ár þar til aftur var
hafist handa. ,,Þegar ákveðið var að rífa úti-
húsin í Miðdal árið 1995 leitaði ábúandinn
til okkar og spurði hvort kirkjan myndi
vilja koma eitthvað að umhverfismálunum
þar. Við höfðum samband við Guðmund
Rafn Sigurðsson sem þá var kominn til
starfa hjá skipulagsnefnd kirkjugarða.
Hann sá þarna strax gott tækifæri til
umbóta varðandi aðkomu og bílastæði.
Guðmundur fékk svo til liðs við sig
Ragnhildi Skarphéðinsdóttur sem líka er
landslagsarkitekt og útkoman er mjög
góð.“
Skemmdir eftir jarðskjálfta
Garðurinn í Miðdal fór illa út úr jarð-
skjálftunum á Suðurlandi árið 2000 og
hrundu hinir fallegu hleðsluveggir að
stórum hluta. Sóknarnefndarformanninum
féllust hendur þegar hún sá skemmdirnar.
,,En þá kom Guðmundur Rafn okkur til
bjargar og réð Kristján Inga Gunnarsson
hleðslumeistara frá Garðasteini til að
endurhlaða skemmdu veggina. Kostnaður
við viðgerðina var greiddur úr viðlagasjóði.
Síðan var ákveðið að endurhlaða norður-
vegginn líka þar sem öll ásýnd var önnur
eftir að útihúsin höfðu verið rifin og lauk
því verki í september sl.“
Messað var í tilefni verklokanna þann 3.
nóvember sl. og við það tilefni afhjúpaði
Rannveig upplýsingaskilti um Miðdals-
kirkju og umhverfi hennar sem stendur á
steinlögðu torgi á gamla bæjarhólnum.
„Þetta var stórkostlegur dagur og alveg
yndislegt að sjá hvað kirkjan og umhverfi
hennar er orðið fallegt.“
Eins og teikning og myndir,
sem greininni fylgja, sýna
hefur kirkjustaðurinn í Miðdal
gjörbreyst og er nú aðkoma
öll og frágangur til fyrirmynd-
ar. Margt merkilegra muna er
að finna í kirkjunni, t.d. fimm-
strendan predikunarstól frá
1840, smíðaðan af Ófeigi Jóns-
syni listamanni í Heiðarbæ,
altaristöflu frá því um 1770 og
aðra frá 1907. Kirkjan á líka
danskan kaleik frá 1633 og
patínu talda vera frá mið-
öldum.
Fjallað er um Miðdalskirkju
í bókinni ,,Kirkjur Íslands, 3.
bindi“ sem gefin er út af Þjóð-
minjasafninu, Biskupsstofu og
Húsafriðunarnefnd ríkisins.
Bókina prýða fallegar og vand-
aðar myndir af kirkjunni að
innan og utan sem og myndir af gripum
og áhöldum. Fjallað er um sögu kirkjun-
nar og byggingu og ættu allir sem áhuga
hafa á staðnum að skoða bókina sem er
hin glæsilegasta í alla staði.
Eiga athvarf í sveitinni
Rannveig, eða Bubba eins og hún er
kölluð, hefur nú látið af störfum og flust
til Reykjavíkur. Skyldi hún ekki sjá eftir
sínum gömlu heimahögum? ,,Jú auðvitað,
en við höfum nú ekki sagt skilið við
svæðið þó við séum flutt. Við eigum
yndislegt sumarhús þarna sem við
sækjum mikið í. Svo förum við oft í heim-
sóknir og stundum félagslífið fyrir austan
eins og áður. Vináttan helst þó maður
flytji á milli bæja.“ Hún segir vinnuna í
76
sóknarnefndinni hafa gefið sér mikið.
,,Þetta er afskaplega þakklátt starf og það
gaf mér mikið. Það var mitt líf og yndi að
sjá þetta þróast þarna og allir voru svo
jákvæðir og áhugasamir. Við verðum
áfram með annan fótinn fyrir austan,“
segir Rannveig. Hún vill að lokum þakka
samstarfsfólki sínu öllu og þá sérstaklega
Guðmundi Rafni Sigurðssyni sem hefur
leyst úr svo ótalmörgum málum og sýnt
staðnum og fólkinu mikla velvild og alúð.
Með þeim orðum kveðjum við þessa
hlýlegu og gestrisnu konu sem helgað
hefur sig kirkjustaðnum í Miðdal.
Skipulagsuppdráttur af Miðdal.
Kirkjan árið 1993 orðin hin glæsilegasta og gjörbreytt í útliti.
Kristján Ingi Gunnarsson hleðslumeistari við nýju veggina.
Kirkjustaðurinn í Miðdal sl. haust. Aðkoman og umhverfi allt orðið stórglæsilegt.
Ljósm.: GRS.
Gissur biskup sá er annar var biskup
í Skálaholti lét reisa kirkju á
Ketilvöllum í Laugardal í Árnessýslu
og stóð hún þar lengi. Þar sér enn til
kirkjugarðsins. Síðan var hún flutt
að Miðdal og er þar síðan. Laug-
dælir segja þessa sögu um kirkju-
flutninginn:
Fyrir austan bæinn í Miðdal er gil
eitt með dimmum gljúfrum í er upp
dregur í fjallið. Þar bjó gýgur ein í
helli í gljúfrinu og nam burt efnileg-
asta mann í Laugardal á jólanótt
hverri. Báru þá Laugdælir vand-
kvæði sín upp fyrir biskupi í
Skálaholti, en hann réði þeim til að
flytja kirkjuna sem næst gilinu og
hringja í sífellu allar jólanætur. Þetta
var nú gjört og fældist þá gýgurin úr
gilinu.
Sumir segja að gýgurin hafi þá flutt
sig norður á fjöllin í skarð það sem
Klukkuskarð heitir. En þá voru flutt-
ar klukkur í skarðið og gýgurin fæld
burtu þaðan með hringingum. Af því
dregur skarðið nafn. Klukkuskarð er
á vegi þeim sem liggur úr Laugar-
dalnum norður að Skjaldbreið.
Úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar.
Rannveig afhjúpar söguskiltið í nóvember sl. Ljósm.: GRS.
Rannveig og Kristinn hafa komið sér vel
fyrir í Reykjavík. Hér sitja þau í notalegri
stofunni, en myndin fallega á veggnum fyrir
ofan þau er eftir móður Rannveigar.
Ljósm.: HGG.