Bautasteinn - 01.04.2003, Side 18
Tæp tvö ár eru liðin frá því að
KGSÍ opnaði vef sinn, gardur.is,
þar sem er að finna legstaðaskrár
víðsvegar af landinu. Strax í byrj-
un voru viðbrögð við vefnum góð
og heimsóknir margar þrátt fyrir
að litlu sem engu hafi verið til-
kostað við kynningu hans. Nú er
svo komið að mun fleiri heim-
sækja vefinn en bjartsýnustu spár
gerðu nokkurn tíma ráð fyrir. Vel
er fylgst með heimsóknafjölda og
þegar mest hefur verið hafa 1.100
manns heimsótt vefinn á einum
degi, en að jafnaði eru heimsóknir
á dag um nokkur hundruð.
Hátt í hundrað þúsund
skráningar
Margir hafa sent inn bréf og vilja bæta
þær upplýsingar sem er að finna á vefn-
um, t.d. upplýsingar um fæðingar- og dán-
ardaga þeirra sem í legstaðaskránni eru.
Einnig berast margar fyrirspurnir og þá
sérstaklega um þá garða sem enn hafa
ekki verið skráðir inn. Sífellt fleiri garðar
bætast þó í hópinn og eru um 86.000
skráningar á vefnum eins og er, en þó er
mikið verk óunnið. Upplýsingum um alla
þá sem grafnir voru á árabilinu 2000 - 2002
hefur verið safnað saman og þær skráðar
inn og því eru komnar inn einhverjar
færslur úr flestum kirkjugörðum landsins.
Um þessar mundir er verið að ræða við
prófasta landsins um söfnun og skráningu
dánarskýrslna inn á gardur.is og þegar
slíkur samningur er kominn í gagnið
munu allir sem látast frá þeim
tíma verða færðir inn í legstaða-
skrána.
Ný þjónusta - ítarefni
Í lok síðasta árs var þjónustan á
vefnum aukin verulega þegar að-
standendum látinna var boðið upp
á að setja inn æviágrip og mynd
við upplýsingar um skráða ein-
staklinga á vefnum. Gerður var
samningur við Morgunblaðið um
aðgang að þeim minningargrein-
um sem þar birtast, auk mynda.
Er þar um að ræða svokallað ítar-
efni, þ.e. dökka letrið fremst í
minningargreinunum. Gjald fyrir
æviágrip og mynd sem tengjast
skráningu í legstaðaskrá er kr. 7.500 fyrir
hverja færslu, en veittur er 25% afsláttur ef
æviágrip hjóna eru skráð samtímis. Þessi
þjónusta hefur hlotið góðar viðtökur og
taka útfararþjónustur, Kirkjugarðar
Reykjavíkur og Kirkjugarðar Akureyrar á
móti beiðnum, auk þess sem hægt er að
senda inn beiðni í gegnum vefinn
gardur.is.
19
Aukin þjónusta á gardur.is
Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma ásamt
Reykjavíkurborg hafa efnt til samkeppni um hönn-
un duftgarðs og mótun lands á Sóllandi í svo-
nefndri Leynimýri í Öskjuhlíð. Keppnin snýst um
mótun hugmyndar að framtíðar duftgarði á svæð-
inu og jafnframt frágangi á náttúrlegu svæði sem
er innan samkeppnissvæðisins. Samkeppnissvæð-
ið er um 6 hektarar að stærð, allt innan svæðis
sem þegar hefur verið deiliskipulagt.
Rétt til þátttöku í keppninni hafa arkitektar,
verkfræðingar og aðrir þeir sem hafa tilskilin leyfi
til þess að leggja aðal- og hlutauppdrætti fyrir
skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur. Hafi
þátttakendur ekki tilskilin leyfi þurfa þeir að
tryggja sér löggiltan samstarfsaðila.
Skilafrestur tillagna er 23. maí nk. en keppnis-
gögn fást afhent á skrifstofu Arkitektafélagsins,
Engjateigi 9 í Reykjavík.
Samkeppni
um hönnun duftgarðs
Óþekkt útför. Líkbíll Eyvindar Árnasonar.
Frá útför Jóns Þorlákssonar borgarstjóra og fyrrum forsætisráðherra 1935.
18