Bautasteinn - 01.04.2003, Side 5
Miðdalur við Laugarvatn er fornt
höfuðból og kirkjustaður og elstu heim-
ildir um kirkju þar er að finna frá aldamót-
unum 1200. Núverandi eigandi jarðarinn-
ar er hins vegar Félag bókagerðarmanna
sem nýtir jörðina sem sumarleyfisstað og
hefur m.a. verið gerður golfvöllur þar.
Í Miðdal hafa staðið níu torfkirkjur frá
1623 og timburkirkjan sem nú stendur
var reist árið 1869, en endurbyggð í
upprunalegri mynd á árunum 1984 -1988.
Rannveig Pálsdóttir hefur nýverið látið
af störfum sem formaður sóknarnefndar í
Miðdal eftir 29 ára setu í nefndinni, þar af
21 ár sem formaður. Hún og eiginmaður
hennar, Kristinn Kristmundsson, fyrr-
verandi skólameistari á Laugarvatni, flut-
tu sl. haust til Reykjavíkur eftir 32 ára
búsetu á Laugarvatni. Á þeim tíma sem
Rannveig hefur starfað í sóknarnefndinni
hefur Miðdalskirkja verið endurbyggð og
kirkjugarðurinn og umhverfi kirkjunnar
allt endurbætt og fegrað. Við heimsóttum
Rannveigu á hlýlegt og notalegt heimili
hennar í Reykjavík þar sem hún rakti
sögu endurbótanna fyrir okkur.
Mikil vinna en ánægjuleg
Rannveig segir þennan tíma hafa verið
eftirminnilegan og hún hafi átt því láni að
fagna að vinna með afskaplega góðu fólki.
Vinnan hafi tekið nokkuð langan tíma, en
uppskeran verið ánægjuleg. Hugmyndir
að endurgerð kirkjunnar kviknuðu fyrst á
safnaðarfundi í byrjun níunda áratug-
arins: ,,Árið 1982 kom fram á almennum
safnaðarfundi á Laugarvatni áhugi á því
að gera við kirkjuna í Miðdal og jafnframt
huga að kirkjugarðinum og var samþykkt
að fela sóknarnefnd undirbúning þess
verks.“ Nefndin leitaði til Harðar
Ágústssonar listmálara og forn-
húsafræðings sem tók verkið að sér og
þar með var kirkjunni borgið. Laust eftir
1960 setti biskupsstofa á fót embætti
umsjónarmanns kirkjugarða og var
Aðalsteinn Steindórsson úr Hveragerði
ráðinn til starfans. ,,Við leituðum til hans í
maí 1983 og hann reyndist okkur frábær-
lega vel. Hann kom á sóknarnefndarfund
og gerði síðan ákveðnar tillögur um
endurbætur á kirkjugarði sem unnið yrði
að samhliða enduruppbyggingu kirkjunn-
ar.“
Við tók skráning leiða í garðinum, en
ákveðið hafði verið að slétta garðinn. Í
framhaldinu komu svo fram hugmyndir
um stækkun garðsins og gerði Aðalsteinn
tillögu um að stækka hann um 36 grafar-
stæði til suðurs. Var hún samþykkt árið
1987.
Gjörbreytt kirkja
Árið 1984 var farið í að grafa frá kirkju-
nni og hún ,,tjökkuð“ upp. Einnig var járn-
klæðning fjarlægð og kirkjan klædd með
timbri. Gullfallegir gamlir gluggar fund-
ust á háaloftinu. Voru nú smíðaðir eftir
þeim nýir gluggar og settir í. Kirkjan var
síðan bikuð og var hún gjörbreytt á eftir.
,,Sem betur fer voru allar ákvarðanir um
útlit og framkvæmdir teknar af Herði og
hans sérfræðingum, en það hafði verið
samþykkt á aðalsafnaðarfundi áður en
framkvæmdir hófust. Ég held að það
hefði annars ekki orðið eining um svo
mikla útlitsbreytingu, en í dag held ég að
allir séu sáttir enda kirkjan mjög falleg.“
Framkvæmdunum við kirkjuna lauk
árið 1988. Hún var endurvígð 16. október
það ár. En framkvæmdum á kirkju-
staðnum var þó ekki lokið og var áfram
unnið að lagfæringum og breytingum á
kirkjugarðinum, nýtt sáluhlið smíðað eftir
ljósmynd frá Miðdal um 1920 og seinna
var svo rafstrengur lagður í kirkjugarðinn
og kirkjan flóðlýst. ,,Árið 1991 var svo
farið í að leita að grjóti til hleðslu í
garðvegginn. Nægt hleðslugrjót fannst
inni á fjalli. Rúmu ári síðar fór hópur
vaskra sveina úr Menntaskólanum á
Laugarvatni inn á Rótarsand að tína grjót í
hleðsluna ásamt fleiri sjálfboðaliðum. Það
var svo í apríl 1993 sem hafist var handa
við grjóthleðsluna, en til verksins var
fenginn aldraður Austfirðingur, Sveinn
Einarsson hleðslumeistari.“
Sveinn stýrði svo verkinu og hlaðnir
voru norður- og austurveggur fyrst, þá
suðurveggur og svo vesturveggurinn
hlaðinn lágri hleðslu undir girðingu.
Tómas Tryggvason, sem hafði verið
byggingameistari kirkjunnar, smíðaði
grindverk ofan á hleðsluna. Hann smíðaði
líka nýtt sáluhlið, en Ólafur Jónasson ren-
ndi hnúðana ofan á það. Einnig voru hel-
lur teknar upp og dúkur lagður undir,
garðurinn snyrtur og þökulagt eftir þörf-
um. Minnismerkjum var aftur komið fyrir,
hverju á sinn stað, í kirkjugarðinum.
54
Menningargersemi í Miðdal
- rætt við Rannveigu Pálsdóttur
Framkvæmdir hafnar, verið að grafa frá kirkjunni og búið að rífa klæðninguna af.
Miðdalskirkja árið 1984 áður en framkvæmdir hófust. Hér er kirkjan járnklædd og ljósmáluð.
Kvenfélagskonur í sjálfboðavinnu í kirkjunni árið 1988.
Hlöðnu garðarnir fóru illa í jarðskjálftunum árið 2000.Miðdalur um 1920.