Skák


Skák - 15.03.1981, Side 4

Skák - 15.03.1981, Side 4
A. J. Miles: Sosonko og Timman efstir í Wijk aan Zee 1981 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 V. 1. Sosonko (Holland) i y2 y2 y2 i % y2 y2 1 % 1 % — 8 2. Timman (Holland) . 0 X 0 í y2 y2 í y2 V2 1 1 1 1 (1) 8 3. Sveshnikov (Sovétríkin) . y2 1 X y2 i y2 y2 % 1 y2 y2 0 y2 — 7 4. Taimanov (Sovétríkin) . % 0 % X í y2 y2 y2 1 % y2 % 1 (Vz) 7 5. Browne (Bandaríkin) . y2 y2 0 0 X i % y2 1 % y2 1 y2 — 6% 6. Gheorghiu (Rúmenía) . 0 % y2 y2 0 X y2 i y2 V2 1 y2 1 — 6% 7. Andersson (Sviþjóð) . y2 0 % % y2 % X % y2 0 y2 1 1 — 6 8. Sax (Ungyerjaland) . % y2 y2 y2 % 0 y2 X y2 y2 y2 1 y2 — 6 9. Ree (Hoiland) . y2 y2 0 0 0 y2 y2 % X 1 1 y2 % — 5% 10. Miles (Eng-land) . 0 0 y2 y2 % y2 í y2 0 X y2 % % — 5 11. Torre (Filippseyjar) . % 0 y2 y2 y2 0 % % 0 % X 1 0 — 4y2 12. Langeweg (Holland) . 0 0 í y2 0 y2 0 0 y2 y2 0 X 1 — 4 13. Unzicker (Vestur-Þýskaland) . . . y2 0 y2 0 y2 0 0 % y2 y2 1 0 X — 4 14. Adorjan (Ungverjaland) 0 y2 X y2 Alþjóðaskákmótið í Wijk aan Zee, hið 43. í röðinni, hófst að þessu sinni með all undarlegum hætti. 1 fyrsta lagi mætti banda- ríski stórmeistarinn W. Browne sárþjáður til leiks og fór því fram á frestun á fyrstu skákinni. Er þetta venja sem ég álít afar óeðlilega (hvað skeður ei and- stæðingurinn er veikur þegar skákin skal tefld?). I öðru lagi töfðust þeir Andersson og Torre á leið isinni frá skákmótinu í Hastings og varð því einnig að fresta skákum þeirra. Af þeim fáu skákum sem sáu dagsins ljós í fyrstu umferð bar hæst viðureign þeirra Timm- ans og Andras Adorjans, sem lauk með sigri þess fyrrnefnda. Eins og mörgum er kunnugt þá er Adorjan ekki heilsuhraustasti skákmaður í heimi á stundum, og slæm byrjun í upphafi móts virðist hafa vond áhrif á liann. Aðstoðarmaður Adorjans hefur jafnvel látið hafa það eftir sér að Adorjan fái hita af tilhugs- uninni einni saman. — En hvað um það, við morgunverðarborð- ið daginn eftir leið Adorjan út af og annarri skák hans varð því að fresta. í þriðju umferð mætti hann til leiks og samdi jafntefli eftir stutta viðureign, en í fjórðu umferð mætti hann Browne sem er mikill bardagamaður. Adorj- an tókst að klára nokkra leiki áður en svanasöngur hans hófst með endurtekningu á yfirliði. Er hér var komið höfðu móts- haldarar fengið nóg og þrátt fyr- ir mótmæli Adorjans ákváðu þeir að keppninni væri betur haldið áfram án þátttöku hans. En snúum okkur nú aftur að gangi mótsins. Það kom fljót- lega í ljós að baráttan um efsta sætið stóð milli hoilensku meist- aranna Timmans og Sosonkos annars vegar og sovésku meist- aranna Taimanovs og Sveshni- kovs hins vegar. Þess má geta hér til gamans að forráðamenn jólaskákmótsins í Hastings höfn- uðu þátttöku Sveshnikovs á þeirri forsendu að hann væri of ,,veikur“ skákmaður! Sosonko hélt forystunni mest- allan tímann og þegar tvær um- ferðir voru eftir hafði hann auk- ið forskot sitt upp í hálfan ann- an vinning. — En þar eð hann hefði átt að tefla við Adorjan í síðustu umferð, þá átti hann raunverulega aðeins eina skák til góða. Þeirri skák lyktaði með jafntefli og með því tryggði So- sonko sér fyrsta sætið ásamt öðr- um, en örugglega fyrstu verð- laun. Timman hafði hins vegar 66 SKÁK

x

Skák

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.