Skák


Skák - 15.03.1981, Blaðsíða 4

Skák - 15.03.1981, Blaðsíða 4
A. J. Miles: Sosonko og Timman efstir í Wijk aan Zee 1981 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 V. 1. Sosonko (Holland) i y2 y2 y2 i % y2 y2 1 % 1 % — 8 2. Timman (Holland) . 0 X 0 í y2 y2 í y2 V2 1 1 1 1 (1) 8 3. Sveshnikov (Sovétríkin) . y2 1 X y2 i y2 y2 % 1 y2 y2 0 y2 — 7 4. Taimanov (Sovétríkin) . % 0 % X í y2 y2 y2 1 % y2 % 1 (Vz) 7 5. Browne (Bandaríkin) . y2 y2 0 0 X i % y2 1 % y2 1 y2 — 6% 6. Gheorghiu (Rúmenía) . 0 % y2 y2 0 X y2 i y2 V2 1 y2 1 — 6% 7. Andersson (Sviþjóð) . y2 0 % % y2 % X % y2 0 y2 1 1 — 6 8. Sax (Ungyerjaland) . % y2 y2 y2 % 0 y2 X y2 y2 y2 1 y2 — 6 9. Ree (Hoiland) . y2 y2 0 0 0 y2 y2 % X 1 1 y2 % — 5% 10. Miles (Eng-land) . 0 0 y2 y2 % y2 í y2 0 X y2 % % — 5 11. Torre (Filippseyjar) . % 0 y2 y2 y2 0 % % 0 % X 1 0 — 4y2 12. Langeweg (Holland) . 0 0 í y2 0 y2 0 0 y2 y2 0 X 1 — 4 13. Unzicker (Vestur-Þýskaland) . . . y2 0 y2 0 y2 0 0 % y2 y2 1 0 X — 4 14. Adorjan (Ungverjaland) 0 y2 X y2 Alþjóðaskákmótið í Wijk aan Zee, hið 43. í röðinni, hófst að þessu sinni með all undarlegum hætti. 1 fyrsta lagi mætti banda- ríski stórmeistarinn W. Browne sárþjáður til leiks og fór því fram á frestun á fyrstu skákinni. Er þetta venja sem ég álít afar óeðlilega (hvað skeður ei and- stæðingurinn er veikur þegar skákin skal tefld?). I öðru lagi töfðust þeir Andersson og Torre á leið isinni frá skákmótinu í Hastings og varð því einnig að fresta skákum þeirra. Af þeim fáu skákum sem sáu dagsins ljós í fyrstu umferð bar hæst viðureign þeirra Timm- ans og Andras Adorjans, sem lauk með sigri þess fyrrnefnda. Eins og mörgum er kunnugt þá er Adorjan ekki heilsuhraustasti skákmaður í heimi á stundum, og slæm byrjun í upphafi móts virðist hafa vond áhrif á liann. Aðstoðarmaður Adorjans hefur jafnvel látið hafa það eftir sér að Adorjan fái hita af tilhugs- uninni einni saman. — En hvað um það, við morgunverðarborð- ið daginn eftir leið Adorjan út af og annarri skák hans varð því að fresta. í þriðju umferð mætti hann til leiks og samdi jafntefli eftir stutta viðureign, en í fjórðu umferð mætti hann Browne sem er mikill bardagamaður. Adorj- an tókst að klára nokkra leiki áður en svanasöngur hans hófst með endurtekningu á yfirliði. Er hér var komið höfðu móts- haldarar fengið nóg og þrátt fyr- ir mótmæli Adorjans ákváðu þeir að keppninni væri betur haldið áfram án þátttöku hans. En snúum okkur nú aftur að gangi mótsins. Það kom fljót- lega í ljós að baráttan um efsta sætið stóð milli hoilensku meist- aranna Timmans og Sosonkos annars vegar og sovésku meist- aranna Taimanovs og Sveshni- kovs hins vegar. Þess má geta hér til gamans að forráðamenn jólaskákmótsins í Hastings höfn- uðu þátttöku Sveshnikovs á þeirri forsendu að hann væri of ,,veikur“ skákmaður! Sosonko hélt forystunni mest- allan tímann og þegar tvær um- ferðir voru eftir hafði hann auk- ið forskot sitt upp í hálfan ann- an vinning. — En þar eð hann hefði átt að tefla við Adorjan í síðustu umferð, þá átti hann raunverulega aðeins eina skák til góða. Þeirri skák lyktaði með jafntefli og með því tryggði So- sonko sér fyrsta sætið ásamt öðr- um, en örugglega fyrstu verð- laun. Timman hafði hins vegar 66 SKÁK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.