Skák


Skák - 15.03.1981, Qupperneq 26

Skák - 15.03.1981, Qupperneq 26
jón L. Árnason: Heimsmeistaramót unglinga '80 Sovéski s+órmeistarinn G. Kasparov sigraði með yfirburðum Smáatriðin eru þessi: Heims- meistaramót unglinga í skák 1980 fór fram í Dortmund í V- Þýskalandi. Teflt var í glæsileg- um sal í Westfallenpark. Kepp- endur 58 frá 56 löndum. Tefld- ar 13 umferðir eftir Monrad- kerfi. Stopp. Aðeins eitt atriði skipti veru- legu máli og varð til þess að yfir heimsmeistaramótinu var að þessu sinni óvenju mikil reisn. Það var þátttaka hins heims- fræga stórmeistara frá Bakú, Garrí Kasparov. Óhætt er að segja að Kasparov hafi teflt sig beint inn að hjörtum áhorf- enda. Auðvitað var ekki hægt að búast við öðru af honum en efsta sæti, en skiptar skoðanir voru um hvernig hann færi að því að ná ]>ví takmarki. Þeir svartsýnustu töldu að tæknin yrði látin sitja í fyrirrúmi og að fyrirskipunum frá Moskvu um að tefla varlega skyldi hlýtt út í ystu æsar. — Aðrir töldu að Kasparov færi ekki að kasta skákstíl sínum fyrir róða út af smámóti sem þessu. Þeir hinir sömu voru fullvissir um að mál- tæki mótsins yrði „fórna fyrst og hugsa svo“, eins og Tal ráð- lagði sveininum unga hér um árið. Og mótið var ekki fyrr hafið en áhorfendur fengu smjörþef- inn af kraftmikilli taflmennsku Kasparov. Heimamenn höfðu ekki séð þvílíka flugeldasýningu 78 SKÁK síðan í heimsstyrjöldinni síðari, þegar iðnaðarborgin Dortmund var næstum jöfnuð við jörðu. Og ekki virtist hann liafa mikið fyrir hlutunum. Minnti á ljón í búri er andstæðingurinn átti leik. Þá óð hann um salinn og lagði hornsteininn að næstu leikfléttum. Það var ekki fyrr en í seinni hluta mótsins sem um fór að hægjast. Sigurinn gat orðið enn stærri en 10J4 vinn- ingur og D/2 vinnings forskot. Þegar tvær umferðir voru eftir hafði hann þegar tryggt sér sig- urinn _ skákmaður í sérflokki. Þá fór Kasparov að beina at- hygli sinni að hraðskákinni, enda var þar drjúgan skilding að fá. Sérstaklega fór pyngja Tempone varhluta af þeim við- skiptum. Kasparov hafði iðu- lega 3 mínútur gegn 5 mínútum andstæðingsins og var það hon- um feikinógur tími til þess að stýra mönnum sínum í átt að óvinakónginum og sleppa þeim þar lausum. Styrkti þetta þann orðróm um að Kasparov væri í raun annar mesti hraðskák- kappi Sovétríkjanna, einungis á eftir Karpov. Læti voru oft mik- il í hraðskákinni og var Kas- parov í ];eim efnum enginn eft- irbátur óstýrilátustu klukku- berjara T. R. En minna en 3 mínútur vildi drengurinn ekki hafa, þrátt fyrir fjölda áskorana. „Ég verð að hafa tíma til að hugsa!“ sagði hann. Það væri röng lýsing á mótinu að ræða eitthvað um aðra kepp- endur en undrabarnið frá Bakú. Ekki verður þó hjá því komist að minnast á frammistöðu ofan- ritaðs, sem kom til mótsins full- ur bjartsýni, með Helga Ólafs- son sér til fulltingis. Árangur- inn var þó ekki í samræmi við björtustu vonir og á afleit tafl- mennska auðvitað mesta sök þar á. Ég þverbraut nefnilega þá grundvallarreglu nr. 1, sem gef- in er upp í frægri norskri byrj- endabók eftir Sigurd Heierstad og hljóðar svo: Fremfor alt gjpr ingen fejl! Við sál mína eina verður þó ekki að sakast. Ytri aðstæður áttu sinn hlut að máli. Réttast væri að fara um þær :iokkrum orðum ef vera mætti öðrum keppendum víti til varnaðar: Við Helgi vorum seinir fyrir og misstum af setningarathöfninni. Þá voru flestir þátttakendur mættir til leiks og á hótelinu var nær fullskipað á bása. Marg- ir kependur kusu að vera einir í herbergi og því hafði jiýsk ná- kvæmni ekki gert ráð fyrir. Við Helgi máttum því gera okkur að góðu duggunarlitla herberg- iskytru á jarðhæð, staðsetta mitt á milli móttökunnar og eldhúss- ins. Útsýni yfir að bakdyrum, þangað sem flutningabílarnir komu í morgunsárið með skips- farma af skemmdum kartöflum og öðru ljúfmeti, sem kastað var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skák

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.