Skák


Skák - 15.03.1981, Side 26

Skák - 15.03.1981, Side 26
jón L. Árnason: Heimsmeistaramót unglinga '80 Sovéski s+órmeistarinn G. Kasparov sigraði með yfirburðum Smáatriðin eru þessi: Heims- meistaramót unglinga í skák 1980 fór fram í Dortmund í V- Þýskalandi. Teflt var í glæsileg- um sal í Westfallenpark. Kepp- endur 58 frá 56 löndum. Tefld- ar 13 umferðir eftir Monrad- kerfi. Stopp. Aðeins eitt atriði skipti veru- legu máli og varð til þess að yfir heimsmeistaramótinu var að þessu sinni óvenju mikil reisn. Það var þátttaka hins heims- fræga stórmeistara frá Bakú, Garrí Kasparov. Óhætt er að segja að Kasparov hafi teflt sig beint inn að hjörtum áhorf- enda. Auðvitað var ekki hægt að búast við öðru af honum en efsta sæti, en skiptar skoðanir voru um hvernig hann færi að því að ná ]>ví takmarki. Þeir svartsýnustu töldu að tæknin yrði látin sitja í fyrirrúmi og að fyrirskipunum frá Moskvu um að tefla varlega skyldi hlýtt út í ystu æsar. — Aðrir töldu að Kasparov færi ekki að kasta skákstíl sínum fyrir róða út af smámóti sem þessu. Þeir hinir sömu voru fullvissir um að mál- tæki mótsins yrði „fórna fyrst og hugsa svo“, eins og Tal ráð- lagði sveininum unga hér um árið. Og mótið var ekki fyrr hafið en áhorfendur fengu smjörþef- inn af kraftmikilli taflmennsku Kasparov. Heimamenn höfðu ekki séð þvílíka flugeldasýningu 78 SKÁK síðan í heimsstyrjöldinni síðari, þegar iðnaðarborgin Dortmund var næstum jöfnuð við jörðu. Og ekki virtist hann liafa mikið fyrir hlutunum. Minnti á ljón í búri er andstæðingurinn átti leik. Þá óð hann um salinn og lagði hornsteininn að næstu leikfléttum. Það var ekki fyrr en í seinni hluta mótsins sem um fór að hægjast. Sigurinn gat orðið enn stærri en 10J4 vinn- ingur og D/2 vinnings forskot. Þegar tvær umferðir voru eftir hafði hann þegar tryggt sér sig- urinn _ skákmaður í sérflokki. Þá fór Kasparov að beina at- hygli sinni að hraðskákinni, enda var þar drjúgan skilding að fá. Sérstaklega fór pyngja Tempone varhluta af þeim við- skiptum. Kasparov hafði iðu- lega 3 mínútur gegn 5 mínútum andstæðingsins og var það hon- um feikinógur tími til þess að stýra mönnum sínum í átt að óvinakónginum og sleppa þeim þar lausum. Styrkti þetta þann orðróm um að Kasparov væri í raun annar mesti hraðskák- kappi Sovétríkjanna, einungis á eftir Karpov. Læti voru oft mik- il í hraðskákinni og var Kas- parov í ];eim efnum enginn eft- irbátur óstýrilátustu klukku- berjara T. R. En minna en 3 mínútur vildi drengurinn ekki hafa, þrátt fyrir fjölda áskorana. „Ég verð að hafa tíma til að hugsa!“ sagði hann. Það væri röng lýsing á mótinu að ræða eitthvað um aðra kepp- endur en undrabarnið frá Bakú. Ekki verður þó hjá því komist að minnast á frammistöðu ofan- ritaðs, sem kom til mótsins full- ur bjartsýni, með Helga Ólafs- son sér til fulltingis. Árangur- inn var þó ekki í samræmi við björtustu vonir og á afleit tafl- mennska auðvitað mesta sök þar á. Ég þverbraut nefnilega þá grundvallarreglu nr. 1, sem gef- in er upp í frægri norskri byrj- endabók eftir Sigurd Heierstad og hljóðar svo: Fremfor alt gjpr ingen fejl! Við sál mína eina verður þó ekki að sakast. Ytri aðstæður áttu sinn hlut að máli. Réttast væri að fara um þær :iokkrum orðum ef vera mætti öðrum keppendum víti til varnaðar: Við Helgi vorum seinir fyrir og misstum af setningarathöfninni. Þá voru flestir þátttakendur mættir til leiks og á hótelinu var nær fullskipað á bása. Marg- ir kependur kusu að vera einir í herbergi og því hafði jiýsk ná- kvæmni ekki gert ráð fyrir. Við Helgi máttum því gera okkur að góðu duggunarlitla herberg- iskytru á jarðhæð, staðsetta mitt á milli móttökunnar og eldhúss- ins. Útsýni yfir að bakdyrum, þangað sem flutningabílarnir komu í morgunsárið með skips- farma af skemmdum kartöflum og öðru ljúfmeti, sem kastað var

x

Skák

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.