I. alþjóðamótið


I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Side 9

I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Side 9
Orkuverið mikla í Svartsengi veitir birtu og yl. Jarðhiti á Suðurnesjum Á Reykjanesskaga eru umfangs- mikil hverasvæði og af þeim ástæð- um má segja að eðlilegt sé að upphit- un með jarðhita sé mönnum þar hugleikin. Árið 1961 var fyrstu áætlun um hitaveitu til Keflavíkur, Njarðvíkur og Keflavíkur lokið. Þessi áætlun var gerð á vegum hitaveitunefnda Kefla- víkur og Njarðvíkur. Ennfremur voru áætlanir gerðar 1963 á vegum varnarliðsins á Kefla- vikurflugvelli og voru þá borin sam- an tvö svæði þ.e. hitinn frá Reykja- nesi og Stapafellssvæðinu, þar sem gert var ráð fyrir nægu heitu vatni með borun. Árið 1969 ákvað hreppsnefnd Grindavíkurhrepps að láta rannsaka Svartsengissvæðið með tilliti til jarð- hita, sem þá átti að beisla til húshit- unar í Grindavík. Árið 1971 og 1972 voru tvær holur boraðar um 5 km norðan Grindavík- ur, skammt frá Svartsengi. Þessar holur voru 240 og 403 metra djúpar. Þessar holur lofuðu góðu og Ieiddu meðal annars í ljós að hér var um „há“hitasvæði að ræða og að vatnið sem kom úr holunum var salt. í janúar 1973 lauk Orkustofnun við frumáætlun um hitaveitu frá Svartsengi. í framhaldi af því skipulagði Orkustofnun rannsóknaráætlun á öllu Svartsengissvæðinu og tvær holur voru boraðar niður í 1500 m og 1700 m. Til viðbótar þessum fram- kvæmdum voru gerðar viðnáms- mælingar, til þess að ákvarða stærð „heita“ svæðisins. Það þótti nú sannað að mögulegt væri og hagkvæmt að byggja varma- orkuver í Svartsengi sem gæti annað allri hitaþörf á Suðurnesjum. í beinu framhaldi af því tóku öll sveitarfé- Iögin á Suðurnesjum höndum sam- an um stofnun fyrirtækisins. Á Suðurnesjum eru sjö sveitarfé- lög, en auk þeirra er Keflavíkurflug- völlur á svæðinu. Með framanskráð- ar staðreyndir í huga var Hitaveita Suðurnesja stofnuð með Iögum í desember 1974. Eignaraðild hitaveit- unnar er þannig skipt: Eignarhluti sveitarfélaga 60%. Eignarhluti ísl. ríkisins 40%. Það var frá byrjun talið nauðsyn- legt að ríkið væri eignaraðili, til þess að geta tryggt sér réttinn til upphit- unar á Keflavíkurflugvelli. Frekari skipting eignaraðildar var ákveðin í samræmi við fólksfjölda 1. des. 1974. Eignaraðildin skiptist þannig: 1. Keflavík 31.04% 2. Grindavík 8.11% 3. Njarðvík 8.70% 4. Sandgerði 5.55% 5. Gerðahreppur 3.76% 6. Vatnsleysus.hr. 2.13% 7. Hafnir 0.71% Samtals 60.00% Vegna hitastigsins og seltu vatns- ins, sem upp kemur úr borholunum, þurfti að hanna hitaskiptaaðferð sem geröi kleift að nýta hitaorkuna. Fersku köldu vatni er dælt inn í orkuverið og hitað þar upp í 85°C— 125°C, en síðan er því dælt til byggða, þar sem það er notað beint til upphitunar eða venjulegrar 9

x

I. alþjóðamótið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: I. alþjóðamótið
https://timarit.is/publication/2054

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.