I. alþjóðamótið


I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Síða 12

I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Síða 12
Nonni & Bubbi Jónas Ragnarsson, eigandi Nonna & Bubba. Fljótur að tileinka sér heim kaupmennskunnar. Dagmar Jóhannsdóttir, deildarstjóri. Búin að vinna hjá Nonna & Bubba 15 ár. Við erum stoltir af því að geta staðið undir nafninu Nonni & Bubbi og sérstaklega ánægðir með það að hafa fengið fyrrverandi eigendur til að ljá fyrirtækinu enn um hríð starfskrafta sína, því án þeirra hefði þetta verið erfiður róður hjá mér, sagði Jónas Ragnarsson, kaupmað- ur, eigandi verslunarinnar Nonni & Bubbi, Hringbraut 92, Keflavík. Ég hóf verslunarstörf árið 1979 með versluninni Róm og verslaði þá aðallega með gjafavörur. Um ára- mótin ’81—82 keypti ég svo þessa verslun. Þetta var gífurlega erfitt í fyrstu, en ég hafði góða hjálp, sem áður er getið, og auk þess prýðilegt starfsfólk, svo að hlutirnir hafa gengið allt að því snurðulaust þann tima er ég hef annast reksturinn. Að vísu er vinnudagurinn yfirleitt nokk- uð langur, þ.e. 16 tímar á sólarhring en við uppskerum árangur erfiðisins, því hér hefur sala aukist með hverj- um mánuði. Til hagræðingar fyrir alla, við- skiptavini jafnt sem starfsfólk, stækkuðum við verslunina um 102 m2 og frekari stækkun er möguleg, enda þótt slíkt bíði enn um sinn. Með stækkuninni fengum við sérað- stöðu fyrir kjötvinnslu okkar. Auk þess að bjóða upp á besta fáanlega hrámetið í kjötvörum, þá höfum við einnig á boðstólum heitan mat, sem framreiddur er í plastbökkum, afar hentugum til að taka með sér og halda vel heitu. Þessi þjónusta hefur verið mjög vinsæl meðal viðskipta- vinanna, enda þægilegt að grípa til þegar illa stendur á heima fyrir. Okkar frábæri matsveinn, Axel Jónsson, sem nú er nýbúinn að opna Glóðina, reyndist okkur mikil hjálp- arhella við uppbyggingu og skipulag kjötvinnslunnar. Við erum á kafi í þessu bæði, kon- an mín sér um bókhald, við höfum skrifstofuaðstöðu og kaffistofu starfsfólks hér uppi á 2. hæð í sama húsi. Þessi ár hafa verið reynslurík og skemmtileg, sagði Jónas, ég hefði ekki undir neinum kringumstæðum viljað fara á mis við þetta. Ég vona að fólk sjái sér áfram hag í áfram- haldandi verslun hér, enda þótt harðnandi samkeppni sé nú fyrir höndum. Samkeppni er nauðsynleg til þess að engum leyfist að brúka að- stöðu sína til framboðs á lélegri vöru og þjónustu, sem oft vill brenna við þegar einokunaraðstaða er fyrir hendi. Ég veit að fólkið vill hafa okk- ur hérna. Við teljum að góð þjón- usta sé nauðsynleg og aldrei sé gert nógu vel við viðskiptavinina. Víkurbær Við Hafnargötu 21—23 í Keflavík stendur Víkurbær, fyrstu vörumark- aður Suðurnesjamanna. Þar ræður ríkjum Guðjón Ómar Hauksson, sem rak áður verslunina Kost við Hringbraut, en keypti vörumarkað- inn og 2. hæð hússins við Hafnar- götuna fyrir tæpur tveimur árum. Aðspurður sagði hann að allar sín- ar vörur væru á vörumarkaðsverði, þ.e. 10% afsláttur af allri álagningu — þó ekki á landbúnaðarvörum, en þar er álagningin 4—8%. Um hverja helgi býður svo Víkur- bær upp á sérstök helgartilboð, sem felur í sér að 5—10 vörutegundir eru seldar á sérstaklega hagstæðu verði. Enda þótt hér sé um helgartilboð að ræða þá má segja að slík tilboð gildi þá um þær vörutegundir fram eftir næstu viku. Víkurþær leggur mikla áherslu á vöruúrval, enda þótt slíkt sé oft erf- iðleikum bundið, vegna þess hve margir heildsalar eru illa staddir fjárhagslega. Yfirleitt tekst okkur samt að gera mjög hagstæð innkaup og náum oft inn miklum birgðum fyrir hækkunarskriður og veitum því oft lægra vöruverð um langan tíma, eftir að hækkanir eru um garð gengnar, má hér til nefna t.d. kjöt- vöru og kaffi. Við erum stoltir af versluninni hérna sagði Ómar. Aðeins er verslað með fyrsta flokks ávexti og græn- meti og hafa gæði vörunnar vakið athygli og einnig má benda á að kjöt- borðið okkar mun vera með því besta sem gerist hérlendis. Við erum með sérlærðan kjötiðnaðarmann við vinnsluna sem annast alla um- sjón með þeirri deild. Allar kjötvör- ur eru vacumpakkaðar í kælinn. Ómar var fyrstur til að breyta til um opnunartíma hér um slóðir, svo 12

x

I. alþjóðamótið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: I. alþjóðamótið
https://timarit.is/publication/2054

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.