I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Blaðsíða 16

I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Blaðsíða 16
Jón Böðvarsson, skólameistari: Jón Böðvarsson. Suðurnes eru vestasti hluti Reykjanesskaga. Þar eru sjö sveitar- félög — sunnan Straums: Vatns- leysustrandarhreppur, Njarðvík, Keflavík, Gerðahreppur, Miðnes- hreppur, Hafnahreppur og Grinda- vík. Auk þess er Keflavíkurflugvöll- ur sérstakt lögsagnarumdæmi og lýtur stjórn utanríkisráðherra. Suðurnes eru láglend og landslag mjög frábrugðið því sem hérlendis er dæmigert. — Dalir eru engir, gróð- urlendi aðeins á mjóum ræmum með ströndum fram, og því er hefðbund- inn landbúnaður nær enginn. Víðast hvar eru úfin, sprungin og yfirferð- arill hraun, og svo óþétt er yfirborð jarðar að hvergi finnast ár né lækir, og stöðuvötn eru fá og strjál. í bændasamfélagi fyrri alda var landshorn þetta ekki einungis af- skekkt heldur einnig strjálbýlt með- an kvikfjárrækt var aðalatvinnuveg- ur þjóðarinnar. Með eflingu sjávar- útvegs óx mikilvægi svæðisins. 1930 voru Suðurnesjabúar þó innan við 3000 og aðeins 2,6% þjóðarinnar. Flestir íbúarnir bjuggu í fiskiþorp- um þar sem hafnarskilyrði voru skást, en útifyrir voru og eru sum fengsælustu fiskimið við landið. Því var mikil útgerð rekin á Suðurnesj- um öldum saman. í þjóðsögunni — svo og sögnum og kveðskap kemur fram að í vitund landsmanna eru út- nesjabyggðir þessar fasttengdar sjó- sókn og verbúðalífi. Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn: fast þeir sóttu sjóinn og scekja hann enn. Á þessari öld komast Suðurnes fyrst að marki í sviðsljósið í atvinnu- og stjórnmálasögu þjóðarinnar. Á Þróttmikið athafnalíf á Suðurnesjum heimsstyrjaldarárunum síðari er herflugvöllur gerður á grýttri Mið- nesheiðinni — og hann verður í tím- ans rás eini millilandaflugvöllur ís- lendinga. Síðan er skagi þessi í senn miðstöð samgangna við umheiminn og hernaðarlega mikilvægasti staður hérlendis. í kjölfar þess breytast at- vinnuhættir og íbúatala þrefaldast á áratugunum 1940—1970. 1. desem- ber 1983 voru Suðurnesjamenn 14.086 eða tæp 6% þjóðarinnar. Grindavík hefur vaxið mest síðustu 20 árin, bæði vegna aukinna umsvifa í fiskveiðum og sökum þess að þar er atvinnulíf óháð Keflavíkurflugvelli. íbúatala í Grindavík 1. desember 1983 reyndist 2.019. Margþætt umskipti hafa fylgt breyttum atvinnuháttum. Sjávarút- vegur er ekki lengur sú meginstoð at- vinnulifs sem hann áður var á svæð- inu öllu — heldur einnig í Grindavík, Sandgerði og Garðinum. Keflavík og Njarðvík gerast í æ ríkara mæli iðn- aðar- og þjónustumiðstöðvar. Á síð- ustu áratugum hafa risið þar nokkur meiriháttar fyrirtæki sem þjónustu veita um land allt, s.s. Ofnasmiðja Suðurnesja, Plastgerð Suðurnesja, Ragnarsbakarí, Rammi, Skipa- smíðastöð Njarðvíkur og Trésmiðja Þorvaldar Ólafssonar. Er flugvellinum var valinn staður mun naumast nokkrum hafa í hug komið að jarðhiti yrði í framtíðinni jafn verðmætur orkugjafi og foss- arnir í stórfljótum landsins né vitað að þar í grennd væru sum mestu há- hitasvæði hérlendis og skilyrði til orkuvinnslu óvenjugóð. Nú blasir við að skilyrði til margþætts iðnaðar og fiskiræktar á sunnanverðum Reykjanesskaga eru afar hagstæð og nýting þessara náttúrugæða er þegar hafin. Hitaveita Suðurnesja var stofnuð 1974. Fyrirtækið er sameign ríkis- sjóðs (40%) og sveitarfélaganna sjö sunnan Straums (60%). Orkuver hitaveitunnar eru staðsett í Svarts- engi norðan við Grindavík á um- fangsmiklu jarðhitasvæði. „Fersku vatni er dælt inn í orkuverið og hitað þar upp i 85 —125°C, en síðan er því 16

x

I. alþjóðamótið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: I. alþjóðamótið
https://timarit.is/publication/2054

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.