I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Side 17
dælt til byggða þar sem það er notað
beint til upphitunar eða venjulegrar
notkunar.“ Dreifikerfi og aðveitu-
lagnir eru rösklega 300 km.
Hitaveita Suðurnesja veitir ekki
einungis heitu og ómenguðu vatni
inn í flest hús í Suðurnesjabyggðum
og á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið
framleiðir einnig með litlum kostn-
aði 8 MW af rafmagni með gufu-
hverflum og nýtir sjálft um fjórðung
þess. Mikill áhugi er á aukinni raf-
magnsvinnslu og auðvelt mun að
framleiða á Reykjanesskaganum
nægilegt rafmagn fyrir Suðurnesja-
svæðið allt.
Annað fyrirtæki sem risið er á
legg á háhitasvæði er Sjóefnavinnsl-
an hf. á Reykjanesi. Þar er hafin
framleiðsla á grófsalti'sem vel hefur
reynst. Unnt er að framleiða þar
miklu meira salt en þarf til allra inn-
anlandsnota. Verksmiðjan leysir raf-
magnsþörf sína á sama hátt og gert
er í Svartsengi. Rannsóknir hafa sýnt
að í legi sem til verður við vinnslu á
grófsaltinu eru ýmis efni sem nýta
má í margs konar efnaiðnaði, en nú
fer lögur þessi sömu leið og aflið í
óvirkjuðum fossum.
Rétt norðan við orkuver hitaveit-
unnar er sérkennilegt „stöðuvatn"
sem myndast hefur af brenniseins-
ríku afrennslisvatni þaðan. Þetta er
Bláa Iónið svonefnda.
Erlendis hefur slíkt vatn þótt duga
vel til lækninga á gigt, exem og psori-
asis. Snemmaárs 1981 gerðu psorias-
is-sjúklingar tilraunir með böðun í
Bláa lóninu. Hafa þær reynst svo ár-
angursríkar að uppi eru hugmyndir
um að reisa þar heilsuhæli. í nóvem-
ber 1983 tók til starfa gistihús við
Bláa lónið sem Þórður Stefánsson á
og rekur. Þar eru 11 prýðisgóð
tveggja manna herbergi og matsala
allan daginn. Talið er að gistihúsið sé
að öllum búnaði hið fullkomnasta í
nágrenni Reykjavíkur.
Aðstaða psoriasis sjúklinga hefur
að sjálfsögðu gjörbreyst síðan það
tók til starfa, en þarna er auk þess
risinn sá hressingar- og hvildarstaður
í námunda við höfuðborgarsvæðið
sem lengi hefur vantað.
Jarðhitann má nýta til margs ann-
ars en iðnaðarframleiðslu.
Undanfarin ár hafa merkilegar
fiskeldistilraunir verið gerðar að
Húsatóftum vestan við Grindavík.
10—11° heitum sjó er veitt inn í
eldiskör og eldistjarnir. Fiski sem
þar er alinn er aldrei sleppt til hafs
heldur hafður í stöðinni alla tíð og
slátrað þar er fullum þroska er náð.
Þarna má reisa mikla fiskiræktar-
stöð eða stöðvar. Laxarækt verður
sjálfsagt höfð þar í fyrirrúmi fyrst í
stað, en ljóst er að ekki þarf að ein-
skorða framleiðsluna við þá fiskiteg-
und.
Á jarðhitasvæðinu virðast skilyrði
til ylræktar óvenju góð.
Áður hefur þess verið getið að
íbúatala Grindavíkur hefur aukist
mjög síðustu tvo áratugi. Ekki er lík-
legt að þar verði lát á. Hitt er senni-
Iegra að um næstu aldamót verði
Grindvíkingar ekki færri en 5—6
þúsund að tölu.
URVAL-
GÆÐI-
ÞJÓNUSTA
ÚRVAL AF GLUGGATJALDAEFNUM í ÁLNABÆ
ÚRVALAFSTÓRESEFNUM í ÁLNABÆ
ÚRVAL AF ELDHÚSGLUGGATJÖLDUM í ÁLNABÆ
ÚRVAL AF BLÓMASTÓRESUM í ÁLNABÆ
Siðumúla 22 - Sími 31870
Keflavik-Simi 92-2061
Við tökum að okkur saum á gluggatjöldum og gardínuköppum.
Við mælum og setjum upp ef óskað er.
Við bjóðum greiðsluskilmála.
Við sendum í póstkröfu um land allt.
Verið velkomin eða hringið, því við höfum alltaf eitthvað við yðar hæfi.
7? GanJínubrautir
SKFMMUVtGI 10 KÓPAVOGI SIMI 7 7900
17