I. alþjóðamótið


I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Side 18

I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Side 18
Svipleiftur frá Suðurnesjum Þegar fyrsta Alþjóðamótið í skák utan höfuðborgarinnar er haldið á Suðurnesjum, nánar tiltekið í Grindavík, þykir við hæfi að nokkur kynn- ing á Suðurnesjum sé veitt í mótsskránni. Samfara efni um skák birtum við hér nokkrar svipmyndir frá Suðurnesjum. Tekið skal fram, að hér er engan veginn um kynningu fyrir Suðurnesjabúa að ræða. Flestar af þeim stuttu myndum sem hér er brugðið upp hafa verið birtar í Tímariti um Suðurnes og í ritinu Hagsmunir Suðurnesja, en forráðamenn þeirra hafa góðfúslega veitt okkur leyfi til að endurbirta þetta efni, en það er víða stytt og stiklað á stóru. Þessar svipmyndir eru fremur birtar fyrir þá sem fá þessa mótsskrá í hendur og búa utan svæðisins. Jafnframt kynnum við nokkur fyrirtæki sem veitt hafa skákmótinu í Grindavík ágætan stuðning og átt sinn þátt í að hægt væri að koma mótinu á laggirnar. Aður en lengra er haldið, viljum við svo flytja alúðarþakkir til bæjar- stjórnar Grindavíkur, Keflavíkur, Hitaveitu Suðurnesja, íslenzkra aðal- verktaka, Keflavíkurverktaka, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og fjölmargra fyrirtækja og annarra aðila á Suðurnesjum sem veitt hafa mótshaldinu ómetanlegan stuðning. Suðurnes er látlaust orð og ekki mun öllum vera ljóst hvaða hluti landsins það er né hvaða byggðarlög teljast til þeirra eða hvaða þýðingu þau hafa fyrir þjóðarbúskapinn. Suðurnesin, eins og þau eru nefnd í daglegu tali, eru vestari hluti Reykja- nesskaga. Til Suðurnesja teljast sjö sveitarfélög, Vatnsleysustrandar- hreppur, Njarðvik, Keflavík, Gerða- hreppur, Hafnarhreppur, Grinda- vík, Miðneshreppur og Keflavíkur- flugvöllur að auki. Suðurnesin eru fremur láglend, en vesturhluti Reykjanesfjallgarðsins setur þó sinn svip á umhverfið, en það er víðast hvar þakið hraunum sem mörg hafa runnið eftir lands- námstíð. Sökum þess, hve yfirborðs- jarðlagið er óþétt, myndast hvergi ár né lækir, en stöðuvötn eru þó á stöku stað. Þetta veldur því að gróður er lítill, aðeins mjóar ræmur með ströndum fram. Eru Suðurnesin því lítt til landbúnaðar fallin, að minnsta kosti til þeirra búgreina sem byggja á grasrækt. Aftur á móti er þetta landslag með afbrigðum vel fallið til vega og flug- vallargerðar, enda búa Suðurnesja- menn við besta samgöngukerfi á landinu. Allir aðalvegir eru með bundnu slitlagi. Keflavíkurflugvöll- ur er stærsti flugvöllur landsins og sá lang þýðingarmesti fyrir millilanda- flug. Að Suðurnesjum Iiggja ein feng- sælustu fiskimið landsins. Hafa Suðurnesjabúar því frá upphafi byggt afkomu sína á sjósókn. Þang- að hefur því sótt fólk úr öðrum landshlutum á vertíðir. í gömlum heimildum segir að róið hafi verið frá hverri vík og vör allt fram undir seinustu aldamót. Af framansögðu má sjá að lega og landslag Suður- nesja hefur afgerandi áhrif á þróun byggðar og atvinnuhátta. Þó er þeitt mikilvægt náttúruein- kenni ótalið — jarðhitinn, sem er mikill á svæðinu. Nú er farið að nýta hann og er áhrifa hans farið að gæta á þróun mála á svæðinu með hita- veitunni, rafstöðinni og „bláa lón- inu“ sem talið er búa yfir lækninga- mætti fyrir húðsjúkdómasjúklinga. Rösklega 100 fiskiskip, 13 brúttó- rúmlestir og stærri, eru að jafnaði gerð út frá Suðurnesjum. Einnig eru að jafnaði liðlega tíu skuttogarar gerðir út héðan. Allur fiskiskipastóll landsmanna er 100 til 110 þús. brúttólestir, liðlega 600 skip 13 brúttórúmlestir og stærri, þar af lið- lega 100 skuttogarar. Samkvæmt þessu eiga Suðurnesjamen á milli fjórðung og fimmtung alls bátaflot- ans og eitthvað um tíunda hvern tog- ara. Fleiri Suðurnesjamenn hafa at- vinnu sína af sjávarútvegi en nokk- urri annarri atvinnugrein. Skv. töl- um frá Framkvæmdastofnun rikis- ins yfir rímabilið ’75 til ’80, unnu 738 til 931 maður við fiskveiðar og var það á bilinu 12,9 til 14,9 prósent árs- verka á Suðurnesjum á þessu tíma- bili, og er hér miðað við slysatryggð- ar vinnuvikur. Á sama tímabili unnu 1.122 til 1.378 manns við fiskiðnað, eða á bilinu 17,2 til 22 prósent. í heild er þetta á bilinu 1.860 til 2.309 og i prósentu talið er þetta á bilinu 30,1 til 36,9 eða fleiri en þrír af hverj- um tíu vinnandi Suðurnesjabúum. Sé litið á landið í heild er áætlað að við fiskveiðar vinni 5—6% vinnu- færra manna, og við fiskiðnað 8—9%, sem samanlagt er 13—14% eða 18—20 þúsund manns. Til að gera sér nokkra grein fyrir verðmætasköpun hinna ýmsu at- vinnuþátta á Suðurnesjum og hlut- deild sjávarútvegsins þar í, er hér úr- dráttur úr skýrslu, sem Fram- kvæmdastofnun ríkisins gerði og á við árið 1980. Þótt einhverjar breyt- ingar hafa orðið síðan, gefur þetta dæmi nokkra hugmynd um hlutföll- in og verða hér aðeins tíundaðar þær greinar, sem mest verðmæti sköpuðu og er hér átt við markaðsverð fram- leiðslu í þúsundum kr. Fiskvinnsla............... 480.000 Fiskveiðar ............... 291.000 Byggingariðnaður ......... 219.710 Störf f. Varnarlið.........105.000 Smásöluverslun ............ 67.450 Opinber þjónusta......... 63.980 Þjónusta v. atv.rekstrar ... 41.850 Málm- og skipasm........... 40.460 Af þessu sjást glöggt yfirburðir fiskiveiða og fiskvinnslu, en þessar þróttmiklu greinar efla að sjálf- sögðu um leið ýmsar aðrar greinar svo sem málm- og skipasmíði, þjón- ustu vegna atvinnurekstrar (ýmis- konar viðhald) smásöluverslun (,,kosturinn“) og byggingariðnað (verkunarhús — íbúðarhús starfs- fólks). I. ALÞJÓÐAMÓTIÐ BLÁA LÓNIÐ - FEST! 18

x

I. alþjóðamótið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: I. alþjóðamótið
https://timarit.is/publication/2054

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.