I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Blaðsíða 19

I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Blaðsíða 19
AUKhf 85.51 Landshlutasamtök sveitarfélaga voru stofnuð í öllum kjördæmum landsins, nema Reykjavík á árunum 1964—1969 eða eldri samtökum í umdæmunum breytt í slík samtök. Alls staðar voru mörk landshlutana hin sömu og kjördæmanna, nema hvað Fjórðungssamband Norðlend- inga nær yfir tvö kjördæmi, Norður- landskjördæmi eystra og vestra. Síð- ar, eða 1978, hlutuðust Samtök sveit- arfélaga í Reykjaneskjördæmi, SASÍR, i tvennt með stofnun Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Um síðustu áramót gekk Reykjavík- urborg til samstarfs við sveitarfélög- in, sem eftir voru í SASÍR, og mynd- aði með þeim Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Landshluta- samtökin eru því 7 að tölu. Markmið landshlutasamtakanna var frá upphafi og er enn að stuðla að auknu sjálfsforræði byggðanna og auka þátttöku fólks í stjórnun eigin mála, að bæta staðbundna Eiríkur Alexandersson, frkvstj. S.S.S. þjónustu og stuðla að uppbyggingu fjölbreyttara atvinnulífs um landið. Þau eru samstarfsvettvangur og hagsmuna- og þjónustusamtök sveitarstjórnanna, og hafa sannað tilverurétt sinn sem slík, ekki síst á Suðurnesjum. Upphafið að formlegri samvinnu sveitarfélaganna á Suðurnesjum má rekja allt til ársins 1946, er þau sam- einuðust um byggingu sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs, sem tekið var í notkun 1953. Frá þeim tíma allt til ársins 1971 var samvinna sveitar- félaganna óveruleg, en það ár var Samstarfsnefnd sveitarfélaga á Suð- urnesjum S.S.S., stofnað. Með sam- starfsnefndinni hófst svo markviss samvinna sveitarfélaganna, sem hef- ur vaxið og dafnað æ síðan. Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum var stofnað sem formleg landshlutasamtök 16. nóvember 1978. Hér hjá S.S.S. höfum við lengi ver- ið að fást við iðnþróunarmál og iðn- þróunarsjóður er eitt af þeim atrið- um sem verið er að vinna að. Hjá okkur er iðnþróunarráðgjafi að störfum og hans hlutverk er m.a. að Fréttir frá fyrstu J íendi! 19

x

I. alþjóðamótið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: I. alþjóðamótið
https://timarit.is/publication/2054

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.