I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Síða 25
hreyfingunni ómetanlegt lið með
starfi sínu i samtökum skákmanna,
taflfélögum og samböndum. Þeirra
lof er tíðum ósungið.
Af því að málið er okkur skylt hér
við tímaritið SKÁK er varla ofmælt
að samfelld útgáfa skáktímarits í
meira en þrjá áratugi hefur verið lóð
á vogarskálarnir og átt sinn þátt í því
að efla skáklífið. I þessu samhengi
skaðar ekki að minnast á útgáfu
skákbóka á okkar forlagi. Góðvinur
okkar, danski stórmeistarinn Bent
Larsen, sagði fyrir fáum árum í grein
í danska skákblaðinu, að það væri
hreint kraftaverk að svo lítil þjóð
sem Danir gæfu yfirleitt út eina ein-
ustu skákbók. Hvað mættum við þá
segja. Það skal játað, að við íslend-
ingar erum minni þjóð en Danir að
íbúatölu, en í útgáfu skákbók-
mennta stöndum við þeim fyllilega á
sporði.
Vonandi verður það ekki talið
okkur til stærilætis hér á Tímaritinu
SKÁK, að helgarskákmótin, sem nú
eru komin á þriðja tuginn, hafi átt
sinn þátt í frama ungu meistaranna
þar sem þau mót hafa veitt þeim
aukin tækifæri til að öðlast þjálfun
og keppnisreynslu sem ómetanleg er
þegar lagt er til harðari baráttu á al-
þjóðamótum.
Látum þessum hugleiðingum lok-
ið að sinni. Látum okkur gleðjast
yfir þeim undrum og stórmerkjum
sem þessa dagana eru á lofti. Árang-
urinn af markvissu starfi er að koma
í ljós. Sáðmaðurinn er að fá sína
uppskeru. Þjóðin má vera stolt af
þeim ungu mönnum sem nú eru
merkisberar íslenzkrar skáklistar og
sýna, ekki einasta alþjóð, heldur
skákheiminum öllum, að ísland hef-
ur á að skipa firnasterkum og þraut-
þjálfuðum skákmeisturum sem
standa hinum fremstu fyllilega snún-
ing. Áþessum fjastímum „unglinga-
vandamála" visar skáklistin veginn.
„Mens sana in corpore sana“ sögðu
hinir gömlu Rómverjar. Óvíða á það
betur við en í skáklistinni, að heil-
brigð sál í hraustum líkama er undir-
staða afreka og tómstundum ung-
linga verður vart betur varið en við
skákiðkun.
Og þá er að víkja að mótinu okkar
í Grindavík. Til þess er stefnt mörg-
um og frábærum skámeisturum,
innlendum sem erlendum. Megin-
hugsun við skipulagningu þessa
móts hefur verið sú, að hér færi
fram, á landsbyggðinni, skákmót
sem yrði í annála fært. Til þess að
svo geti orðið, þarf mótið að upp-
fylla strangar reglur og skilyrði, sem
FIDE, Alþjóðaskáksambandið, set-
ur um hvernig menn öðlast titla og
vegtyllur skákarinnar.
Látum alveg nægja hér að geta
þess, að þetta mót er af styrkleika-
flokki 8 skv. reglum FIDE. Það þýðir
að 12 keppendur eru á mótinu og
hafa samanlagt 29.155 stig. Til þess
að ná áfanga stórmeistara á þessu
móti þarf 8 vinninga. Að ná áfanga
alþjóðameistara þarf 6 vinninga.
En hvað er áfangi? Og hvað er
stórmeistari? Eigum við ekki að gera
okkur svolitla grein fyrir þessum
hugtökum. í stuttu máli sagt var
stórmeistaratignin fundin upp í
hinni heilögu Pétursborg árið 1914,
skömmu áður en hildarleikurinn
mikli hófst. Þá lék allt í lyndi, keist-
arar og kóngar gátu látið sér líða vel,
og þegar vel lá á þeim, litu þeir í náð
sinni á nokkra margþvælda skák-
meistara og fægðu sitt sverð. Sjálfur
Nikulás keistari dró upp sverðið glá-
fægða og dubbaði nokkra riddara
skáklistarinnar til stórmeistara skák-
arinnar.
Þarna voru samankomnir nokkrir
mestu meistarar listarinnar þeirra
tíma. Ýmsir töldu aðra betur að
barningum komna. Að sjálfsögðu.
En „Nikki frændi“ eins og Vilhjálm-
ur Prússakeistari kallaði hann, átti
ekki úr öðru að velja. Staðan var ein-
föld. Mennirnir voru þarna. Þó mun
öllum koma saman um að allir sem
hlutu stórmeistaranafnbótina 1914
hafi verið hennar verðugir.
Hvort aðrir hafi átt slíka nafnbót
skilið á sama tíma má endalaust
deila um, en hitt liggur í augum uppi,
að á þeim tíma var engin leið að út-
nefna einn eða neinn meistara skák-
arinnar einfaldlega vegna þess að
ekki lá fyrir nein regla um það,
hvernig meta bæri skákstyrkleika
hvers og eins skákmeistara. Því var
það auðveld geðþóttaákvörðun
Nikulásar keisara að útnefna þá sem
voru á staðnum sem stórmeistara.
Þökk sé honum. Æ síðan hefur
skákgeta og skáksnilld verið stöðluð
og hönnuð, fengizt hefur viðmiðun.
Vissulega var það ekki tilgangur
„Nikka frænda“, en engu að síður
byggist öll viðmiðun í skákinni á
þessari hugdettu keistarans. Það var
lán skákmanna, að þessa Péturs-
borgardaga í skáklistinni þurfti
Nikulás ekki að hugsa um framhjá-
hald konu sinnar með Raspútín.
Hans gleði varð hjá skákmeisturun-
um og þá vildi hann gleðja og sæma.
Nikulás bjó ekki til neina reglu,
hann bjó til stórmeistara, og ef ein-
hver vildi komast í þann fína klúbb,
varð hann að gjöra svo vel að standa
stórmeisturunum á sporði.
Til að gera langa sögu stutta er rétt
að segja frá því, að seint og um síðir
fann bandaríski prófessorinn og
stærðfræðingurinn Arpad Elo upp
stærðfræðilega formúlu fyrir því,
hvernig ætti að meta skákstyrkleika
hvers og eins. Hvort sem okkur líkar
betur eða verr, eru ELO-skákstigin
Fyrsla Helgarskákmótið var haldið íKeflavík og hér tekurHelgi Ólafsson viðfyrstu verðlaunun-
um úr hendi Steinþórs Júiíussonar, bœjarstjóra í Keflavík.
25