I. alþjóðamótið - 15.02.1984, Side 27
ráðandi í skákheiminum og hvort
sem menn lesa Biblíuna eða Kóran-
inn, verða ELO-stigin ævinlega það
sem skákmeistaranum er efst í huga
þá hann sofnar og vaknar.
Jæja, stigahæstur á þessu móti er
ungur og glaðbeittur Bandaríkja-
maður, Larry Christiansen að nafni.
Hann er einn af þessum kómetum
sem skotið hefur upp á stjörnuhimin
skáklistarinnar. Hann hefur 2550
ELO-skákstig.
Larry Chrístiansen.
Þrívegis varð hann Bandaríkja-
meistari unglinga og tvívegis hefur
hann orðið Bandaríkjameistari,
1980 og 1983. Eigum við ekki að taka
aðeins meira úr afrekaskránni. Larry
varð efstur í Linares 1979, tveimur
árum síðar varð hann að láta sér
nægja að deila fyrsta sæti með
heimsmeistaranum Karpov. Að
venju eru skákmenn á heimsmæli-
kvarða flakkandi um heim allan og
næst sjáum við Larry Christiansen í
4—5. sæti í Mar del Plata í Argen-
tínu, síðan komum við aftur á
heimaslóðir og Larry sigrar á Opna
bandaríska meistaramótinu 1983.
Og þó, við verðum að hverfa lítið eitt
aftur í tímann. Því veldur minni
gamals manns, sem heitir Larry
Christiansen, því að síðast á afreka-
skrá sinni nefnir hann 3—5. sæti á
bandaríska meistaramótinu 1981,
fyrsta sæti i Malaga 1977, 2. sæti í
Malaga 1976 og loks 2. sæti í heims-
meistarakeppni unglinga 1975.
Þá er búið að minnast tindanna í
skákferli Larry Christiansen. Þetta
dugar flestum. Þó má geta þess, að
Larry er af dönskum ættum, glaður
og léttur í framgöngu, kvenhollur og
dregur ekki í efa að svo gæti farið að
hann yrði hin nýja og bjarta von
Bandaríkjamanna um heimsmeist-
aratitilinn. Hann er hvass og harður
sóknarskákmaður og líklegur til alls.
Larry Christiansen skrifar einnig
töluvert um skák og er meðritstjóri
að víðlesnu skákblaði „Player’s
Chess News“ sem gefið er út í Los
Angeles í Kaliforníu.
Enn er Bandaríkjamaður á ferð
þegar rætt er um næsthæsta „stiga-
manninn" í mótinu. Fjarri væri okk-
ur að telja 2505 skákstig séra Lomb-
ardy til stigamennsku. Hann er stór-
meistari og reyndar margfaldur
meistari. Fullu nafni heitir hann
William James Lombardy, þótt flest-
ir vinir hans kalli hann bara Bill.
Hingað til lands hefur Bill Lom-
bardy komið oftsinnis, ekki aðeins
sem keppandi á mótum hér á landi,
heldur einnig sem stoð og stytta
hvorki meiri né minni manns en
Robert James Fischer, betur þekktur
sem Bobby Fischer, þegar hann
tefldi um heimsmeistaratignina í
skák í Laugardalshöll í Reykjavík ár-
ið 1972, sællar minningar.
Bill vann þar margs konar afrek
með sinni þægilegu og notalegu
framkomu. Hann var maður sátta og
samlyndis, nægilega öflugur skák-
maður til þess að Fischer virti hann
viðlits, og meðal íslendinga var þessi
maður hempunnar ljúfur vinur.
Prestsskapinn hefur Lombardy
látið lönd og leið, en er án efa sannur
vinur móðurkirkjunnar engu að síð-
ur. Við, breyzkir menn og lítt búnir
til meinlætalifnaðar, fögnum því að
hann kemur nú með hollenzka brúði
sína, Louise, og verður hún honum
án efa til trausts og halds í Bláa lön-
inu.
Bill Lombardy vakti strax á unga
aldri mikla athygli í skákheiminum
er hann varð heimsmeistari unglinga
árið 1957 með 11 vinninga af 11
mögulegum! Geri aðrir betur.
Lombardy fikraði sig áfram upp
skákstigann. í því fræga móti, sem
nú er fyrir bí, Lone Pine 1979, kom
hann ósigraður hálfum vinningi á
eftir sigurvegurunum Liberzon,
Gligoric, Balashov og Nonu Gapr-
indashvili. Þar bar hann sigurorð af
Viktor Korchnoi og gerði jafntefli
William Lombardy.
við Gligoric og Balashov, en með
hliðsjón af jafnteflisbaráttu Bala-
shovs á nýafstöðnu Reykjavíkur-
móti, er kannski ástæðulaust að
minna á þetta jafntefli.
Nú, en áfram með smjörið. í
Caracas vorið 1982 varð Lombardy í
1—2. sæti, á Reykjavíkurmótinu
1978 varð hann ásamt öðrum í þriðja
sæti og jafn þriðji með Romanishin
í Mexíco-borg sama ár.
Ógetið er þess, að William Lomþ-
ardy stórmeistari hefur verið hægri
hönd og hjálparhella John Collins í
hinum eftirminnilegu skáksamskipt-
um bandarískra unglinga og ís-
lenzkra, stundum kallað Collin’s
Kids Safari og í annan tíma eitthvað
annað, en þau samskipti hafa verið
báðum aðilum kær og hlutur Billa
stór.
Þá er röðin komin að fyrsta ís-
lendingnum í skákstigaröðinni á
þessu Grindavíkurmóti, Jóni L.
Árnasyni. Hann er reyndar stiga-
hæsti íslendingurinn þessa stundina
í skák, 2500 ELO-stig. Hann er fyrsti
íslenski skákmeistarinn sem kemst
ofar að skákstigum en stórmeistar-
arnir okkar, Friðrik Ólafsson og
Guðmundur Sigurjónsson
Jón hefur hrifið hug og hjarta ís-
lenskra skákvina oft og mörgum
sinnum. Þessi ljúfi og hugfelldi ung-
lingur náði miklum og sterkum tök-
um á þjóð sinni er hann varð heims-
meistari unglinga árið 1977 í Frakk-
landi suður. Skákferil Jóns er óþarfi
að rekja miklu nánar. Skákmeistari
27